Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 55
' VAKAj
AN’OLEGT LÍK Á ÍSLANDI.
373
Það myndi lengja mál mitt úr hófi fram, að reyna að
gera hér ítarlega grein fyrir því, hvernig mætti hugsa
sér starfrækslu ríkisforlagsins og hverjar vonir maður
hlyti að gera sér uin áhrif þess á andlegt lif á íslandi.
En ég vil að lokum í stuttu máli minnast á nokkur
höfuðatriði:
1. Gerum ráð fyrir að meginið af hókum forlagsins
komi út í tveim söfnum: fræðirit, þýdd og frumsamin,
skáldrit, innlend og útlend. Gerum ennfremur ráð fyrir,
að hvort safnið vkist um eina bók á mánuði. Mönnum
yrði gefinn kostur á að gerast áskrifendur að öllu sem
út kæmi í hvoru safninu fyrir t. d. 2.50 kr. á mánuði.
Auk þess yrðu bækurnar i lausasölu fyrir lítið eitt
hærra verð. í upphafi myndi forlagið senda inn á hvcrt
heimili i landinu boðsbréf með eyðublaði til útfyllingar
fyrir væntanlega áskrifendur. Daginn sein það yrði sent.
út, helguðu öll blöð landsins hinu nýja menningarfyrir-
tæki eitl tölublað, þar sem fjöldinn af leiðtogum þjóð-
arinnar, á sviði stjórnmála og inennta, flyttu því árn-
aðaróskir og rituðu hvatarorð til manna um að færa
sér gjafir þess í nyt. Áskrifendur að bókum forlagsins
myndu frá upphafi skifta þúsundum
2. Fjölbreytt og góð hókasöfn myndu smám saman
verða til á nálega hverju heimili í landinu, þau ykjust
áratug af áratugi og gengju i erfðir mann fram af manni,
— íslenzka þjóðin eignaðist sameicjinlegan mcnntun-
argrnndvöll, vítl útsýni yfir hinn andlega heim í for-
tíð og nútíð. Bókhneigð færi vaxandi, smekkurinn
menntaðist, íslenzkir hugir yrðu ríkari og fleygari.
Menn hefðu fleira að tala um og gleðjast yfir sam-
eiginlega, íslenzkt líf yrði innihaldsmeira, — þjóðin í
heild sinni skemmtilegri, mannaðri, vitrari, andlegri.
3. íslenzk tunga myndi á hálfri öld ná fullum þroska
sem alhæft nútíðar-menningarmál. Vér myndum eignasl
bækur uin fjölinörg efni, sem aldrei fvr liefði verið
ritað uin á íslenzku. Mörg rit, sein hver menningarþjóð