Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 32
142
AKM PALSSOX:
VAKA J
á sömu braut, og þykir andstæöingum hans það ekki
sérstaklega þakkarvert, þar sem hinar fyrri stjórnir hafi
verið komnar yfir versta torleiðið.
Fascistar staðhæfa, að Mussolini hafi stórlækkað iit-
gjöldin til umboðsstjórnarinnar, til hers og flota og eink-
um til járnbrautareksturs. Allir játa, að nú sé allt ann-
að að ferðast á járnbrautum Ítalíu heldur en áður var.
Þingræðisstjórnirnar höfðu slofnað aragrúa af járn-
brauta-embættum og skipað þau skjólstæðingum sín-
um. Afleiðingin varð sú, að þar fór allt í ólestri, starfs-
rnennirnir flæktust hverir fyrir öðrum og gerðu verk-
föll í sífellu, svo að alltaf var við búið, að lestirnar vrðu
stöðvaðar á miðri leið. Þar að auki var stolið gifurlega
af farþegum, svo að ríkið varð að borga þeim stórkost-
legar skaðabætur (árið 1921 t. d. næstum því 51 mill.
líra). Á þenna hátt urðu járnbrautirnar auðvitað ríkinu
þyngsla-byrði, 1921 22 var tekjuhallinn af járn-
brautarrekstrinum 1432 mill. lira, að sögn fascista, en
hins vegar fullyrða þeir, að járnbrautirnar hafi greitt 17(5
mill. í ríkissjóð 1924 —25 og þá hafi ekki þurft að borga
farþegum nema 3 mill. í skaðabætur fyrir þjófnað. Þess-
ar miklu framfarir þakka fascistar aðallega því, að
Mussolini hafi rekið 50,000 óþarfa starfsmenn úr þjón-
ustu járnbrautanna á skammri stund og þar að auki
skipað ötula og einbeitta starfsmenn rir sínum flokki til
þess að hafa hemil á járnbrauta-þjófunum. Andstæð-
ingar fasc.ista neita því nú að vísu.ekki, að járnbraut-
irnar séu miklu betur reknar nú en áður, en þó fullyrða
þeir, að staðhæfingar fascista um gróðann af rekstri
þeirra séu staðlausir stafir. Þeir segja, að í stað þeirra
50,000 járnbrautarþjóna, sem Mussolini rak úr vistinni,
hafi hann samtímis veitt 33,157 hungruðum fascistum
embætli við járnbrautirnar, og að þeim séu goldin hærri
laun en hinum fyrri starfsmönnum, svo að relcstur
brautanna geti engan veginn verið miklu kostnaðar-
minni nú en áður.