Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 30
140
ÁRNI PÁLSSON:
r VA KAJ
istar hafa valið honuin, sbr. stefnuskrá þeirra frá ár-
inu 1919.
Afrek Mussonlini’s.
Þyngsta þrautin er að vita, hvað framkvæmt hefir
verið til umbóta á Ítalíu í raun og veru, síðan Mussolini
brauzt til valda. Fascistar þykjast hafa endurfætt allt
þjóðlífið, reist fjárhaginn við og tryggt vinnufriðinn í
landinu. Þeir eru geysi-stórorðir og margorðir, er þeir
ræða þau mál, en allar ritsmíðar þeirra, sem fyrir
min augu hafa borið, eiga sammerkt um það, að þær
fullyrða margt, en sanna fátt. í sálarlífi fascista virðist
vera undarlegur blendingur af valdagræðgi og flokks-
hatri, af draumórum um mikla framtíð og einskonar
pólitísku trúarvingli, — þeir látast stundum flytja þjóð
sinni ný trúarbrögð, svo sem fyr sagði, og hamast að
óvinum sínum eins og ólmur og einsýnn trúarflokkur.
En þá er þeir reyna að gera skilgrein fyrir pólitískum
afrekum sínum, þá verða þeir tortryggilega sjálfhælnir
og hávaðamiklir. Mussolini hefir t. d. nýlega látið tíð-
indamann frá United Press hafa eftir sér langar frá-
sagnir um sjálfan sig og fascista. Hann segir þar margt
af vinnubrögðum sínum, starfsþoli, sparneytni sinni og'
hugprýði. Ekki setur hann Ijós sitt undir mæliker, en
það mun og mála sannast, að hann er ekki hversdags-
maður. Lífernishættir hans eru einfaldir og fábreyttir,
hann er neyzlugrannur og hinn mesti hófsmaður um all-
ar nautnir, en hitt er honum fyrir öllu, að hafa ærið
að starfa og geta notið krafta sinna. Hann gegnir nú
einn 7 ráðherraembættum og hefir enginn frýð hon-
uin þess, að mál væru seint afgreidd af hans hendi.
Hann elskar kyrð og einveru og þolir ekki starfsmönn-
uin stjórnarráðanna óþarft mas eða málalengingar. Þess
vegna kveðst hann og helzt óska, að kvenmenn sjáist
þar aldrei. En hitt gengur furðu næst, hve fáorður hann
er við tíðindamanninn um framkvæmdir sínar. Hann