Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 78
54 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Samningar hafa náðst á milli Sögur
útgáfu og spænska bókaforlags-
ins Duomo Ediciones um útgáfu á
Sólkrossi og Hnífi Abrahams eftir
Óttar M. Norðfjörð á spænsku.
„Þetta er mjög öflugur útgefandi,“
segir Tómas Hermannsson hjá
Sögum.
Samningurinn, sem náðist á
bókamessunni í Frankfurt, er ein-
stakur fyrir þær sakir að ekki er
aðeins miðað við útgáfu bókanna
á Spáni, heldur í öllum hinum
spænskumælandi heimi, sem þýðir
útgáfu í allt að tuttugu löndum. Að
sögn Tómasar fær Óttar sjálfur
langmestan peninginn sem felst
í samningnum. „Fyrir höfunda
skiptir þetta rosalegu máli. Það
gerir þeim kleift að lifa á því að
skrifa ef þeir ná því að vera gefnir
út í mörgum löndum. Hvert land er
kannski ekkert rosalegt en þegar
höfundurinn er kominn til nokk-
urra landa fer að vera grundvöllur
fyrir hann að lifa á þessu.“
Fyrirhugað er að Sól kross
komi út á spænsku jólin
2010. Duomo hyggst
leggja mikið í markaðs-
setningu á bókinni því
miklar vonir eru bundnar
við hana, enda eru nor-
rænir krimmahöfundar vinsælir
um þessar mundir. Hnífur Abra-
hams kemur síðan út 2011. Duomo
Ediciones er í eigu ítalska útgáf-
urisans Gruppo editoriale Mauri
Spagnol, sem er meðal þeirra allra
stærstu á Ítalíu, og rekur til að
mynda níu bókaforlög.
Hnífur Abrahams hefur áður
komið út í Hollandi og Sólkross
hefur nú þegar verið seldur
til Þýskalands, Austurríkis
og Sviss. Hér heima hefur
Hnífur Abrahams selst í um
sex þúsund eintökum og Sól-
kross í um þremur þús-
undum. Nýútkomin
bók Óttars nefnist
Paradísarborgin.
- fb
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. æsa, 6. í röð, 8. bók, 9. læsing, 11.
tveir eins, 12. súla, 14. afdrep, 16.
tveir eins, 17. runa, 18. útgerðarstað-
ur, 20. fyrir hönd, 21. skál.
LÓÐRÉTT
1. líkamshluti, 3. tveir eins, 4. hrörn-
un, 5. sigað, 7. kæna, 10. afbrot, 13.
ferskur, 15. innyfla, 16. innilokað
svæði, 19. slá.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. örva, 6. áb, 8. rit, 9. lás,
11. tt, 12. stöng, 14. skýli, 16. kk, 17.
röð, 18. ver, 20. pr, 21. ílát.
LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. rr, 4. vitglöp, 5.
att, 7. bátskel, 10. sök, 13. nýr, 15.
iðra, 16. kví, 19. rá.
„Þetta var alveg geðveikt, í einu
orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn
stórt batterí og það var alveg frá-
bært að fá að taka þátt í þessu,“
segir Svandís Dóra Einarsdóttir
leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra
og Hilmar Guðjónsson, leiklistar-
nemar á fjórða ári í leiklistardeild
LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli
sínum þegar þau lönduðu litlum
hlutverkum í stórmynd rússneska
leikstjórans Aleksandr Sokurov um
Faust. Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá hefur tökuliðið verið hér
á landi í tæpar tvær vikur en það
hélt af landi brott í gærmorgun.
Tökur hafa farið fram víðs vegar
um Suðurlandið og í hrauninu við
Bláa lónið. Þá leikur Sigurður
Skúlason föður Faust í myndinni
eins og komið hefur fram í Frétta-
blaðinu en þær tökur áttu sér stað
í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki
frá Hollywood nýtur hann mikillar
virðingar í hinum alþjóðlega kvik-
myndaheimi og hefur verið settur
á stall með Ingmar Bergman og
Stanley Kubrick.
„Þetta byrjaði allt saman í vor,“
segir Svandís. „Þá voru Eskimo
með opnar prufur fyrir leikara og
ég hitti hann í fyrsta skipti. Þegar
það var síðan hringt í mig aftur þá
hélt ég fyrst að það væri verið að
ráða mig í einhverja auglýsingu,“
segir Svandís en hún lýsir leik-
prufunum sem mjög óhefðbundn-
um, hún hafi setið og spjallað við
leikstjórann. Hún heldur vart vatni
yfir rússneska leikstjóranum sem
hefur fengið orð á sig fyrir að vera
bæði skapstór og sérvitur. „Nei,
hann var það alls ekki, hann var
alltaf að koma og hlýja manni og
það var bara stjanað við mig í hví-
vetna.“ Og þótt tökuliðið hafi að
mestu leyti komið frá Rússlandi og
Tékklandi voru engir tungumála- örðugleikar. Nema kannski helst
fyrir leikstjórann sjálfan. „Það var
þarna frábær túlkur, Aleksandr
leikstýrði og svo heyrði maður
bara aðra rödd frá öðrum stað.“
Svandís hefur að undanförnu
verið að sýna Eftirlitsmanninn
með Nemendaleikhúsinu í leik-
stjórn Stefáns Jónssonar og henni
líst vel á þessa djúpu og harð-
skeyttu leiklistarlaug. „Ég er bæði
hrifin af leikhúsinu og kvikmynd-
unum, þetta er að mörgu leyti
ólíkt en samt svo líkt. Ég bíð bara
spennt eftir að takast á við þetta.“
freyrgigja@frettabladid.is
SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR: FÉKK LEIÐBEININGAR Í GEGNUM TÚLK
Leiklistarnemar fá hlut-
verk í rússneskri stórmynd
Í RÚSSAMYND Svandís Dóra leikur lítið hlutverk í kvikmynd Aleksandr Sokurov um
Faust ásamt bekkjarbróður sínum, Hilmari Guðjónssyni. Sigurður Skúlason leikur föður
Fausts í myndinni en tökulið myndarinnar var hér á landi í tvær vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ Samningar hafa
náðst um að gefa tvær bækur Óttars út í
hinum spænskumælandi heimi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
TÓMAS HERMANNSSON Tómas
er mjög ánægður með
samninginn við
Duomo Ediciones.
„Shakira kveikir hreinlega í dýn-
unni með heitum dansaralegum
náunga og sannar að hún getur
enn þá dansað eins og hún gerði í
myndbandinu við lagið Whenever,
Wherever árið 2001.“ Þetta skrif-
ar Tanner Stransky, blaðamaður
vefútgáfu Entertainment Weekly,
á vefsíðu tímaritsins.
Stransky er yfir sig hrifinn
af nýjasta myndbandi latínu-
bombunnar Shakiru, en eins og
Fréttablaðið greindi frá á þriðju-
dag samdi Katrín Hall, listrænn
stjórnandi Íslenska dansflokks-
ins, umræddan dans. Hann var
augljóslega ekki með allar upplýs-
ingar á hreinu þegar hann skrifaði
umfjöllunina þar sem hann veltir
fyrir sér hver í ósköpunum samdi
dansinn. „Spurningin sem brenn-
ur á mér er; hver samdi dansinn?
Sú sem gerði það gerir svipaða
hluti og voru í gangi í Matrix-
trílógíunni,“ skrifaði Stransky.
Hann virðist síðan hafa komist í
vefútgáfu Fréttablaðsins, þar sem
hann uppfærir umfjöllunina og
segir að það hafi verið afar áhuga-
verð ákvörðun að fá Katrínu Hall
í verkefnið.
Elena Gorgan, lífsstílspenni vef-
ritsins Softpedia, gengur skref-
inu lengra og segir að dansinn sé
sá heitasti sem sést hafi á rúmi.
„Þau eru elskendur og eru að ríf-
ast heiftarlega, en á sama tíma er
mikil ástríða á milli þeirra.“ - afb
Shakiru-dansinn vekur athygli
KATRÍN HALL Vekur athygli fyrir dans
sem hún samdi fyrir Shakiru. MYND/JÓNATAN
Óttar Norðfjörð á spænsku í tuttugu löndum
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Mér finnst veitingastaðurinn
Garðurinn á Klapparstíg vera
bestur. Ég get verið mjög mat-
vönd en mér finnst maturinn
þar alltaf góður.“
Tanya Pollock, tónlistarkona og skipu-
leggjandi Weirdcore-skemmtikvöldanna.
VEITINGASTAÐURINN
er loksins komin á koppinn
SÚPA, FISKUR OG KAFFI
Aðeins 990
Opið 11:30-14:30
Jibbí! Jibbí!
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Ágústs Guðmundssonar
(í Bakkavör).
2 Hilmar Oddsson.
3 Glæpinn (Forbrydelsen).
Kvikmyndagerðar-
menn hljóta að varpa
öndinni léttar því Ari
Kristinsson upplýsir
í viðtali við vefsíðu
norræna kvikmynda-
og sjónvarpssjóðinn
að menningarmála-
ráðherrann Katrín
Jakobsdóttir hafi
viðurkennt í samtali
við hann að niður-
skurður á framlögum
til kvikmyndamiðstöðvar hafi verið
mistök. „Menningarmálaráðherrann
sagði að hún gerði sér grein fyrir
því að fyrirhugaður niðurskurður
væri líklega mistök,“ svo þetta sé
haft orðrétt eftir Ara.
Tvær af skærustu stjörnum leikara-
stéttarinnar um þessar mundir eru
þau Björn Thors og Ilmur
Kristjánsdóttir sem
slegið hafa í gegn
í sjónvarpsþáttum
á Stöð 2, Ilmur í
hlutverki Ástríðar
og Björn sem
Kenneth Máni í
Fangavaktinni. Á
miðvikudags-
kvöldið sátu
þau saman
á Boston á
Laugavegi og
dreyptu á rauðvíni.
Væntanlega er
eitthvað spennandi í pípunum.
Grein verðlaunahöfundarins
Bjarna Bjarnasonar um Einveldi á
bókamarkaði í Morgunblaðinu olli
að vonum miklum titringi í höfuð-
stöðvum Forlagsins í gær. Bjarni
hvetur smærri forleggjara til að fara
í mál við Forlagið með tugmilljóna
skaðabótakröfu í huga. Hann vill
meina að Samkeppniseftirlit hafi
brugðist með öllu þegar Edda og
JPV sameinuðust á sínum tíma
og myndaðist þá markaðsráðandi
staða, að mati Bjarna. Í bókakaffi
Forlagsins í gær var fátt meira rætt
en þessi grein og voru
höfundar þar á einu
máli um að Bjarni
væri að vaða í
villu og svíma með
þessa áskorun sem
væri engum til góðs.
- fgg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI