Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 23
vaka]
NÝUNGAR í SKÓLAMÁLUM.
341
óttinn leiðir sjaldnast til góðs. Hinsvegar verða börn
og unglingar seint leyst undan aga og umvöndun full-
orðna fólksins. Allt er undir því komið, hvernig ag-
anum er beitt. Það má án et'a fullyrða, að sá agi sé
beztur, sem minnst ber á. Það má stjórna skóla án þess
að svo líti út, að tilgangur kennaranna sé að láta börn-
in kenna á valdi sínu. Það þarf annar réttur að svífa
yfir vötnunum en réttur þess, sem er sterkari.
Merkar tilraunir hafa verið gerðar ti! að fá skóla-
stjórnina í hendur nemendunum Deildirnar velja
starfsmenn sína, og skólinn allur i sameiningu dóm-
ara sína og franrkvæmdastjórn. Skólinn er fullvalda
ríki, en kennararnir standa álengdar. Slíkum tilraun-
um er borin mjög misjafnlega sagan. Sumir láta mik-
ið af árangrinum, aðrir illa og segja, að jafnvel nem-
endunuin sjálfum sé slík stjórnarbylting ógeðfeld. Er
sennilegt, að ósamræinið stafi frá því, að veldur hver
á heldur, en ef svo er, þá sannar það, að sjálfstjórn
nemendanna fer eftir því, hvaða kennarar standa bak
við. Kennararnir verða að standa bak við hið „full-
valda“ skólariki, þó ósýnilegir séu. Það fer eftir stjórn-
arhæfileikum kennarans, hversu mikið vald má fá í
hendur nemendunum. Sá kennari, sem með tiltrú og
trausti vekur ábyrgðartilfinningu nemenda sinna, get-
ur öruggur gengið langt í því, að selja nemendum sín-
um sjálfstjórn. Aginn er þar l'yrir ekki úr sögunni.
Munurinn er sá einn, og þó reyndar mikill, að einn
byggir á óttanum, en annar á traustinu, og mun það
valda miklu um framtíð barnánna, á hvort foreldrar
og kennarar treysta meir: ótta barnsins við yfirboðar-
ann eða traust yfirboðarans á barninu.
V.
Það, sem hér hefir verið minnsl á, er sérkennilegt
um þá skólahreyfingu, er nú gengur yfir: ríkari á-
herzla lögð á það, sem nemandann snertir, en náins-