Fréttablaðið - 06.11.2009, Side 75
FÖSTUDAGUR 6. nóvember 2009 51
FÓTBOLTI Sænska knattspyrnu-
sambandið hefur gengið frá ráðn-
ingu Eriks Hamrén sem lands-
liðsþjálfara. Hamrén er einnig
þjálfari Rosenborg og mun áfram
gegna því starfi þar til í ágúst á
næsta ári. Þá mun hann einbeita
sér fyllilega að sænska landslið-
inu.
Hamrén tekur við starfinu af
Lars Lagerbäck sem kom Svíum
á fimm stórmót í röð frá 2000 til
2008. Svíum mistókst hins vegar
að komast á HM í Suður-Afríku á
næsta ári.
Erik Hamrén gerði Rosenborg
að norskum meisturum með stæl
en liðið tapaði aðeins einum leik
allt tímabilið og var í lokin með
þrettán stiga forystu á næsta lið.
Þá gerði hann Álaborg að dönsk-
um meisturum árið 2008. - esá
Svíar ráða landsliðsþjálfara:
Hamrén tekur
við Svíum
HAMRÉN Fagnar hér norska meistaratitl-
inum í síðasta mánuði. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Svo gæti farið að Jose
Bosingwa, leikmaður Chelsea og
portúgalska landsliðsins, þurfi
að gangast undir aðgerð vegna
hnémeiðsla sinna. Bosingwa
hefur verið frá keppni í þrjár
vikur og aðgerð myndi gera það
að verkum að hann yrði frá í fjór-
ar vikur til viðbótar.
Verði það niðurstaðan mun
Bosingwa missa af nokkrum
stórleikjum með Chelsea, gegn
Manchester United, Arsenal og
Manchester City, og einnig af
leikjum Portúgals gegn Bosníu í
umspili um sæti á HM.
Bosingwa sagði sjálfur við
enska fjölmiðla að þetta væri
enn óráðið. „Þetta er undir lækn-
unum komið en ég mun sætta
mig við þá niðurstöðu sem þykir
besta lausnin á vandanum.“ - esá
Jose Bosingwa hjá Chelsea:
Gæti þurft að
fara í aðgerð
JOSE BOSINGWA Hér í leik með Chelsea
í haust. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Bandaríkjamaðurinn Stan
Kroenke á nú 29,9 prósenta hlut í
Arsenal eftir að hann keypti í vik-
unni 200 hlutabréf í félaginu. Sam-
kvæmt breskum lögum myndast
yfirtökuskylda þegar einn aðili
eignast þrjátíu prósenta hlut í
fyrir tæki og yrði þá Kroenke skylt
að gera öðrum hluthöfum Arsenal
tilboð í þeirra hluti.
Kroenke er stærsti einstaki
hluthafinn í Arsenal en Úsbekinn
Alisher Usmanov kemur þar á eftir
með 25 prósenta hlut. Aðrir stórir
hluthafar eru Danny Fiszman og
lafði Bracewell-Smith. Minni hlut-
hafar eiga um þrettán prósenta
hlut í félaginu.
Fáum er ljóst hvað Kroenke
ætlar sér með sinn hlut í Arsenal
enda gengur hann í viðskiptaheim-
inum undir nafninu „þögli Stan“.
Sjálfur hefur hann ekki viljað tjá
sig um sínar fyrirætlanir en hann
hefur á undanförnum árum aukið
hlut sinn í Arsenal jafnt og þétt.
Kostirnir eru tveir. Annars
vegar lítur hann á hlut sinn sem
góða fjárfestingu sem hann getur
selt síðar með gróða. Fordæmi eru
fyrir því. JP McManus og John
Magnier áttu tæplega þrjátíu pró-
senta hlut í Manchester United og
högnuðust svo mjög þegar Glazer-
fjölskyldan keypti félagið.
Hins vegar gæti Kroenke
ákveðið að reyna að eignast félagið
allt. Yfirtaka myndi sennilega
kosta hann um 370 milljónir punda,
um 76 milljarða króna. Samkvæmt
úttekt Forbes um 400 ríkustu
Bandaríkjamennina ætti Kroenke
að hafa efni á því en eignir hans
sagðar um 338 milljarða króna
virði. Að auki er hann kvæntur
inn í hina vellauðugu Walton-fjöl-
skyldu sem á Wal-Mart-verslana-
keðjuna í Bandaríkjunum.
Kroenke hagnaðist á fasteigna-
viðskiptum og á fjölmörg íþrótta-
lið í Bandaríkjunum. Hann á NBA-
liðið Denver Nuggets, hokkíliðið
Colorado Avalanche, knattspyrnu-
liðið Colorado Rapids, lakross liðið
Colorado Mammoth og á 40 pró-
senta hlut í St. Louis Rams sem
leikur í NFL-deildinni. - esá
Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke á nú 29,9 prósenta hlut í Arsenal:
Kroenke nálgast yfirtökuskyldu
STAN KROENKE Á körfuboltalið, knatt-
spyrnulið, hokkílið og stóran hluta í
bandarísku ruðningsliði. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Benni McCarthy, leik-
maður Blackburn í ensku úrvals-
deildinni, hefur verið valinn í
landslið Suður-Afríku á nýjan
leik eftir að hafa verið í kuldan-
um í níu mánuði.
Fyrrverandi landsliðsþjálfari,
Joel Santana, valdi ekki
McCarthy vegna agabrots en nú
er Carlos Alberto Parreira aftur
tekinn við Suður-Afríkumönnum.
Santana tók við af honum þegar
Parreira hætti á sínum tíma.
Það er þó kaldhæðnislegt að
McCarthy er nú í kuldanum hjá
Blackburn og hefur ekki verið
í byrjunarliðinu það sem af er
tímabilinu í Englandi. - esá
Benni McCarthy:
Aftur í landslið
Suður-Afríku