Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 10
120
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
ir, er tekið úr þeirri bók, því að hún er nú talin eitt hið
réttorðasta rit um þau tíðindi, sem hér greinir frá.
Hinn flokkurinn, sem stofnaður var á Ítalíu 1919,
var fascista-flokkurinn, og er liöfundur hans
og höfðingi, B e n i t o Mussolini, nú orðinn sæmi-
lega nafntogaður maður. Skal nú sagt frá lielztu ævi-
atriðum hans.
Hann er t'æddur árið 1883, og var faðir hans fátækur
járnsmiður og eindreginn jafnaðarmaður. Hann tók
ungur alþýðukennarapróf og fékkst um hríð við kennslu,
en þá fara fyrst sögur af honum, er hann strauk til
Sviss til þess að komast hjá herþjónustu. Þar komst
hann í samband við hina svæsnustu hyltingarmenn og
gerðist um hríð ritstjóri. Prédikaði hann þá kenningar
Karls Marx af slíkum ofsa og ófyrirleitni, að yfirvöldin
í Sviss ráku hann úr landi. Sneri hann þá heim aftur til
Ítalíu, gegndi herþjónustu, svo sem lög stóðu til, og tók
síðan að rita í blöð jafnaðarmanna af hinu mésta kappi.
Mun þá enginn jafnaðarmaður hafa verið tillöguverri i
garð yfirstéttanna en hann, enda varð hann brátt einn
af foringjum hinna eldrauðustu byltingarmanna innan
flokksins, og 1912 kom hann því til leiðar, að „ha>g-
fara“ jafnaðarmenn voru gerðir flokksrækir. Þá va-r
hann svo andvigur allri hernaðarstefnu og landvinn-
ingum, að hann hamaðist gegn herferð ítala lil Tri-
polis og svo fjandsamlegur var hann þá konungsvald-
inu, að hann taldi það hina mestu ósvinnu, að jafnað-
armenn vottuðu konungi eitt sinn samúð sína, er hon-
um var veitt banatilræði af stjórnleysingja. Hann gerð-
ist nú ritstjóri að höfuðmálgagni jafnaðarmanna og fór
fylgi hans sívaxandi innan flokksins, enda bar margt
til þess, ofsi hans og óbilandi sjálfstraust, málsnilld,
starfsþrek og snarræði.
En þá gerðust snögg og óvænt umskifti, er styrjöldin
mikla skall yfir 1914. Hinn svarni fjandmaður hern-
aðarstefnunnar gerðist á einni svipstundu hinn svæsn-