Vikan - 08.06.1961, Side 31
Sveinn Bjðrnsson hafði & þessum
sömu vikum samið bréf sin til ríkis-
stjórnarinnar og varað við njósnum
Þjóðverja. Bréf sendiherrans voru
dagsett 2., 10. og 28. marz, en sendi-
nefndin kom til Reykjavíkur 20.
Dr. Matthías:
Er viljinn frjáls.
Framhald af bl. 13.
Fregnin um þau málalok, að
Þjóðverjum hefði verið synjað um
flugvallaleyfi, flaug á svipstundu út
um öll lönd. Víða um Norðurálfu
tóku blöðin þetta sem einhverja merk-
ustu fregn þeirra daga. Fluttu þau
tíðindin á forsiðum og létu sum þess
getið, að þetta væri fyrsta landið,
sem segði algert nei við kröfum
Hitlers til landa og til samninga um
fríðindi. Og eftir að styrjöldin var
skollin á, létu enskir hernaðarsér-
fræðingar í ljós, að þessi afstaða Is-
lands hefði haft óútreiknanlega mikla
hernaðarlega þýðingu.
1 annarri grein, sem fjallar um
þessi mál, verður greint að nokkru
frá leynistöðvum dr. Gerlachs og
leyniskeytum, er hann sendi, hand-
töku hans að Túngötu 18, og um
Þjóðverjann Lehrmann, sem fór
huldu höfði um Vestfirði, en var loks
handtekinn í tjaldi sinu vestur I
Patreksfirði.
Lubitil
Sputnik
vélin
Heildsölubirgðir
Ejríkir’Ketibson
Garðarstræti 2.
TRULOFUNARHRINGAR
afgrtiddir samdægurs
H4LLD€B^
Skólavörðustíg 2.
VALDÞVINGUN OG SIÐGÆÐI.
Samt sleppir mannkynið aldrei
trúnni á frelsi viljans. Hún er afl-
gjafinn í allri siðgæðisviðleitni okk-
ar. Það verður heldur aldrei sann-
að, að viljinn sé ekki frjáls. Til þess
liggja ákveðnar rökfræðilegar ástæð-
ur, sem of flókið yrði að rekja hér.
Hins vegar kann einnig að reynast
örðugt að sanna, að viljinn sé frjáls.
Til frjálsræðisins henda þó afar-
sterkar líkur.
En viljinn er e-kki ávailt og að
öllu leyti frjáls. Hann er bundinn
margs konar likamlegum, sálrænum
og samfélagslegum forsendum. En
hann getur verið frjáls, og við og
við hefst vilji hvers manns úr höft-
um og tekur ákvörðun sina frjáls.
Þetta kostar þó áreynslu og sjálfs-
afneitun. Frelsi viljans er ekki eig-
inleiki, sem við værum gædd í eitt
skipti fyrir öll, heldur réttindi og
aðall, sem við þurfum alltaf að á-
vinna okkur að nýju.
Ævi sumra manna líður fram eins
og lækur á sléttri grund. Þeir finna
þá engan mun, hvort þeir eru frjáls-
ir eða þokast áfram í mjúku hafti
vanans. Lífi annarra mætti fremur
likja við jarðskjálfta. Þeim kemur
frelsið til vitundar í einum svip.
Af sviðanum undan ánauðarhlekkj-
unum verður mörgum manni fyrst
ljóst, að eðli hans er frelsi. 'En frels-
isvitundin er það, sem fyrst og
fremst gerir mannlífið þess virði,
að því sé lifað. Og hún stælir við-
nám okkar gegn kúgunaröflunum.
Óbifanleg sannfæring einstaklings-
ins, að hann sé í eðli sínu frjáls,
knýr hann til baráttu gegn undirok-
un, til baráttu fyrir frelsi allra
manna. Því ljósari vitund sem við
höfum um frelsi viljans, þvi virkari
verður andstaða okkar gegn þeim
öflum, sem vilja ræna okkur því.
Og þetta hugarfar er mikilvægt fyr-
ir frelsi og siðgæði mannkynsins í
heild. Verstu glæpir mannkynssög-
unnar, fjöldamorð i útrýmingar-
skyni, væru alls ekki framkvæman-
legir nema af því, að mikill fjöldi
allt of auðsveipra þegna lætur sefj-
ast og kúgast til þeirrar iægstu
þrælkunar að vera morðingi og
böðull gegn vilja sínum.
Drengjabúðir í Reykholti.
Framhald af bls. 25.
fyrir þessa starfsemi í samráði við
Þóri Steinþórsson skólastjóra.
Ætlunin er, að haldin ve.rði þrjú
tíu daga námskeið, tvö vikunám-
skeið og tvö helgarnámskeið fyrir
menn, sem stunda vinnu. Það er
nýbre-ytni, og vilja umsjónarmenn
leggja sérstaka áherzlu á þann þátt
starfseminnar. Þátttakendur á helg-
arnámskeiðunum verða að miklu
leyti frjálsir, en nokktir atriði verða
skipulögð. Á liinum námskeiðunum
verða helmingi fleiri en í fyrra, og
eru allar upplýsingar veittar á
skrifstofu ÍSÍ að Grundarstíg 2.
Svipað fyrirkomulag verður á þess-
um námskeiðum og í fyrra, en að
auki mun einhver góður knatt-
spyrnumaður verða á staðnum og
leiðbeina í knattspyrnu. Ef til vill
verða þar einnig tveir Bretar, og
munu þeir kenna og æfa útileiki.
SuiDArffltAtíxfcfln 1961
1
|!|||||||:
III