Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 40
40 19. desember 2009 LAUGARDAGUR K ristín Jónsdóttir býr á bænum Hlíð í Lóni, í austustu sveit Aust- ur-Skaftafellssýslu, þar sem hún er með sex hundruð kindur. Hún er því önnum kafin alla daga í fjárhúsunum. Þennan morgun- inn hefur hún hins vegar tekið sér frí til að taka á móti símtali blaða- manns, sem er fullur iðrunar yfir því að trufla hana svona við bús- törfin. „Það er nú allt í lagi svona einu sinni. Ætli ég nái ekki í rest- ina og sjái hvernig bónda mínum gengur að gefa,“ segir hún. Ekki er langt síðan þessi bóndi var ekki hennar, en þó hefur hún elskað hann í meira en tuttugu ár. Við lestur Bréfa til næturinnar verður strax ljóst að bókin geymir engan skáldskap. Ljóðin eru dag- sett, raðað upp í tímaröð og teygja sig yfir tuttugu ára tímabil í lífi Kristínar. „Þegar ég tók ákvörðun um að gefa ljóðin út ákvað ég að setja þau svona upp, svo að hægt sé að lesa bókina eins og sögu,“ segir Kristín um bókina sína. „Þetta er kannski óvenjulegt, þar sem maður les ljóð venjulega eins og konfekt, fær sér einn mola í einu. En ég held að það hafi verið skynsam- legt í þessu tilfelli að setja þetta svona upp.“ Ást í skugga samviskunnar Þráðurinn sem gengur í gegn- um öll ljóðin er ástin. En þetta er engin venjuleg ástarsaga, þar sem stúlka og piltur verða ástfangin, eignast börn og buru og lifa ham- ingjusöm til æviloka. Þegar Krist- ín kynnist ástinni í lífi sínu, seint á níunda áratugnum, er hann bóndi á næsta bæ og á þar sína fjölskyldu. Ástin kviknar í leyni, lifir í skugga samviskubits, sorgar og baktals í nærri tvo áratugi, og hefur áhrif á marga fleiri en elskendurna tvo. Lítur Kristín sjálf á útgáfu ljóð- anna sem uppgjör við þetta tímabil í lífi sínu? „Það var ekki hugsunin þegar ég ákvað að láta slag standa og gefa þetta út. Maður yrkir ekki svona ljóð með það í huga að gefa þau út eftir tíu eða tuttugu ár. Maður yrkir svona fyrir sjálfan sig. En tíminn breytir hlutunum. Þetta gæti virkað eins og ákveðið uppgjör og ég er ekkert ósátt við það uppgjör. Þarna er ég að segja það sem ekki var sagt í fjöldamörg ár og setja punkt. Þetta er mín hlið – okkar hlið.“ Skvaldrað í sveitinni Það má ímynda sér að mikið hafi verið skvaldrað í sveitinni yfir sambandinu, sem gat meðal annars af sér tvö börn áður en elskendurnir tóku formlega saman. „Já, já, þetta var mál mál- anna í fjöldamörg ár, það er ekki hægt að neita því. Það var horft á mann og heyrðist hvíslað: „Já það er þessi, þetta er hún.“ En Það er enginn saklaus í svona málum, eða öðrum. Það eru alltaf tvær og þrjár hliðar. Fólk setur sig oft í dómarasætið en lendir svo jafnvel sjálft í sömu aðstæðum og upplifir þá hlutina öðruvísi.“ Kristín beið mannsins sem hún elskaði í vel á annan áratug. Hversu heit sem ástin er hlýt- ur hún að vera sterk manneskja að halda þetta út, jafnvel þrjósk. „Já, ætli það sé ekki rétt. En ég vitna líka stundum í kvæði eftir Bubba Morthens, um konuna sem gat ekki dottið af því hún hafði engan stað til að detta á. Maður hefur stundum ekki rými til að láta sig detta. Maður verður bara að standa. Og það fer sjálfsagt eftir því hvernig fólk er skapi farið hvernig það þolir það. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að gefast upp, jafnvel þótt hlutirnir líti ekki vel út. Og stundum verð- ur maður að standa með því sem manni finnst vera sannast og rétt- ast í sínu lífi.“ En hvarflaði aldrei að henni að fara og freista gæfunnar annars staðar? „Jú, jú, það hvarflaði sjálf- sagt að mér. En það var of margt sem ég hefði þurft að yfirgefa. Ég hef alltaf verið mikil sveitamann- eskja í mér og tel mér það frek- ar til gildis en hitt. Ég hef alltaf verið tengd skepnunum, jörðinni og sveitastörfunum, svo það var engin óskastaða að hverfa frá því.“ Með lestri ljóðanna dylst þó engum að róðurinn verður þyngri eftir því sem árin líða og vonleys- ið eykst. „Auðvitað var þetta erf- itt, fyrir alla sem að þessu stóðu,“ segir Kristín. „Þegar stríð dregst á langinn verða allir þreyttir. Og eins og í öllum stríðum voru þeir margir sem drógust inn í þetta, beint og óbeint. Bókin er alls ekki hugsuð sem nein réttlæting á minni hlið. Það var enginn öfunds- verður í þessari stöðu.“ Liggur ekki yfir ljóðum Kveðskapur Kristínar er eins fjarri því að vera nútímalegur og hugsast getur. Þótt hún hafi skrifað ljóðin fyrst og fremst fyrir sjálfa sig er hún fegin þeim viðbrögðum sem bókin hefur fengið. Hún segist ekki hafa átt von á þeim, þótt hún hafi gert sér grein fyrir að hún hafi sérstaklega góð tök á form- inu. „Það er eflaust fullt af fólki sem yrkir svona ennþá, en geymir kveðskapinn bara ofan í skúffu hjá sér. Og það eru örugglega margir þarna úti sem finnst að ég hefði átt að hafa þetta áfram ofan í skúffu. En það káfar svo sem ekkert upp á mig. Það hefur ekki verið í tísku að yrkja mikið undir þessum hátt- um og þessu formi. En það er mér bara miklu eðlilegra.“ Hún segist í rauninni ekki kunna neitt í bragfræði. Því er erfitt að trúa, enda renna ljóðin svo ljúflega og áreynslulaust að lesandinn tekur varla eftir því hvað ljóðin eru ort undir föstu formi. „Sumir geta spilað tón- list eftir eyranu, en geta kannski samt ekki lesið nótur. Ætli það sé ekki bara svipað með mig? Þetta er bara eitthvað sem verður til óviljandi. Ég slípa þetta ekki mikið til og ligg ekki yfir ljóð- um. Þegar maður er að yrkja sig út úr tilfinningakrísum er maður ekki að velta fyrir sér praktísk- um hlutum það augnablikið. En ég er auðvitað búin að vera lengi að yrkja og kveðskapurinn hefur þróast í gegnum árin. Svo hef ég haft afskaplega góða leiðbeinend- ur og gagnrýnendur. Í fjöldamörg ár hef ég verið í sambandi við Ragnar Inga Aðalsteinsson, sem hefur einna manna besta þekk- ingu a bragfræði og þvíumlíku. Hann hefur gefið mér ábendingar og góð ráð. Ég held að þessi bók hefði aldrei komið út nema fyrir hans tilstuðlan og áeggjan.“ Hún óttaðist það helst að virka væmin. „Það er ekki eftirsóknar- verð tilfinning fyrir mig að verða væmin. Maður þarf að koma þessu frá sér á einlægari hátt en það. Ég vona að mér hafi tekist það, því mig langar ekki að vera kennd við einhverja sykursæta vellu.“ Of hamingjusöm til að yrkja? Þá liggur auðvitað beinast við að krefja Kristínu um framhald, helst strax í næsta bókaflóði. Þeir lesendur sem hún á eftir að tryggja sér með þessari bók taka það varla í mál að bíða í önnur tut- tugu ár. Henni ætti líka að reyn- ast útgáfan auðveldari en í þetta sinn, en að minnsta kosti tvö for- lög höfnuðu útgáfu bókarinn- ar, áður en Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fékkst til verksins. „Það kom nú kannski ekki á óvart, enda sjá ef til vill fáir útgefend- ur möguleika í að gefa út ljóða- bók eftir óþekkta sveitakonu,“ segir Kristín, sem er ánægð með sinn útgefanda, þótt hann hafi ekki sama bolmagn til auglýs- inga og stóru forlögin. Eiginlega þykir henni það þægilegra. Hún er ekkert viss um að fleiri bækur muni koma út eftir hana. „Þegar ég er spurð að þessu minni ég á að sumir eignast nú bara eitt barn. Og svo stendur nú einhvers staðar skrifað að hamingjusamar konur geti aldrei verið góð skáld.“ Óhamingjan getur af sér góð skáld Bréf til næturinnar heitir fyrsta ljóðabók Kristínar Jónsdóttur, bónda á Hlíð í Lóni. Ljóðin, sem eru einlæg og áreynslulaus, eru á skjön við nútímann og minna helst á kveðskap liðinna alda. Þeim er raðað upp í tímaröð og mynda tregafulla ástarsögu sem teygir sig yfir tvo áratugi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sló á þráðinn til skáldkonunnar og truflaði hana við bústörfin. SKÁLDKONA Frumraun skáldkonunnar Kristínar Jónsdóttur, Bréf til næturinnar, hefur vakið aðdáun gagnrýnenda. Sjálf segist hún lítið kunna fyrir sér í bragfræði en rétt eins og sumir geti spilað tónlist eftir eyranu eigi hún auðvelt með að yrkja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þarna er ég að segja það sem ekki var sagt í fjöldamörg ár og setja punkt. Þetta er mín hlið – okkar hlið. Við hliðið Hálffullt tungl yfir Hornið skein, hrapaði stjarna föl. Heiðríkt og kyrrt en hrím í grasi - haustnæturkylja svöl. Í stað þess að halda heim að sofa höfðum við stundarbið og töluðum saman en ljósin lýstu á lokað túngarðsins hlið. ... Nú skiljum við betur bros hvort annars, baráttu, sigra og töp og látum það okkur engu skipta þó einhverjum sé í nöp við vináttu okkar og í henni sjái ögrun og gruni ljótt - af því að hliðið okkar á milli opnaðist þessa nótt. 27. nóvember 1989 Týnd Týnd er ég sjálf og sundrað allt, samt skal ég leita að þér. Ástin til þín er eins og ljós - ennþá ég logann ver. Týnd er æran, töpuð sál - tunglið í skýjum fer. (Hluti úr ljóði.) 18. desember 1997 Kvöl Vex í augum vonlaust stríð sem verður að heyja Í öskrandi þögn býr ótti og kvöl sem engum má segja Verða að lifa - langa að deyja. 28. maí 2002 Haustmynd Á heyfeng sumars í hvítu plasti haustsól að morgni skín Birkiskógurinn breytir litum blaktir á snúru þvegið lín Þögn segir meira en þúsund orð - þú ert á leið til mín. Ágúst 2005 ➜ BROT ÚR BRÉFUM TIL NÆTURINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.