Vaka - 01.11.1927, Blaðsíða 45
[vaka]
ANDLEGT LÍF A ÍSLANDI.
363
ar bækur nú eru orönar rándýrar. En menntamenn,
miðstétt og yfirstétt í bæjum á íslandi, lesa færra en
sömu stéttir í höfuðmenntalöndum Evrópu. Og menn-
ingarhrifning er þar meiri og heitari en á íslandi.
Hugur Islendinga beinist nú hvað mest að pólitísk-
um þrætum um kaupfélög og jafnaðarmennsku, tekju-
skatt og einkasölur. Þessar stælur skipa nú á tímum
öndvegið í áhugalífi íslendinga á sania hátt og menn-
ingarfyrirbrigðin — í bókmenntum, leiklist, myndlist,
sönglist o. s. frv. — skipa æðsta sess í hugum að
minnsta kosti miðstétta og yfirstétta t. d. á Norður-
löndum og i Þýzkalandi. í Noregi er meira talað um
Hamsun en um Lijkke eða Mowinckel. A íslandi eru
Jún Þorláksson og Júnns Júnsson nefndir tuttugu sinn-
uni meðan Einar Benediktsson er nefndur einu sinni.
í fyrra sumar var konungi vorum haldin vegleg
veizla af bæjarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúum ýmsra
,,stórvelda“ innan þjóðfélagsins var boðið formönn-
uin útgerðarmannafélags, sjómannafélags, iðnaðar-
inannafélags o. s. frv. — svo sem sjálfsagt var. En ég
veit ekki hvernig farið hefði, ef hans hátign hefði látið
í Ijós þá ósk, að heilsa upp á þá fulltrúa andlegs lífs
og lista, sem veizluna sætu. Forseta íþróttasambands
fslands hafði verið boðið — en ekki forseta hins ald-
argamla Bókmenntafélags íslands (verndari Kristján
konungur X.), heldur ekki Einari Júnssi/ni frá Galta-
íeUi o. s. frv.
Þessi gleymska lýsir höfuðborg íslands betur en langt
mál, bænuin, þar sem hugsað er og talað um kau]>-
gjald og gróða, gjaldþrot og sjóðþurðir, húsabrask.
verðlag, stjórnmál og mörg önnur mikilvæg efni, sem
varða veraldlegan farnað þjóðarinnar, — þar sem allt
annað er ofar á baugi i almenningshugum en bók-
menntir og andlegt líf.
Ég hygg að islenzk þjóðarsál hafi ekki um langt
skeið verið frábitnari skáldskap en einmitt nú á þess-