Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 47
[VAKA
ANDLEGT LÍF Á ÍSLAN'DI.
365
IV.
Skiftir Jiað máli, hvort lijóð vor er bókhneigð og
hæfileiki hennar til listnautnar mikill og þroskaður eða
vanræktur og sljór? Er henni ekki fyrir hezlu að beita
kröftum sínum með allshugar-ákefð að því að hæta
efnahag sinn, og að láta sér nægja þá andlegu fæðu
sem borin er á borð fyrir hana i stælum blaðanna um
kaupfélög og jafnaðarmennsku, tekjuskatt og einka-
sölur?1)
„Iig vildi heldur vera fátæklingur á þakherbergi,
sem væri fullt af hókum, en konungur, sem hefði enga
ánægju af að Iesa“, segir Macnulny. Þessu er ekki kast-
að fram sem hreystiyrðum — orðin her að skilja bók-
staflega og þau eru sögð í fullri alvöru.
í skóla lásum við þessar hendingar í I. bréfi Hórasnr:
Invidus, iracundus, inei's, vinosus, amator
nemo adeo ferus est, ut non mitescere possit,
si modo culturae paticntem commodet aurem,
— Jiað er útlagt: „Enginn er svo óviðráðanlega öf-
undsjúkui’, reiðigjarn, dáðlaus, drykkfelldur eða ó-
t) Einhverjum kann a<5 virðast sém |)a<5 komi úr liör'ðustu
átt, að pólitískur ritstjóri skuli amast svo injög við stjórn-
máladeilum blaðanna. Eg hefi fyrir tveim árum fyrst lýst þeirri
skoðun minni, að gildi þeirra geti ekki réttlætt það, hvc mikið
rúm þær fylla i dálkum blaða vorra:
„Stjórnmálin eru höfuðumræðuefni blaðanna. Öðruhverju
hirta þau greinar, þar sem mál eru skýrð eða deilt um stefnur
og fyrirbrigði i þjóðlifi voru — en langmesl af pólítískuin mála-
lengingum Jieirra er algerlega einkisvert pex, andlaust og leið-
iniegt....Er nauðsyn á ])ví að skrifa svona mikið um íslenzka
pólitík, er nokkurs gagns eða Jiroska að vænta af Jiessum stöð-
ugu endurtekninguin, Jiessu látlausa þrefi og Jirasi um pólítik,
sem nú fyllir íslenzk blöð? Er óhugsandi að betur mætti verja
rúmi þeirra en til eiiífs og endalauss vaðals, sem ýmist er
margtuggið stagl, persónulcgt níð eða fánýtt og lieimskandi rifr-
ildi um keisarans skegg?" (Vörthtr li). des. 1925).