Vaka - 01.11.1927, Síða 46
KRISTJÁN ALBERTSON:
| vaka]'
JB4
nitt síðustu og verstu tínium lyginna og stækra flokks-
blaða og endalauss rifrildis um kaupfélög og jafnaðar-
mennsku, tekjuskatt og einkasölur.
Nú er svo komið, að það er lítt mögulegt fyrir rit-
höfund að ná alþjóðaráheyrn nema með tvennu móti:
Napuryrðum um kunna menn eða berorðúm lýsing-
uin á kynferðislifi og grófyrðum um líkamsathafnir,
sem menn annars skirrast við að minnast á í bókmennt-
um. Tvær bækur hafa vakið mest umtal hér á síðari
árum, „Bréf til Láru“ og „Vefarinn mikli frá Kasmír"..
Hver sem heyrt hefir nokkra tugi manna minnast á
þessar bækur, veit að það var ekki fyrst og fremst rit-
list og andríki höfundanna, sem athygli vakti. Halldór
K. Laxness er frægastur fyrir að hafa skrifað um kyn-
villu og „sódómiska skrautdansa“, Þórbergur Þórðar-
son fyrir að hafa hreytt úr sér skætingi í nokkra af
broddum þjóðfélagsins og leyst niðrum sig í skógaf-
runni.
Þeim, sem hneykslast á þessum rithöfundum, væfi
sæmra að virða þeim til vorkunnar, að þeir hafa skilið
hvernig átti að fara að því að ná áheyrn samtíðar
sinnar á Islandi.
„Hel“ Sigurðar Nordals er skrifað af fegurri ritsnild,
dýpri skáldgáfu, fínni smekk, meiri þroska og menn-
ingu en báðar þær bækur sem ég nefni. En þar er
enginn pólitískur gauragangur, engin klúryrði, enginn
likamsdaunn, engir „hrökkálar“, engir „himneskir
hrákar“ — að eins hrein, fáguð list, alvarleg og skáld-
leg hugsun um mannlegt líf. Og þess vegna getur mað-
ur lifað árum saman í höfuðborg „bókmenntaþjóðar-
innar“, án þess að nokkur tali við mann að fyrra Iiragði
um þessi fegurstu blöð i ný-íslenzkum skáldskap í
óbundnu máli.