Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 29
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Maður verður auðvitað þreyttur á
því, eftir að hafa undirbúið matar-
boð í þrjá daga sem inniheldur
flóknar borðskreytingar, silfur-
fægingar, útskorin grasker, flug-
elda og nánast lifandi dúfur flögr-
andi um stofuna, að falla svo í
skuggann af vinkonunni sem mætir
með sósu „from scratch“ og hún fær
allan heiðurinn,“ segir Lára Björg
Björnsdóttir sagnfræðingur.
Lára ákvað því, þar sem hún
kann ekki að elda mat, að ná tökum
á ákveðnu brauði og þróa upp-
skrift þess og segir það hafa tek-
ist vel. „Saga þessa brauðs er löng
og merkileg. Upphaflegu útgáf-
una fann ég í uppskriftabók Nig-
ellu en þá bók fékk ég á því tíma-
bili sem fólk gerði heiðarlegar
tilraunir til að láta mig læra að
elda mat. Nema hvað, sú uppskrift
var af „pigs in a blanket“ þar sem
ostadeigi er rúllað utan um pylsu-
bita. Fyrir nákvæmlega ári síðan
þegar þjóðin fór á hliðina og allir
urðu hræddir við hungursneyð kom
ég heim úr vinnunni og þá gerð-
ist kraftaverkið. Ég breytti upp-
skriftinni í brauð. Ég fór að baka
þetta vikulega og fyllti frystinn
af þessu. Það er magnað hvað fólk
ber mikla virðingu fyrir nýbökuðu
brauði. Allir halda að þetta sé svo
erfitt og flókið. En fyrir mitt brauð
þarf ekki einu sinni hrærivél, bara
gaffla guðs.“ vera@frettabladid.is
Bakar brauð sem stelur
senunni í matarboðum
Lára Björg Björnsdóttir er ekki ein af þeim sem leika sér að því að vippa upp flóknum réttum. Þess
vegna leggur hún meira upp úr því að skreyta matarborðið. Nema þegar kemur að brauðinu hennar.
Lára Björg Björnsdóttir með brauðið góða sem hún hefur bakað síðan hrunið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
375 g hveiti
3 sléttfullar tsk. lyftiduft
1 kúfuð tsk. salt
100 g cheddar-ostur,
rifinn gróft (má nota
parmesan ef vill)
1 egg
3 msk. jurtaolía
100 ml ab-mjólk (eða
250 ml nýmjólk í
staðinn)
smá rifinn parmesan-
ostur
Eggjablanda til pensl-
unar:
½ tsk. salt
1 egg
örlítil mjólk
Fyrst er hveiti, salti,
lyftidufti og rifnum osti
blandað í skál. Í aðra
skál er blandað mjólk,
ab-mjólk, eggjum og
olíu. Svo er þessu öllu
blandað saman í skál
og hrært laust með
gaffli. Bæði má gera
bollur úr þessu eða
brauð. Galdurinn er
að hafa deigið eins
blautt og hægt er
því þá verður
brauðið svo
mjúkt. Eftir
að deigið
er komið á
plötuna er það pensl-
að með eggjablönd-
unni og jafnvel smá
parmesan stráð yfir.
Brauðið er bakað í
20-30 mínútur við 180
gráður á celsius.
CHEDDAR-BRAUÐ
BLÚS- OG DJASSHÁTÍÐ Akraness verður
haldin dagana 6. til 8. nóvember. Hátíðin fer að
mestu fram í Gamla kaupfélaginu og einnig er
dagskrá á kaffihúsinu Skrúðgarðinum á laugardag-
inn. Miðaverð fyrir hvert kvöld er 2.000 krónur en
einnig er hægt að fá helgarpassa á 4.000 krónur.
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Snitzel
samloka
Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð
Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk,
fersku káli og piparrótarsósu
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember
Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.
Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember
Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr.
Aðeins
790 kr.
Auglýsingasími
– Mest lesið