Vaka - 01.11.1927, Side 51

Vaka - 01.11.1927, Side 51
VAKA ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI. 36!) um orða, tóna, lita og forms í rikari mæli en öðrum dauðlegum, en af verkum þeirra þróast og magnast hæfileikarnir til að finna til og skilja með hverjum þeim, sem hæfur er til að njóta listar. Þetta er fagnaðarerindi listarinnar til sáluhjálpar hverjum þeim, sem vill að líf hans sé gleði og vöxtur. Trúin á guð og framhald lífsins . . . mun einhver segja. í bókmenntum og listum heimsins er allt að finna sem hjálpað fær mönnum til þess að hera lífið og trúa á gildi þess. Hver sá, er þarfnast lífsskoðunar, guðdómlegs hoðskapar, æðri handleiðslu, — hann leiti þangað. Þar er andleg aleiga mannkynsins. V. Hvað á að verða úr islenzku þjóðinni? Hvað gæti orðið úr henni, ef viturlega væri hugsað fyrir framtíð hennar? Hvað er hægt að gera fyrir hana, til þess að hæta liðan hennar og efla menntun hennar? Þessar spurningar eru upphaf allrar alvarlegrar skapandi stjórninálastarfsemi. Það er viðfangsefni hennar að svara þeim í framkvæmd. Deyfðin og tilbreytingaleysið i fámenni og einangrun sveita og lítilla strandbæja, kuldastormar og snjó- þyngsli vetrarins, rigningarnar á sumrin, öll óblíða Joftslagsins í norrænu illviðralandi, — slíkar eru hinar sameiginlegu höfuðstaðreyndir í lífi meginþorra þjóðar- innar. Lífskjör vor heimta að þjóðin reyni að gera heim- ilin sem vistlegust, að hún njóli ávaxtanna af erfiði sínu innan húsveggjanna, að hún eyði þar hinum dýrmætu tómstundum sínum, — þeim stundum sem afgangs eru frá dagsverkinu til þess að gleðjasl og inenntast. Það er því auðskilið, að bókin hlýtur að vera höf- uðuppspretta skemmtunar og menningar í lífi Islend- inga, að á hverju íslenzku heimili, þar sem hugsandi mannveru á að vera líft, verður að vera gott bókasafn. Það er ekki hægt að óska þjóð vorri annars betra 24

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.