Fréttablaðið - 06.11.2009, Side 2
2 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Kristín, reið þetta ykkur að
fullu?
„Alla leið.“
Kristín Gígja Sigurðardóttir tók þátt í
kynlífstilraun útvarpsstöðvarins Kanans
ásamt kærasta sínum, Eiríki Birki
Ragnarssyni. Tilraunin heppnaðist framar
vonum og hefur samband þeirra aldrei
veriðið styrkara.
LÖGREGLUMÁL Lögregla í borginni Plattsburgh í New
York-ríki í Bandaríkjunum handtók í gær 42 ára
íslenska konu, Lindu Björk Magnúsdóttur, sem í
fyrrakvöld strauk úr varðhaldi þegar hún beið eftir
því að verða leidd fyrir dómara með því að lauma
sér út um salernisglugga.
Eftir flóttann var lýst eftir Lindu Björk í fjöl-
miðlum í borginni, vegatálmar settir upp og gerð
út sveit lögreglu að leita hennar. Hennar var meðal
annars leitað úr þyrlu. Leitin bar árangur í gær-
morgun og er hún nú í varðhaldi hjá alríkislögregl-
unni FBI.
Linda var upphaflega handtekin við komuna til
Bandaríkjanna fyrir brot sem ekki hefur verið
gefið upp hvers eðlis er. Einhverjir miðlar hafa
hins vegar sagt hana vera ólöglegan innflytjanda í
Bandaríkjunum. Hún var þá á leiðinni yfir landa-
mærin frá Kanada. Þegar átti að færa hana fyrir
dómara strauk hún.
Linda Björk var á sínum tíma forstöðukona í
trúar söfnuði sem hét Frelsið, kristileg miðstöð, og
var starfræktur á árunum 1995 til 2001. - sh
Linda Björk Magnúsdóttir handtekin í Bandaríkjunum eftir flótta og leit:
Íslensk kona flúði út um glugga
LINDA BJÖRK Rak trúarsöfnuð á Íslandi um sex ára skeið.
DANMÖRK „Danska hagstofan
hefur komið af stað mjög niður-
drepandi umræðu vegna talna um
fjölda gjaldþrota og nauðungar-
uppboða,“ segir í frétt danska við-
skiptablaðsins Børsen í gær.
Vitnað er til nýbirtra talna hag-
stofu landsins um að nauðungar-
uppboð í Danmörku hafi ekki
verið fleiri síðan í maí 1995 og
gjaldþrot hafi ekki verið fleiri
frá því að mælingar hófust fyrir
þrjátíu árum, árið 1979.
„Í október urðu 537 gjaldþrot
miðað við 490 í fyrra mánuði,“ er
haft eftir hagstofunni, en aukn-
ingin milli mánaða nemur 9,6
prósentum. Þá voru í mánuðin-
um 423 nauðungaruppboð, átján
prósentum fleiri en í september
þegar þau voru 357. - óká
Metfjöldi danskra gjaldþrota:
Tölurnar sagðar
niðurdrepandi
VIÐ NÝHÖFN Gjaldþrot í Danmörku í
einum mánuði hafa ekki verið fleiri en í
október frá því að mælingar hófust fyrir
þrjátíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings
hefur vísað einu máli til sérstaks
saksóknara eftir athugun á bók-
haldi félagsins. Slitastjórnin hefur
unnið að rannsókn á ráðstöfunum
bankans í aðdraganda hruns með
liðsinni endurskoðunarfyrirtækis-
ins PricewaterhouseCoopers frá
því í ágúst.
Ólafur Þór Hauksson staðfestir
að mál hafi borist frá slitastjórn
en vill ekkert tjá sig frekar um
það. Hann segir þó að þetta sýni
að reglur sem settar voru um upp-
lýsingaskyldu til rannsóknar aðila
beri árangur. Ólafur Garðars son,
formaður slitastjórnarinnar, vill
ekkert tjá sig um málið. - sh
Slitastjórn Kaupþings:
Einu máli vísað
til saksóknara
STJÓRNMÁL „Við ætlum ekki að
breyta þeirri grundvallarhug-
mynd að einkahlutafélög eru
með takmarkaðar ábyrgðir. Það
er grundvöllur hlutafélagaforms-
ins,“ segir Gylfi Magnússon við-
skiptaráðherra.
Áætlað er að skuldir einka-
hlutafélaga nemi hátt í tvö þús-
und milljörðum króna. Haft
hefur verið eftir Gylfa að féð sé
að mestum hluta glatað þar sem
litlar sem engar eignir eru á móti
skuldum.
Ríkisstjórnin undirbýr umfangs-
miklar breytingar á lögum um
hlutafélög og einkahlutafélög.
Gylfi nefndi nokkrar þeirra á
fundi Íslands-
banka um mikil-
vægi fjárfesta í
endurreisn hag-
kerfisins í gær.
Þar á meðal
eru reglur um
æðstu stjórn-
endur fjármála-
fyrirtækja,
hertar reglur
um lán með
veði í hlutabréfunum sjálfum, lán
til tengdra aðila og aukin ábyrgð
endurskoðenda.
Í þeim stjórnarfrumvörpum
sem þegar eru komin til Alþingis
er fjallað um kynjahlutfall í
stjórnum fyrirtækja og þak á
eignarhlut tengdra aðila í skráðu
félagi.
Þá er stefnt að því að leggja
fyrir þingið á næstunni stjórnar-
frumvarp sem þrengir svigrúm
fjármálafyrirtækja til lánveit-
inga, svo sem veitingu á lánum
sem nýta á til kaupa á hlutabréf-
um sömu fjármálafyrirtækja. Þá
er stefnt að því að leggja fyrir
þingið frumvarp um verndun
minnihluta í hlutafélögum og
einkahlutafélögum.
„Þetta eru viðbrögð við því sem
fór úrskeiðis á uppgangstímunum
og á að koma í veg fyrir að slíkt
endurtaki sig,“ segir Gylfi. - jab
Ríkisstjórnin stefnir að umfangsmiklum breytingum á lögum um hlutafélög:
Kemur í veg fyrir aðra óráðsíu
GYLFI MAGNÚSSON
HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir
hvetur fólk með undirliggjandi
sjúkdóma til að panta bólusetn-
ingu gegn svínaflensu sem fyrst.
„Því fleiri sem bólusettir eru,
þeim mun hraðar gengur að
draga úr far-
aldrinum,“
segir Harald-
ur Briem. „Við
erum í kapp-
hlaupi við tím-
ann.“
Alls hafa
nítján manns
lagst inn á
sjúkrahúsið á
Akureyri af
völdum svínaflensu, að sögn Har-
aldar. Í gær voru þrír flensusjúk-
lingar á spítalanum og einn hafði
lent á gjörgæslu. Í gær lágu 29
manns á Landspítalanum af völd-
um flensunnar, þar af átta á gjör-
gæslu. Sex höfðu verið útskrifað-
ir, en tveir nýir bæst við. - jss
Sóttvarnalæknir vill bólusetja:
Í kapphlaupi
við tímann
ALÞINGI Kosið verður til stjórnlaga-
þings samhliða sveitarstjórnar-
kosningum næsta vor, samkvæmt
stjórnarfrumvarpi sem fjár-
málaráðherra hefur lagt fram á
Alþingi. Þingið á að koma saman
í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa
í þremur lotum og ljúka störfum
fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu
sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi,
sem kjósa á persónukosningu.
Samkvæmt frumvarpinu getur
stjórnlagaþing ákveðið að fjalla
um þau atriði sem það sjálft kýs
en frumvarpið tiltekur nokkur
verkefni sérstaklega, og segir í
greinargerð að það séu þeir þætt-
ir stjórnarskrárinnar, sem staðið
hafa lítt breyttir frá árinu 1874.
Þetta eru: Undirstöður íslenskrar
stjórnskipunar og helstu grunn-
hugtök hennar; skipan löggjaf-
arvalds og framkvæmdarvalds
og valdmörk þeirra; hlutverk og
staða forseta Íslands; sjálfstæði
dómstóla og eftirlit dómstóla með
öðrum handhöfum ríkisvalds og
loks ákvæði um kosningar og kjör-
dæmaskipan og lýðræðislega þátt-
töku almennings.
Samkvæmt frumvarpinu á
fyrsta lota stjórnlagaþings að
standa frá 17. júní til 15. júlí 2010.
Næst á þingið að koma saman 4.
október næsta haust og sitja til
5. nóvember. Loks á það að sitja
frá 10. janúar til 16. febrúar 2011.
Þingforseti verður kosinn við
setningarathöfnina úr hópi þing-
fulltrúa.
Milli þinglotanna eiga þrjár
þriggja manna starfsnefndir
stjórnlagaþings að halda áfram
störfum.
Fulltrúar á stjórnlagaþingi
munu fá greidd laun þá daga sem
þingið situr. Launin miðast við
þingfararkaup alþingismanna,
sem er um 520.000 kr á mánuði.
Nefndarformenn, þingforseti,
og meðlimir fastanefnda verða
á fullum launum allt kjörtíma-
bilið. Laun þingforsetans verða
miðuð við laun forseta Alþingis,
sem hefur ráðherralaun. Laun
nefndar formanna við laun nefndar-
formanna á Alþingi, en þeir fá
greitt fimmtán prósenta álag á
þingfararkaup.
Fyrir þriðju og síðustu þinglotu
á forseti stjórnlagaþings að leggja
fram frumvarp til stjórnskipunar-
laga, sem stjórnlagaþingið fjallar
um og samþykkir við tvær
umræður. Að lokinni umfjöllun
stjórnlagaþings fær Alþingi frum-
varpið til meðferðar.
Í frumvarpinu eru ákvæði sem
ætlað er að tryggja jafnrétti kynj-
anna þannig að hlutfall annars
kynsins verði ekki hærra en sex-
tíu prósent þingfulltrúa.
Í kostnaðarmati kemur fram að
heildarkostnaður við stjórnlaga-
þing er áætlaður allt að 392 millj-
ónir króna. peturg@althingi.is
Stjórnlagaþing taki
til starfa 17. júní
Frumvarp til laga um stjórnlagaþing lagt fyrir Alþingi. 25-31 þingfulltrúi verði
kosinn persónubundinni kosningu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
STJÓRNARSKRÁ FRÁ 1874 Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra
Danmerkur, afhenti Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, frumrit stjórnarskrár
Íslendinga frá 1874 þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins árið 2003. Nú
á þjóðkjörið stjórnlagaþing að taka íslensku stjórnarskrána til heildarendurskoðunar,
samkvæmt nýju frumvarpi forsætisráðherra.
BANDARÍKIN, AP Að minnsta kosti
tólf manns lágu í valnum og tugir
særðust þegar tveir vopnaðir
menn hófu skothríð á tveimur
stöðum í herstöð í Fort Hood í
Texas í gær.
Annar byssumaðurinn var
handtekinn, en hinn var ófundinn
í gærkvöldi. Sumir fjölmiðlar
sögðu árásarmennina hafa verið
þrjá. Einnig ríkti óvissa um það
hve margir voru látnir.
Árásarmennirnir voru klædd-
ir í herbúninga. Fyrri skotárásin
var gerð á starfsmannaskrifstofu
í herstöðinni, en hin í leikhúsi.
Mikið álag hefur verið á banda-
rískum hermönnum vegna stríðs-
rekstrar bæði í Írak og Afganist-
an. - gb
Byssumenn í Bandaríkjunum:
Tvær skotárásir
í herstöð í Texas
HARALDUR BRIEM
Jeppi valt í Langadal
Jeppi valt í fljúgandi hálku í Langa-
dal í Húnavatnssýslu um sjöleytið
í gærkvöld. Karl og kona, sem voru
í jeppanum, voru flutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku
Landspítalans í Reykjavík. Óhappið
varð skammt frá bænum Auðólfs-
stöðum, en akstursaðstæður voru
erfiðar á slysstaðnum sakir hálkunnar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS