Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 152

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 152
112 19. desember 2009 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Tíu stig á sautján mín- útum er ekki slæm frammistaða hjá leikmanni í spænsku úrvals- deildinni, einni bestu deild í heimi. Hún fær samt nýtt vægi þegar um er að ræða leikmann að stíga sín fyrstu skref á vellinum eftir að hafa unnið sigur á hrikalegum bak- meiðslum sem sendu hann beint á sjúkrahús og áttu að halda honum frá keppni í fjóra mánuði. Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik með CB Granada um síðustu helgi og samdi þar með nýjan kafla í ævintýralegri endurkomu sinni. „Það var ofboðslega gaman að koma til baka svona snemma. Ekki bara að koma til baka heldur að líða eins og mér líður núna. Mér finnst ég vera sterkur. Ég er með litla verki og miklu minni verki en þeir héldu,“ segir Jón Arnór og ekkert bendir til þess að hann hafi farið af stað of snemma. „Ég er í standi til að spila því ég er búinn að vera það fljótur að koma mér í leik- form. Ég spilaði sautján mín- útur í fyrsta leik og var hvorki þreyttur né fann neitt daginn eftir. Ég hef greinilega komið mörgum á óvart með því að koma svona fljótt til baka,“ segir Jón Arnór. Kærastan hans stoð og stytta Jón þakkar góðum læknum og sjúkraþjálfurum, sem og því góða fólki sem stóð við bakið á honum. „Ég hef aldrei lent í svona svaka- legum meiðslum áður en ég hef verið alltaf frekar jákvæður að eðlisfari og það hjálpaði örugglega heilan helling. Höfuðið var alltaf uppi og ég var alltaf stemmdur á það að koma til baka í desember. Það gekk síðan einhvern veginn eftir,“ segir Jón Arnór en það er þó ein manneskja sem fær mesta hrósið. „Ég er með Lilju kærustu mína með mér úti og hún var mín stoð og stytta í þessu. Við erum það góðir vinir og félagar að það var alltaf voða- lega gaman hjá okkur. Það var líka nóg að gera hjá mér þó svo að ég hafi verið meidd- ur. Ég var alltaf í sjúkraþjálfun og í sundlauginni í endur- hæfingu. Það var því enginn tími í að detta í eitthvert þunglyndi,“ segir Jón Arnór. Jón Arnór var að hefja sitt annað tímabil á Spáni þegar hann meiddist en hann lenti einnig í slæmum meiðsl- um þegar hann hóf að leika með Valencia haustið 2006. „Ég lá þarna á gólfinu og fór að velta því fyrir mér hvort það væru einhver álög á mér á Spáni. Það var bara vitleysa og maður á ekkert að hugsa þannig,“ segir Jón. „Ég er búinn að vera jákvæð- ur alveg síðan þetta gerðist og hef alltaf verið mjög glaður á æfing- um. Það hefur líka gengið vel á æfingunum og mér líður allt öðru- vísi en í Valencia. Ég er miklu þroskaðri og reynd- ari,“ segir Jón Arnór, sem yfirgaf Pamesa Valencia í ársbyrjun 2007 og fór þá aftur til Ítalíu. „Ég hef verið það lengi í þessum bolta að ég veit að ég get staðið mig vel í þessari deild. Þetta er allt spurning um hugar- far og ég er miklu til- búnari að takast á við svona meiðsli en áður,“ segir Jón og fjölskylduvænt umhverfi í Gran- ada hefur hjálp- að til. Hafa sýnt honum þolin- mæði „Klúbbur- i n n hefu r s ý nt mér þolinmæði og ég fékk allt önnur skilaboð en ég fékk frá Valencia. Þá var bara pressa á mér að koma til baka. Ég kom þá til baka og meiddist síðan strax aftur, sem var alveg hrikalegt,“ segir Jón Arnór. Það gengur samt ekki vel hjá Granada-liðinu, sem hefur aðeins unnið fjóra af tólf leikjum sínum og situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar. „Það er ekkert rosalega gaman að vera að tapa leikjum en það er hlutur sem ég þarf að læra. Ég er vanur því að vera alltaf í sigurliði og það er svolítið skrítið að lenda í þessari aðstöðu núna að vera í tapliðinu. Við erum samt með ágætis hóp og það vantar bara aðeins upp á hjá okkur. Ég held að menn séu að vakna til lífsins. Liðið vantar smá breidd og smá reynslu. Ég held að ég geti veitt því þessa tvo hluti,“ segir Jón. Góð samvinna við Finnann Jón Arnór er ánægður með sam- vinnuna Finnans Teemu Rannikko en þeir komu báðir inn af bekkn- um í leiknum á móti Estudiantes um síðustu helgi. „Við lendum fjórtán til sextán stigum undir í byrjun. Ég fæ loks- ins að koma inn á í öðrum leik- hluta og við náum þeim strax og það munar aðeins tveimur stig- um í hálfeik. Þá byrjar hann aftur með byrjunarliðið inn á og við lendum aftur fjórtán stigum undir. Við Rannikko komum inn á aftur og við náum þeim aftur en það var ekki nóg,“ segir Jón en samvinna þeirra kom ekki bara í ljós í leiknum heldur einnig á æfingum. „V i ð T e e m u Rannikko erum alltaf saman á æfingum og þá erum við að rúlla hinum upp. Það þarf því kannski að fara að breyta h lutunum. Við þessir reynslumeiri leikmenn þurfum kannski að funda með þjálfaranum og láta aðeins heyra í okkur,“ segir Jón Arnór og bætir við: Ekki lengur einhver stráklingur „Ég er ekki lengur einhver stráklingur. Ég er orðinn reynd- ur og sérstaklega í þessu liði. Ég þarf að taka meira að mér leið- togahlutverk,“ segir Jón en fram undan er mikilvægur leikur við Lagun. „Þetta er heimaleikur og lið sem við eigum að vinna. Þetta er leikur sem við bara verðum að vinna. Við erum vel stemmdir og vonandi fær maður að spila eitt- hvað meira,“ segir Jón Arnór að lokum. ooj@frettabladid.is Miklu þroskaðri og reyndari núna Jón Arnór Stefánsson vann einn af stórum sigrunum á glæsilegum ferli sínum í desembermánuði og það þrátt fyrir að vinna ekki titil eða vinna leik. Jón Arnór kom nefnilega öllum á óvörum í Granada með því að snúa aftur eftir mjög slæm bakmeiðsli tveimur mánuðum á undan áætlun. ÁRIÐ BYRJ- AÐI HJÁ KR Jón Arnór Stefáns- son lék með þrem- ur félögum í þremur löndum á árinu 2009. Fyrst KR, þá ítalska liðinu Benetton Treviso og svo að lokum með spænska liðinu CB Granada. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TVEIMUR MÁNUÐUM Á UNDAN ÁÆTLUN 1. október Jón Arnór lendur mjög illa og brákar fjóra hryggjarliði í æfingaleik gegn Khimki frá Rússlandi. Hann er fluttur á sjúkrahús en sleppur við að fara í aðgerð. Liðið býst við að Jón verði frá fram í janúar. 29. nóvember Jón Arnór fer í stórt próf í tengslum við keppnisferð CB Granada til Real Madr- id. Stenst prófið og fær að æfa með liðinu í vikunni á eftir. 12. desember Spilar sinn fyrsta leik með CB Granada þegar liðið tapar 77-65 fyrir Estudiant- es. Spilar í 16 mínútur og 42 sekúndur, skorar 10 stig, setur niður þrjá þrista og tekur þrjú fráköst. HANDBOLTI Rússland og Frakkland munu spila til úrslita á HM í handbolta kvenna sem lýkur í Kína um helgina. Stelpurnar hans Þóris Hergeirs- sonar í norska landsliðinu töpuðu 20-28 í undanúrslitaleiknum sínum á móti Rússlandi og mæta Spáni í leiknum um þriðja sætið á sunnudaginn. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan HM 2005 þar sem norska kvennalandsliðið spilar ekki til úrslita. Norska liðið byrjaði vel í leikn- um og var meðal annars 11-8 yfir um miðjan hálfleikinn. Rússar sneru þá leiknum sér í hag; skor- uðu átta mörk í röð og náðu fimm marka forystu fyrir hálfleik, 17- 12. Sigur Rússa var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik. Frakkar unnu 27-23 sigur á Spáni í hinum undanúrslitaleiknum. - óój Norsku stelpurnar hans Þóris: Spila um brons- ið á HM í Kína MISSTU AF ÚRSLITALEIKNUM Þórir Her- geirsson á bekknum. MYND/AFP FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son hefur ekki enn skrifað undir samning við Reading en hann hefur verið fullvissað- ur um að það verði gert strax á mánudaginn. Gunnar fór utan á mánudaginn og fór þá í læknis- skoðun. Síðan þá hefur félagið hins vegar rekið knattspyrnu- stjórann og því hefur málið tafist. „Þetta eru í raun þrír samn- ingar sem þarf að útbúa og þetta tekur því allt sinn tíma,“ sagði Gunnar Heiðar en hann er á mála hjá Esbjerg í Danmörku sem hefur samþykkt að lána hann til Reading til loka leiktíðar. „Ég er bara rólegur og hef verið duglegur að æfa. Það verð- ur gengið frá þessu á mánudag- inn og þá byrja ég að æfa með liðinu. Síðan er æfingaleikur við Tottenham á þriðjudaginn.“ - esá Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Bíður enn eftir að klára skiptin AÐ SEMJA VIÐ READING Gunnar Heiðar Þorvaldsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.