Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 124
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
Nú í vikunni var trúarhópur með sér-stakan áhuga á kynlífi til umfjöllun-
ar í fjölmiðlum. Einn fulltrúi Siðmenntar
sagði hópinn „hvert annað költ“. Ummæl-
in endurspegla ákveðna vanþekkingu á
hugtakinu „költ“. Í umræðunni virðist það
aðeins hafa neikvæða merkingu og vera
notað um hvaða sértrúarhóp sem er, fyrir-
bæri sem réttara væri að nefna „sect“.
ÞEIR sem einkum henda költ-hugtakið á
lofti í þessari populísku æsiblaðamerkingu
eru fyrst og fremst ýmsir „antí-költískir“
hópar, jafnan drifnir áfram af trúar- eða
vantrúarofstæki. Það fyndna er að þess-
ir hópar hafa einmitt sjálfir öll helstu
einkenni „secta“. Þar má nefna ósveigj-
anlega hugmyndafræði og neikvæða
afstöðu til umheimsins. Þeir sem aðhyll-
ast aðrar skoðanir hafa einfaldlega rangt
fyrir sér og eiga ekkert erindi inn í
hópinn. Ekkert svigrúm er fyrir
ólíkar eða frjálslegar túlkanir
á sannleikanum sem
hópurinn aðhyllist.
Í seinni tíð hefur þótt væn-
legast að skilgreina trú
út frá viðfangsefni sínu,
hinstu rökum tilverunnar.
Þannig er trú hvert það
hugmyndakerfi sem býður
svör við spurningum, sem
eðli sínu samkvæmt verður ekki svarað á
óyggjandi hátt með aðferðum vísindanna.
Það að spurningunni er svarað skilgrein-
ir trúna, ekki það hvort svarið er já eða
nei. Trú þarf því ekki að beinast að veru-
fræðilegu fyrirbæri eins og hinum gyðing-
kristna og íslamska guði. Slík skilgreining
næði ekki yfir búddisma eða önnur guðlaus
trúarbrögð.
Í akademískri félagsfræði hefur hugtakið
„költ“ mun opnari merkingu og varla trú-
arlega. Költi má líkja við hlaðborð hug-
mynda um andleg efni, sem gjarnan kunna
þó að eiga sér trúarlegar rætur, þ.e. veita
svör við hinum hinstu spurningum. Af
þessu hlaðborði velur síðan hver einstakl-
ingur fyrir sig á sínum eigin (költísku)
forsendum það sem hentar honum, án þess
að því fylgi afdráttarlaus hollusta við eða
óbilandi trú á eina lífsskoðun umfram aðra.
ÞANNIG mætti t.d. tala um jóga-költ. Þá
er átt við að fjöldi fólks af öllum trúar-
brögðum og engum iðkar jóga sér til and-
legrar og líkamlegrar heilsubótar og það
nær ekkert lengra, þótt hugmyndafræði
jóga byggi á hindúískum mannskilningi
og heimsmynd. Sömuleiðis mætti tala um
nýaldarköltið sem naut vinsælda á síðasta
áratug, hippaköltið sem átti sitt blómaskeið
nokkru fyrr og, já, líka siðmenntarköltið
sem um þessar mundir virðist vera í blóma.
Költ
10. HVER
VINNUR!
SMS
LEIKUR!
SJÁÐU MYNDINASPILAÐU LEIKINN
SENDU SMS SKEYTIÐ EST AVA
Á NÚMERIÐ 1900!
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER
LG VIEWTY SÍMI + 4 MIÐAR Á AVATAR + TÖLVULEIKURINN
AUKAVINNINGAR: MIÐAR Á AVATAR · DVD MYNDIR · AVATAR TÖLVULEIKIR · FULLT AF GOSI OG MARGT FLEIRA
K O M I N Í B Í Ó
W W W . S E N A . I S / A V A T A R
N Ý R K A F L I Í K V I K M Y N D A S Ö G U N N I !
S T Ó R M Y N D E F T I R L E I K S T J Ó R A T I T A N I C
J A M E S C A M E R O N
88 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Veistu hvað, ég fékk
mér sopa úr því í
morgun og þá var allt
í lagi með það!
Markahæsti
leikmaðurinn
í 2.deild á
árunum 1901 til
1902 hét Chippy
Simmons.
Var ég
að spyrja
um það?
Ég hélt
kannski
að þú
vildir
vita
það.
Ef ég hefði
minnsta áhuga
á þessari
geðveiku
þráhyggju
þinni þá myndi
höfuðið mitt
springa.
Hann spilaði
með West
Brom.
Þegiðu! 23 mörk.
Palli, ég hef fundið
áhugamál sem ég og
þú getum átt saman:
Myndaalbúm!
Ég keypti sérstök
skæri, lím, litaðan
pappír og horn til að
festa myndirnar í og
litla sæta límmiða!
Vá, hvað ég hlakka
til að sökkva mér
ofan í endurminn-
ingarnar!
Og ég sem
var að
vonast til
að gleyma
þeim sem
fyrst!
Nei sko,
peningur!
Hvað er svona
merkilegt við
smápening?
Veistu
ekki neitt!
Hann
færir þér
lukku!