Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.06.1961, Qupperneq 37

Vikan - 08.06.1961, Qupperneq 37
Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hve afburðagóður bridge- spilari Sherlock Holmes hefði getað verið vegna hinnar óviðjafnanlegu athyglisgáfu og ályktunarhæfileika. Varla kemur það fyrir í bridge, að gefið sé spil, sem ekki krefst notkun- ar þessara hæfileika. I spilinu hér að ofan skulum við hugsa okkur að Holmes hefði setið I austur og sjá hvernig hann spilar vörnina á spil austurs. Ef ykkur lang- ar til þess að reyna ykkur líka þá skuluð þið breiða yfir spil vesturs og suðurs. Otspil vesturs var spaðakóng- ur og er hann átti slaginn spilaði vest- ur spaðaþristi. Suður lætur spaða- fimm og spaðasjö, svo að það er mjög sennilegt að félagi eigi tvistinn eftir. Það er á þessu stigi, sem þú átt að taka við vörninni. Hvað veizt þú um hendi suðurs? Hvernig ætlar þú að spila til þess að setja spilið niður? Vafalaust verðið þið að fá þriðja slaginn á lauf. „Rétt," hefði Holmes sagt leyndardómsfullur, „og þess vegna spilið þið auðvitað út hjartagosa." Sagnir suðurs gefa til kynna að hann sé með sterk spll. Stökksögn hans í tigli áður en hann segir laufið gefur tilefni til þess að álykta að hann eigi a. m. k. sex tigla en aðeins fjögur lauf. Og þegar tígul- kóngurinn kemur upp I borði getum við verið vissir um að tíguli suðurs er þéttur. Nú er upplýst að suður hefur átt a. m. k. tvo spaða og þá vitum við um öll spil hans nema eitt. Eigi hann einn spaða eftir er sama hverju þú spilar en eigi hann eitt hjarta er þýðingarmikið að taka það af honum strax. Spilir þú hjartagosa sérðu hvað skeður ef þú skoðar spil vesturs og suðurs. Borðið á slaginn og nú getur sagnhafi hent laufi i hjartaás en verður að lokum að gefa vestri slag á laufadrottningu. Nú skulum við athuga hvað skeður ef þið spilið laufi í þriðja slag. Það getur verið að þið setjið spilið niður en ekki ef suður hittir á rétta mögu- leikann. Hann drepur á laufás, tekur síðan trompin í botn og vestur verður að finna þrjú afköst. Hann getur hent einum spaða og einu hjarta en þá á hann báðar drottningarnar valdaðar eftir og getur frá hvorugri hent. Auð- vitað reynir hann að henda frá lauf- drottningunni, þvi að þá verður suður að velja um hvort hann spilar upp á að vestur hafi verið í kastþröng eða svini einfaldlega fyrir drottninguna hjá austri. En það er sennilegt að suður geti rétt til ef hann er verald- arvanur spilari ,ef til vill einungis út af þvl að hann vill frekar vinna spil á kastþröng en einfaldri svín- ingu. ÖKUGGUR ÁRANGUR Með Ilma lyftidufti er árangurinn örugg- ur. Húsmæður sem eru til fyrirmyndar nota Ilma bökunarvörur. i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.