Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 13
[VAKAJ
NÝUNGAH f SKÓLAMÁLUM
331
háskólana voru að lokum seitir kennarastólar 1 upp-
eldisfræðum. Frjáls hugsun bræddi upp á ný hin storkn-
uðu form. Árangurinn er hin öfluga hreyfing, sem að
vísu hefir óvíða til þessa valdið byltingum, en þó hefir
breitt svo úr sér, að fæstir kennarar munu nú ósnortn-
ir af. Er og gagnsemi slíkra vakninga öll undir þvi
komin, að þær veki kennarana. Með þeim hætti ein-
urn verður nýmælum, sem eru líf, en ekki lög, komið í
framkvæmd.
I stórum dráttum skiftist nú skólaheimurinn í þrjá
höfuðflokka, hina íhaldssömu, sem storknaðir eru í
starfi sínu, hina framgjörnu, sem fordæma allt, sem
er, og sjá framtíðina í hillingum, og þann hinn f jölmenna
og sundurleita flokk, sem sér kost og löst bæði á nýju
og gömlu og vill varðveita það, sem við er unandi,
og ávinna það, sem horfir til bóta. Er þetta þó ekki
svo að skilja, að öllum beri saman, sem talizt geta í
sama flokki, — því svo er margt sinnið sem skinnið.
Það er jafnan örðugt að lýsa almennum hreyfingum.
Þó má segja, að höfuðeinkenni uppeldisfræði nútímans
muni vera sú áherzla, sem lögð er á það, sem nemandann
snertir. Nemandinn er settur í öndvegi og geislabaugur
ofinn um hvirfil hans. Áður var áherzlan meiri á náms-
efninu. Raunar er hér um engar andstæður að ræða, en
milli þessara skauta falla öldurnar. Mannanna börnum
er ekki gefið jafnvægið fremur en óskeikulleikinn. Ræt-
ur þessa má rekja aftur til Rousseau, sem krafðist nátt-
úrlegs uppeldis. Nú er þess krafizt, að takmark uppeld-
isins og aðferðir séu í samræmi við eðli barna og til-
hneigingar. Dr. Montessori heimtar, að fjarlægðar séu
allar hömlur á náttúrlegum þroska barnsins. Dalton-
kennsluaðferðin setur lcennarann í skuggann; barnið er
látið starfa sjálfrátt á eigin ábyrgð. Markmiðið er að
koma unglingnum til þess þroska, sem honum er á-
skapað að geta náð.
Skólum er oftlega álasað fyrir það, að þeir séu í