Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 82
192
BAUGABROT.
[vaka]
ósnortinn og sinnulaus gagnvart því sem að steðjar, þá
erum vér þess samt einhvern veginn vitandi, mitt í
gremju vorri, að það stendur í sambandi við alinenna
yfirburði hans yfir oss. Það er ekki einungis að hann sé
firrtur umhugsun um hegðun, lágum grunsemdum, ótta,
bollaleggingum o. s. frv., sem hljóta að grípa almúga-
sálina, lieldur og hitt, að hann þegir, þegar almúga-
eðlið talar; að hann teflir fram niðurstöðum, þegar
almúgagreindin hefir ekki við að vega og færa ástæður;
að hann skýrir hvorki né afsakar; að hann notar eina
setningu í stað tuttugu; i stuttu máli, almúgagreindin
þokast áfram í á f ö n g u m , sem ómögulegt er að fá
gentleman-inn til þess að leggja leið sína um. Að öllu
því slepptu, sem minna máli skiftir, er leiðin til hærra
flugs o p i n , — ef svo mætti takast. En jafnvel þótt
hugsanirnar hef ji sig ekki til flugs, þá verða þær þó allt
af skilgetið afkvæmi tiginmennskunnar og bera það ut-
an á sér. Þegar vér hverfum frá samneyti við iniðlungs-
manninn og hlýðum á dóm höfðinglegrar lundar, þá
verðum vér fyrir svo sterkum áhrifum samræmis og
valds, að það liggur við að vér freistumst til þess að
aðhyllast frekar hinar ranghverfustu skoðanir og hinn
fráleitasta smekk heimsmannsins, en hið heilbrigðasta í
hugsunarhætti hversdagsmannsins. Hjá hinum síðar-
nefnda eru hinar beztu hugmyndir hrjáðar, bældar og
blettaðar af ofurgnótt auðvirðilegs föruneytis. Hugsun
heimsmannsins er að minnsta kosti borin í hreinu and-
rúmslofti og við frjálsa yfirsýn.
Svo kann að virðast sem ég hafi villst frá sálarfræði-
legri rannsókn út í fagurfræðilega dóma. En lögmál úr-
valsins er svo mikilvægt, að aldrei er ofaukið skýring-
um er sýni, hve svið þess er stórt. Niðurstaða orða minna
er blátt áfram sú, að úrval feli í sér höfnun jafnt og val;
að ógaumgæfni, eftirtektar I e y s i séu jafn nauðsynleg
til sálarþroska og sjálf eftirtektin. (Úr The Principles of
Psj/chologi) (II., bls. 370) eftir William James).
K. A.