Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 26
HEllMANN JÓNASSON:
[vaka]
344
og óvini og til þess að verja sig fyrir þeim, skipa þau
sérstaka menn — lögreglu- og dóinsvald —, sem hand-
sama afbrotamennina, draga þá fyrir lög og dóm, ákæra
þá og dæma þá og refsa þeim — næstum ætíð — án
þess að þeir, sem afbrotamennirnir beittu órétti, fái
nokkru að ráða um það. — Þessi vörn þjóðfélaganna
gegn afbrotamönnunum hefir verið framkvæmd með
mismunandi móti á ýmsum tíinum, því hún hefir sífellt
lireýzt í samræmi við menningu og hugsunarhátt. Fátt
eða ekkert er jafn sönn spegilmynd af þjóðfélags-
skoðun, siðgæði, trú og heildarmenningu þjóðfélaganna
á hverjum tíma sem refsiréttur og refsiframkvæmd
þess tíinabils.
II.
Það er ekki unnl að segja um það með fullri vissu,
hvernig refsingunum hefir verið hagað lengst aftur i
fornöld. Það, sem mest einkennir refsingar fornaldar-
innar, er sú viðleitni að tryggja og vernda velferð og
hagsniuni þjóðfélagsins og einstaklinga þess fyrir á-
sælni afbrotamanna. Það er athyglisvert, að þessi frum
lilgangur refsinganna, þetta, sem alltaf er og verður að-
altilgangurinn, kemur greinilega fram á frumstigi refsi-
réttarins. Aðal-refsingarnar voru þær, að útiloka af-
hrotamennina úr þjóðfélögunum annað hvort lifandi
eða dauða. — Þegar lengra líður, kemst dauðarefsingin
í algleyining, fangelsisrefsingin var ekki notuð nema
sem geymsla fyrir vanrækt börn, flækinga og betlara.
Afbrotunum var víða skift í þrjá flokka eftir því, hve
stór þau voru talin. Fyrir smærri afbrot var látiö nægja
að setja menn í gapastokk, flengja þá, höggva af fingur
eða skera af eyrun, en fyrir öll stærri afbrot var refsað
með dauðahegningu mismunandi þungri. Fyrir þau af-
brot, sem talin voru til miðflokks, var afbrotamönnum
refsað með skjótum dauða; sverðið, öxin eða gálginn
var látinn vinna á þeim. En fyrir öll þau afbrot, sem