Vaka - 01.11.1927, Síða 61
[vaka]
UAUGABROT.
379
hann beizklega, einkum þegar hann minntist bróður
síns og barnsins. En þá var allt um seinan. —
Svo hljóðar sagan. Og geta menn nú sjálfir dregið
nokkurar ályktanir um það, hvernig kirkjunni og sum-
um kirkjunnar þjónum hefir farizt allt til þessa að rækja
köllun sína í heiminum, að stuðla að því, að kærleikur-
inn geti þróazt á jörðu hér.
[Ur niðúrlaginu af fyrirlestrum próf. A. H. B. um „Trú og
vísindi" og er þetta ]>rentað hér ti) sanianhurðar við grein sira
G. K. i „Bjarma" 1. sept. 1>. á., er ekki þykir að öðru leyti vert
að svara.]
ORÐABELGUR.
ALÞINGISHÁTÍÐIN.
Nú er mikið ritað og rætt um alþingishátíðina 1930.
Fréttir berast um það, að hingað ætli að streyma fjöldi
manns úr tveim heimsálfum. Hver maðurinn spyr ann-
an: hvað eiguin vér að gera, hvað getum vér gert? Til-
lögum rignir niður, sem bersýnilegt er, að verða ekki
frainkvæmaar og á ekki að framkvæma. Ef menn
segja hug sinn allan, játa flestir, að i þeim sé illur uggur.
Þeir eru hræddir um, að þjóðin ráði ekki við hátíða-
höldin, að þau verði henni til skammar. Sami uggurinn
virðist vera annars staðar. Vestur-íslendingar búast til
að koma hingað í stórhópum, og þeim þykir heima-land-
inn tómlátur um viðbúnað. Einhver Þjóðverji sendir fyr-
irspurn, hvað sé farið að gera hér til þess að undirbúa
komu sína. Spurningin er látin ganga áfram til stjórn-
arinnar. Það er víst ætlazt til, að stjórnin sé við því búin,
að búa um hann í flatsæng uppi á stjórnarráðskvisti, ef
hann fær ekki inni á Hótel ísland eða Fjallkonunni.
En er það annars ekki hálfgert öfugstreymi að þurfa
að kvíða fyrir þessari hátíð? Niðjar vorir munu öfunda
þá, sem fengu að lifa slíkt merkisár. Uggurinn hlýtur að
bera vott um, að vér hugsum rangt um tilhögun hátiða-
haldanna.