Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 14
332
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
[vaka]
ósamræmi við iimhverfið. Nemandanum sé ætlað að
Jifa í tveim ólíkum heimum. Skólalífið sé ekki lífið
sjálft. Og því verður ekki neitað, að skóli, sem rótslít-
ur nemendurna, er verri en enginn. Ef skólinn veitir
ekki þekkingu og þroska umfram það, sem lífið sjálft
megnar að veita skólalaust, þá hefir hann ekki rétt á
sér. Námseínið her að velja samkvæmt þeim kröfum,
sem lífið gerir á síðan til nemandans. Hagnýtt nám
veitir ekki minni þroska eða ógöfugri en dauðar náins-
greinar. Námsefnið her að sækja í þann jarðveg, sem
nemandinn vex upp í. Þetta eru þær kröfur, sem rýmt
hafa erfðagóssi miðaldanna burtu úr skólunum. Þessar
kröfur eru nú stöðugt að umskapa skólana í mynd
þess umhverfis, sem þeir starfa í. Þessa gætir eink-
um um unglingaskóla. Menntaskólarnir eru gamlir og
dragast sumir hverjir með hlekk fortíðarinnar um fót
sér. Barnaskólarnir eru yngri og léttari í vöfum. Ung-
lingaskólarnir eru yngstir; þeir eru börn hins nýja
tíma, skapaðir í hans mynd. I>ar er andstaðan ininnst
gegn þvi, að þjónað sé þörfum lífsins, sem þar er
skammt framundan.
II.
í skólum ber nauðsyn til að flokka nemendur eftir
þroska og þekkingu. Einkunnir hafa jafnan tíðkazt,
sem flokka nemendurna eftir kunnáttu. Hitt er nýtt,
að gerðar séu tilraunir til að flokka nemendur eftir
gáfum og' þroska með þar til gerðum prófum. í því
efni hefir lengst af setið við álit kennarans og ekki ver-
ið reynt að hinda það í tölum. Gáfnaþroskinn fer eftir
aldri. Vissum aldri tilheyrir ákveðinn þroski. Sumir
eru vanþroska, aðrir bráðþroska, og á það jafnt við um
gáfnafar og Hkamsþroska. Um það verður ekki fuíl-
yrt, hversu lengi fram eftir aldri menn halda áfram að
þroskast að vitsmunum, en fyrir mælingar er sú skoð-
un orðin almenn á seinni árum, að vitsmunaþroskinn