Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 12
ÁKNI PÁLSSON':
[vaka]
122
Varla getur vafi leikið á því, að Mussolini Iiefir ætl-
að sér að keppa við jafnaðarmenn með þessari stefnu-
skrá. Á árunum 1919—1920 þreytir hann í sífellu kapp-
hlaup við þá. í júlímánuði 1919 kreppti dýrtíðin svo fast
að, að víða urðu uppþot, húðir voru rændar o. s. frv.
Mussolini hældist þá uin, að það væri hann en ekki jafn-
aðarmenn, sem hefði eggjað lýðinn fram. Þá er starfs-
menn við járnbrautir gerðu verkfall 1920, laust hann
upp herópinu: „járnbrautirnar handa járnbrautar-
mönnum“. Og mörg önnur orð og gjörðir hans sýna og
sanna, að þá var hann enn miklu fremur keppinautur
jafnaðármanna, heldur en andstæðingur þeirra.
Samt sem áður leið nú ekki á löngu, áður en þessi
l'urðulegi inaður var orðinn átrúnaðargoð auðvalds og
afturhalds og hins æstasta þjóðernishroka á ítalíu.
Hversu mátti það verða?
Hér kemur fyrst til greina, við hvílík kjör yfirstétt-
irnar á Ítalíu áttu að búa um þessar mundir. Fjármál
ríkisins voru í ægilegum ógöngum. Árið 1919 var tekju-
hallinn á fjárlögunuin 22,700,000,000 lírur, eða um 70%
af útgjöldunum. Stjórnir þær, er sátu að völdum á Ítalíu
frá 1919 til 1922, mega eiga það, að þær unnu ósleitilega
að því að lækka þenna hræðilega tekjuhalla, svo sem
siðar mun sagt verða. Enda létu þær greipar sópa um
eignir þeirra, sem eitthvað áttu. Erfðafjárskatturinn
gat t. d. komizt upp í 75%, eigna og tekjuskatturinn upp
í 50%. Slíkir ránskattar gengu vitanlega eignamimi næst.
En þar að auki píndust allir eignamenn af sífelldri ang-
ist við yfirvofandi þjóðfélagsbyltingu. Þegar svo er á-
statt, láta menn einskis ófreistað og grípa til hvers þess
óyndisúrræðis, sem býðst.
Fjandskapur Mussolinis við jafnaðarmenn og há-
reysti hans um þjóðernismál tók nú að vekja eftir-
tekt yfirstéttanna á honum. Var ekki þessi harðsnúni
og ókvalráði maður líklegur til þess að geta haft hemil
á byltingarseggjunum? Hann var þegar tekinn'að vopna