Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 27
[VAKA
IJM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMD.
346
stærst voru talin — og þau voru mörg — var refsað
með kvalafullum dauða. Afbrotamennirnir voru þá
brenndir á báli, skornir eða rifnir í smástykki, grafnir
lifandi, stundum þannig, að blá-höfuðið var látið standa
upp úr, flegnir lifandi, settir í poka með hundum eða
slöngum og síðan drekkt. Undan sjálfu líflátinu var
afbrotamaðurinn kvalinn, meðan lífið entist, með öll-
um hugsanlegum píningaráhöldum. Allt fór þetta fram
í áheyrn og ásjá múgsins, — hann æpti fagnaðaróp,
er píningarnar tókust hezt og afbrotamaðurinn tók út
sárustu kvalirnar. Út i þetta skal ég svo ekki fara frek-
ar, þvi ef ég lýsti aftökunum eins og þær stundum
voru framkvæmdar jafnvel seint á 18. öldinni, mundi
mörgum af lesendum mínum áreiðanlega þykja sér
nóg boðið. — Þótt dauðarefsingin væri ægileg, voru
fangelsisrefsingarnar þó af flestum taldar ennþá hræði-
legri. Fangelsin voru oftast í ljóslitlum eða ljóslausum
neðanjarðarkjöllurum, þar sem allt fúnaði af sagga og
óþrifnaði. Þárna var hrúgað saman í eina kös körlum
og konum, gæzluföngum, skuldaföngum og stórglæpa-
inönnum, gömlum og barnungum. Rúmföt þekktust
tæpast í þessum holum og oft vantaði fangana bæði hálm
og hey til þess að liggja í. Fangarnir voru oft bundnir
með hlekkjum, einum um háls og sínum um hvorn fót
og það kom fyrir, að fæturnir rotnuðu af undan
hlekkjunum. Það er víst ekki of sagt ,,að móts við
fangahús miðaldanna var gálginn miskunnsemi". Svona
voru og refsingaraðferðirnar víðast á 18. öldinni og
fram á nítjándu öldina. Það var talið nauðsynlegt, að
Játa afbrotamennina þola allar þessar kvalir til þess
að verja þjóðlelagið — og svo var annað afl, sem þessu
réði, það var kirkjan.
Margir mundu nú ætla, að hin miklu áhrif hins
kanoniska eða kirkjulega réttar á löggjöf Evrópuþjóð-
anna, — sem ekki var minnst á sviði refsirjettar og
refsiframkvæmda — hefði markað nýtt spor mildi og