Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 22
[VAKAj
340 ÁSGEIIÍ ÁSGEIRSSON:
áhuga nemendanna á þAÚ, sem þeir eiga og verða að
gera. Það má sveigja tilhneigingar barnsins og starfs-
hvöt, en ekki þvinga hana inn á nýjar brautir. Það er
hvorki hægt að brjóta menn til kristni né neins and-
legs þroska. Að laða í stað þess að þvinga skilur jafn-
an aðferð nýs sáttmála og gamals.
IV.
í skójanum á nemandinn að hlýða. Börn, sem óþeklc
eru heima, hlýða þar oft af sjálfu sér. Þar kemur það
af sjálfu sér, ef kennarinn er þeim hæfileikum gædd-
ur, sem Ieiða til góðs aga. Þeim hæfileikum er örð-
ugt að lýsa; þeir verða ekki kenndir. Aga má halda
uppi með ofbeldi, en því mælir enginn bót. Líkamleg-
ar refsingar leiða til ills eins. Góður agi eins og geislar
út frá dugandi kennara. Máttur persónuleikans gerir
hlýðnina sjálfsagða. Sá agi hefir löngum þótt hollur,
en á síðari árum hefir hann oftlega hlotið þungan
dóm. Er því haldið fram, að máttugur persónuleiki
veiki skapþróttinn. Viljasterkir foreldrar eigi oft
veiklyndasta afkomendur, og má það til sanns veg-
ar færa um þá foreldra, sem hvorki hafa vit né vilja
til að þola annan vilja í námunda við sig. Svo langt
er nú gengið af mörgum að krefjast þess, að börnum
sé hvorki bannað né skipað, heldur sé þeim sett í
sjálfsvald, hvað gera skuli og hvað ógert látið. Óþving-
aður vilji þeirra og tilhneigingar leiði til þess þroska,
sem sé þeim náttúrlegur. Örskammt er öfganna milli.
Prússneskur heragi á nú formælendur fáa, en sjálf-
ræði og stjórnleysi hefir eignazt háværa málsvara.
Vart mun þó þurfa að óttast, að dagar foreldra-
og' kennaravaldsins séu taldir. En við hinu má búast,
að breytingar verði á því, hvernig aga sé beitt. Það
mun algengt, að börnum sé bannað það, sem saklaust
er og á djúpar rætur í barnseðlinu. Óttanum við
hegningu er beitt um of við tamningu æskulýðsins. En