Vaka - 01.04.1927, Blaðsíða 61
[ VA KA
KRISTJÁN ALBERTSON: UM BERSÖGLI.
171
hættuLegum sjúkdómum og lue lians frá þeirri smán, að
selja veikindi dýrum dómum. En hann gætir þess eltlei, að
jafnframt lamar hún fjárhag bæjarins, að minnsta kosti
í bili. Sú breyting, sem gera verður á vatnsleiðslunni,
kostar offjár. Og hitt skýzt honum Líka yfir, að upp-
götvun hans gerir út af við trúna á óskeikulleik bróð-
ur hans, hins máttuga fógeta í bænum. Því það var
hann sem réði því upphaflega, þvert ofan í ráð ann-
ara manna, í hvaða lindir vatnið var sótt.
Leikurinn er sjálfsagt flestum lesendum mínum svo
kunnur, að óþarft er að rekja efni hans frekar.
En ég vil sem snöggvast nema staðar við rökfærslu
andstæðinga læknisins. Bæjarfógetinn heimtar að hann
levni uppgötvun sinni, vegna þess að baðstöðin sé
,,sta*rsta tekjulind bæjarins“.
,,Þessi lind er eitruð“! svarar læknirinn. „Við lifum
á því að selja óþverra og rotnun! Allt okkar blómlega
félagslil' nærist af lýgi“!
„Sá, sem varpar svo þungum ásökunum i garð
lieimkynna sinna, hann hlýtur að vera fjandmaður
þjóðfélagsins", svarar hæjarfógetinn.
Og á borgarafundi, sem læknirinn boðar til, geng-
ur fógetinn sigrandi af hólmi. Lýðurinn hrópar á eftir
iækninum: „Hann er þjóðníðingur! Hann hatar land
silt! Hann hatar þjóðina!“
Rökfærsla bæjarfógetans og ókvæðisorð lýðsins á
fundinum eru sígild mynd þess, hvernig meðalmennsk-
an bregzt við þegar hana skortir kraft til þess að horf-
ast i augu við sannleika, sem ríður í hág við metnað
hennar eða hagsmuni. Þá brjálast öll rétt hugsun og
hin særða sjálfselska hrópar hástöfum um fjandskap
og ofsóknir.
II. „Andskoti okkar þjóðar“.
Þegar „Nýi sáttináli“ Sigurðar Þórðarsonar var á
dagskrá í Efri deild Aljiingis í fyrra vetur, veittist