Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 24

Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 24
24 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breyt- ingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitar stjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóð- endum þess lista sem þeir hyggist kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi. Íhaldsmenn allra flokka ætla sér að kæfa þetta frumvarp. Borgarahreyfingin, Þráinn Bertelsson og Framsókn hafa lýst stuðningi við það. Stalínistarnar í Vinstri grænum horfa með hryllingi til þess að kjósendur þeirra geti sett Árna Þór niður fyrir Álfheiði eða Kolbrúnu upp fyrir Lilju Móses. Uppskipunar nefnd ráði ekki listanum heldur kjósendur. Eins og oft áður er Samfylkingin hulduljós: þar, eins og í Sjálfstæðis- flokknum eru menn svo eigingjarnir og sjálfhverfir að þeir hugsa mest um eigin stól, því næst um valdstjórn flokksins og síðast til umbjóðenda sinna – það gæti hent að niðurröðun kjósenda riðlaði svo hugmyndum ráðandi afla í flokkunum að menn sætu bara uppi með nýtt landslag. Það má ekki gerast, hugsa kontrólfríkin. Vitaskuld er ég lýðræðissinni og allt það, sagði einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Svo eyddi hann löngu máli í að finna þessu fyrirkomulagi, sem er reyndar þrautreynt á Írlandi, allt til foráttu. Tónn þeirra sjálfstæðismanna var allur á einn veg. Þeir vilja ekki breytingar, hvorki í bráð né lengd, Þeir vilja fara sér hægt, fara með gát, sem var reynd- ar í hrópandi mótsögn við það sem Birgir Ármannsson sagði: sjálfstæðis menn hefðu ekki tekið efnislega afstöðu í málinu, enda væri það stjórnarfrumvarp. En hik er efnisleg afstaða. Frumvörpin eru málamiðlun: þau gera ekki ráð fyrir að hægt sé að kjósa þversum á kjörseðlinum, einn maður geti krossað við Þráin, Illuga og Steinunni Valdísi í þessari röð. Lengra vilja menn ekki hætta sér í trausti sínu á lýðræði og kjósendum. Enda hvað þýddi það? Jú, flokkakerfið yrði að laga sig að nýjum aðstæðum, forkólfar í hverju kjördæmi söfnuðu sér fylgi, og ef stigið yrði lengra og landið gert að einu kjördæmi og lýðræðis- hallinn sem er á fjölmennustu byggðum landsins leiðréttur og við stæðum öll jöfn, sætum við uppi með sterka þingmenn með skýr stefnumál. Guð forði okkur frá því. Lýðræði er alltaf tilraun. Hver kosning er tilraun og við sem gerum þessa tilraun erum sjaldnast ánægð með árangurinn þegar upp er staðið. Ef farið yrði alla leið, sem er hægt og fullkomlega lýðræðislegt séð frá sjónarhóli kjósenda, mætti ganga öllu lengra. Og því vilja sitjandi þingmenn forða í lengstu lög. Skrýtið − einu sinni kallaði Sjálfstæðisflokkurinn sig, Fram- sókn og krata „lýðræðisflokkana“. Og nú þegar flokknum gefst tækifæri til að losa sig við mein prófkjöranna, þá er sett í bakkgír og bremsur, menn sitja stífir í sætinu og hrópa: nei, nei, ó, ó, við höfum ekki lengur neina stjórn! Miklir eru menn í ást sinni á lýðræðinu. Þingmenn hikandi: Brýn réttarbót PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur Undanfarið ár hafa framkvæmdir Orkuveitunnar að miklu leyti verið fjármagnaðar með innlendum yfirdráttar- lánum. Vegna þessa hefur fjármagns- kostnaður fyrirtækisins hækkað verulega. Aðrir þættir hafa einnig orðið til að veikja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Skemmst er að minnast þess að OR seldi skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden bréf í HS Orku með minnst 5 milljarða tapi. Snemma á árinu var tekin sú pólitíska ákvörðun að greiða verktökum 800 milljónir umfram samninga og nú krefst borgar- stjóri 2 milljarða í arðgreiðslur af taprekstri fyrirtækisins. En til samanburðar var allur launa- kostnaður OR 4,8 milljarðar á árinu 2008. Þessar misráðnu pólitísku ákvarðanir hafa allar skaðað fjárhagsstöðu OR og aukið líkur á almennum gjaldskrárhækkunum. OR semur nú við Norðurál um verulega hækkun á raforkuverði til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Hækkunin kemur til vegna þess að kostnaður við Hverahlíðarvirkjun var vanmetinn, fjármagns- kostnaður hefur aukist og kostnaðarsamar tafir hafa orðið einkum vegna erfiðleika við fjármögnun verkefnisins. Loks glittir í að lán frá Evrópska fjár- festingabankanum skili sér til OR, en þakka má bréfaskriftum fjármálaráð- herra til bankans, lausn Icesave-deilunnar og endurskoðun AGS fyrir að lánið er nú loks að skila sér. Þrátt fyrir þessi gleðitíð- indi er langt í land með að Hverahlíðar- virkjun og raunar líka Hellisheiðarvirkjun séu fullfjármagnaðar en fyrr verður ekki haldið áfram með Hverahlíðarvirkjun auk þess sem ganga þarf frá bindandi orkusölusamn- ingum áður en lengra er haldið. Ég sé mig tilneydda til að fara yfir þessi við- kvæmu mál hér þar sem ósvífin framganga stjórnar- formanns OR hefur leitt umræðuna á villigötur. Seinkun á virkjunarframkvæmdum OR, óvissa um hvort hægt verði að taka á móti fimm aflvél- um frá Mitsubishi, aukinn kostnaður OR vegna þessa, fyrirliggjandi hækkun á orkuverði og óvissa um álver í Helguvík hefur ekkert með umhverfismat á suðvesturlínu eða aðrar ákvarð- anir ríkistjórnarinnar að gera. Tilraunir stjórnar- formanns OR til að halda öðru fram er ómaklegur blekkingaleikur. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR. Blekkingarleikur stjórnarformanns SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krón- um en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingar- form, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurn- ar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja ein- faldlega heilmikið vesen. Samgöngumáti hinna týndu barna „Já, misstirðu prófið?“ var kunn- ingi undirritaðs spurður um daginn þegar hann upplýsti um að hann tæki strætó í vinnuna. Ímynd strætisvagna er enn sú að þeir séu samgöngumáti fyrir undirmálsfólk og þá sem geta ekki komist ferða á bíl. Valkost- ur fyrir fólk án valkosta. Af þessum ástæðum eru þær oft skipulagðar eins og félagsþjón- usta: menn forðast fargjalda- hækkanir í lengstu lög og skera frekar niður leiðir og ferðatíðni þeirra. En verð í krónum er ekki stóra vandamálið við strætó, enda er strætó mun ódýrari val- kostur jafnvel þótt menn eigi bíl- inn samt. Vandamálið er í hugum fólks oftast tengt hinum gjald- miðlinum: Að taka strætó er ein- faldlega vesen. Bara klink Greiðsluformið er eflaust einn stærsti þröskuldur í aðgengi að þjónustu Strætó, en strætisvagn- ar virðast vera seinasti staður á landinu þar sem hefðbundin greiðslukort eru óvelkomin. Þessu ætti að kippa í lag hið snarasta og til dæmis setja upp posa til reynslu á fjölförnustu leiðunum. En það eru jafnvel til enn einfaldari lausnir. Auðveld- asta leiðin væri til dæmis að fjölga útsölustöðum strætómiða. Í dag er hægt að kaupa strætó- miða á tíu stöðum í Reykjavík. Til samanburðar eru sölustaðir Lottó um 150 talsins. Að sjálf- sögðu á að vera hægt að kaupa strætómiða í hverri sjoppu, á hverri bensínstöð og í hverjum stórmarkaði; helst í stykkjatali. Til hvers að hafa strætóstoppi- stöð fyrir utan BSÍ ef erlendu ferðamennirnir þurfa samt fyrst að tölta upp á Hlemm til að kaupa miða? Það er fáránlegt. Mér er sagt að ástæða fyrir þessari lélegu dreifingu strætó- miða sé sú að Strætó vilji ekki selja þá í umboðssölu. Eigandi söluturns þarf því fyrst að kaupa nokkur spjöld af strætómiðum og síðan vonast til að þeir selj- ist. Flestar aðrar vörur í sölu- turnum eru seldar í umboðssölu þannig að birginn fær ekki greitt fyrr en varan selst. Fljótt á litið verður ekki séð hvað Strætó getur tapað á því að reyna að dreifa vöru sinni til væntanlegra kaupenda með nákvæmlega sama hætti og allir aðrir. Fá börn og fáir unglingar taka strætó. Flestum krökk- um er skutlað, enda eru strætó- samgöngur oft ekki raunhæfur valkostur þegar hverfisvagn- inn er farinn að ganga á klukku- tíma fresti. Eitt af því sem þarf að gera sem fyrst er að bjóða upp á tímabilskort fyrir börn og unglinga. Slíkur valkostur mundi spara foreldrum heilmik- ið vesen. Barnafargjöldin fyrir börn eru auðvitað hræódýr í krónum talið: ein ferð fyrir 10 ára kostar 38 krónur ef keypt er afsláttarspjald, en það að kaupa reglulega ný farmiðaspjöld og fylgjast hvernig á þau gangi, það er vesen. Ef foreldri gæti keypt tímabilskort fyrir barnið fyrir 6 mánuði í senn væri það heild- stæð lausn á ferðavanda barns- ins. Það mundi sparar krónur en það sem er mikilvægara: það mundi spara þeim vesen. Einfaldar lausnir Þegar kemur að almennings- samgöngum hefur því miður oft reynst auðveldara að finna milljónirnar heldur en þúsund- kallana. Margar þeirra aðgerða sem farið hefur verið í hafa þannig reynst mjög dýrar en skilað litlu sem engu. Þannig var fyrir nokkrum árum hundruðum milljónum eytt í rafrænt korta- kerfi sem reyndist því miður handónýtt. Áður en lagt verður af stað í fleiri framtíðarævintýri er ekki úr vegi að prófa lausnir sem kosta lítið sem ekkert en hafa reynst vel í öðrum löndum. Sala strætómiða í öllum sölu- turnum og útgáfa tímabilskorta fyrir börn eru dæmi um slíkar lausnir. Tvö hundruð vesen PAWEL BARTOSZEK Í DAG | Almennings- samgöngur Pólitíkin Sumir stjórnmálamenn eru þeim eiginleikum búnir að geta haldið sig óralangt frá kjarna allra mála sem skipta máli. Björk Vilhelmsdóttir hefur aflað sér upplýsinga um mæt- ingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar á fundi hjá borgarapparatinu. Hún er slök og það vissi Björk. Þess vegna spurði hún. Björk spyr hins vegar ekki um verk Sigmundar Dav- íðs í borgarapparatinu. Það gæti bent til þess að henni finnist þau til fyrirmyndar. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lagt spurn- ingu fyrir samgönguráðherra í þinginu. Hún hljóðar svo: „Hefur ráðherra kannað hvort hér á landi séu uppfylltir Evrópu- staðlar um malbik?“ Þessi fyrirspurn er malbik. Getur Árni Mathiesen er flottur. „Ég get alveg beðist afsökunar á mínum þætti en hann felst líklega helst í því að hafa ekki gengið harðar fram í því að reka ríkissjóð með afgangi og helst hafa hann meiri,“ segir hann í Viðskiptablaðinu í gær. Gott og vel. Ekki er hægt að krefja menn um að telja sig bera aðra ábyrgð en þeim sjálfum finnst. En úr því að þetta er mat Árna þá væri ágætt af honum að biðjast afsök- unar. Það er nefnilega eitt að geta og annað að gera. Góðar kveðjur Gunnari Svavars- syni hefur verið falin formennska í verkefnis- stjórn vegna nýbyggingar Landspítal- ans. Í því felst að sjá um samskipti við þá sem fjármagna verkið og að hafa umsjón með samningum við hönnuði. Gunnar var formaður fjárlaga- nefndar Alþingis síðasta vetur þegar fjárlög þessa árs voru samin og samþykkt. Hallinn á þeim stefnir í að verða 182 milljarðar króna. Gunnar er í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Var reyndar lengi forseti hennar. Tap Hafnarfjarðar á síðasta ári nam rúmum fjórum milljörðum. Skuldir bæjarins, reiknaðar á hvern íbúa, eru rúmlega 1,3 milljónir króna. Landsmeðaltalið er 770 þúsund. Það er von- andi að Gunnari gangi vel með Landspítalann. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.