Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 50
KiO
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
Eí' vér hugsum oss Styr fæddan á miðri 19. öld,
hreytir hann um svip, en ekki eðli. Hann leitar þangað
sem agasamast er, og á íslandi mætti geta sér til, að
hann liefði orðið stjórnmálamaður og helzt hlaðamað-
ur. Hann hefði orðið vægðarlaus andstæðingum og ó-
þægum flokksmönnum, liorið vopn á mannorð þeirra
með herum orðum og stórum, þótt óbilgjarn, en ekki
djúpvitur. En hann hefði verið vinur vina sinna og
hvorki rógsamur nje dylginn. Verstu verk sín hefði
hann unnið að ráðum og undirlagi einhvers hógværs
og kaldráðs flokkshróður síns. Eftir á myndi allir við-
urlcenna, að karlinn hefði verið hreinn og beinn, viljað
margt vel, og í raun réttri væri eftirsjón að honura af
vígvellinum.
II.
Eg ætla nú að hugsa mér, að þær nöfnurnar, Rann-
veig I. í Sambýli og Rannveig II. í Sögum Rannveigar,
íetti að dæma Styr. Rannveig II. myndi fljótt sjá í
hendi sér, að Styrr er miklu skárri maður en Kaldal.
Báðir eru samvizkulausir og harðdrægir, en Kaldal er
auk þess fláráður og klækjóttur. Á báða myndi guð
,,Iíta eins og óþæg börn“, en finna þó talsverðar artir
innan um hjá Styr. Rannveig I. myndi rekja allar or-
sakirnar að breytni lians, þangað til inaður „ætlaði að
drukkna í öllum þessum inörgu orsaka-öldum", og
þykja síðan yndislegt að fyrirgefa honum allar yl'irsjón-
ir hans á þeim grundvelli. Og Rannveig II. myndi bú-
ast við að hitta liann á einhverjum góðum stað á
ströndinni Iiinum megin.
Einar H. Kvaran, sem hefur skapað þær nöfnurnar og
gert þær að boðberum hugsjóna sinna, hefur líka dæmt
Víga-Styr, en nokkuð með öðrum hætti. Eftir að hann
hel'ur rakið það, sem miður fór í háttum og fari Styrs,
kveður hann svo að orði: „Þessum óbótamanni
virðist enginn staður hafa hæft i þessum heimi