Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 78
AN’DSVÖR VIÐ RITDÓMUM.
[vaka]
396
(t. d. á l)Is. 78 og víðnr). En af ])vi, a'ð ]>etta gæti litið út sem hefnd,
geri ég ]>að ekki aö svo stöddu. En leitt ])ætti mér, ef þessi mark-
leysu-ritdómur hans skaöaði nokkuð útgófu „Lýðmenntunnar“. En
hann virðist meðfram ritaður til þess að „eitra fyrir“ styrk til
hennar. Svo lævislega er ]>ó niðurlag ritdóms þessa orðað, að ekki
verður séð, hvort Þ. M. J. iiefir sótt um styrk eða fengið liann.
Aðrir hafa ekki gert betur, þótt styrks liafi notið. Sæki þvi I>. M. J.
um styrk til útgáfu sinnar, ])á ætti hann að fá hann fyrir þann
lofsverða áhuga, sem hann hefir sýnt nú ó síðari árum með út-
gáfu alþýðlegra, en þó vel læsilegra fræðibóka.
Ágúst H. Bjarnason.
II. Oscar Wilde: ÚR DJÚPUNUM.
Út af ritdómi Agústs H. Bjarnasonar prófessors í 2. liet'ti „Vöku“
um ])ýðingu mína á „Úr djúpurium" finnst mér þörf á athugasemd.
A. H. B. finnst það galli — jafnvel aðalgallinn, að þvi er virð-
ist, —- að þýðingin sé gerð eftir ófullnægri útgáfu. En hefði ekki
verið rétt að geta þess, sem hann minnist ekki á, að ritið er okki
til i neinni frumlegri heildarútgáfu? „I)e Profundis“ er ekki prent-
að eins og það er skrifað, heldur er það kaflar lir löngu bréfi,
sem ekki hefir ])ótt gerlegt að birta allt að svo komnu (sjá um
þetta t. d. rit Arthur Ransome’s um Oscar Wilde, bls. 171). Iíg hefi
þýtt ritið eftir þeirri útgáfu, sem þekktust er, bæði á Englandi og
annars staðar (það er lika Methuens-útgáfa!), og oft hefir verið
endurprentuð óbreytt, þar á meðal í Tauchnitz-ritsafninu. Mér
var að vísu kunnugt um, að Methuen hafði gefið ritið út „witli
additional matter“ (með viðaukum — 1908), en þar sem svona
stendur á um ritið, getur það verið álitamál, hvort fáeinar setn-
ingar i viðbót hafi mikil áhrif til bóta. Mér finnst t. d. upphafið
lakara, ef skeytt er framan við það setningum þeim, sem Á. H. B.
kemur með. Þetta má deila um, að sjálfsögðu, en rétt var að gera
alla málavexti ltunna. ltitið er þýtt cftir viðurkenndri útgáfu, sem
liefir verið endurprentuð miklu oftar en útgáfa sú, sem Á. II. B.
vitnar í. Yngoi Jóhannesson.