Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 24
24 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
COCA COLA - 33 CL
69
www.europris.is
PIPARKÖKUR
299
KERTI - 10 Í PK
599
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Fjármálaráðherra tókst nú í vikunni að draga skýrar markalínur varðandi tvær mjög áleitnar siðferðilegar
spurningar er tengjast endurreisn
efnahagslífsins og vafist hafa fyrir
fólki. Það sem meira er: Stjórnar-
andstöðuflokkarnir tveir hafa ekki
gert athugasemdir við niðurstöðu
ráðherrans.
Fyrri spurningin lýtur að laun-
um bankamanna. Ofurlaun margra
þeirra hafa verið talin merki um
siðferðilegan brest. Skattgreiðend-
ur hafa nú keypt Landsbankann.
Samtímis hefur fjármálaráðherra
heimilað stjórnendum hans að inn-
leiða kaupaukakerfi að nýju. Það er
skýrt svar við áleitinni siðferðis-
spurningu.
Ástæðulaust er að ætla að nýja
kerfið verði jafn galið og hitt sem
ríkti fyrir hrun. Í gamla kerfinu
fengu menn því meiri umbun sem
þeir gátu blásið út meiri eignafroðu.
Rekstrarárangur skipti litlu eða
engu máli. Ef
til vill fólst sið-
ferðisbresturinn
einkum í aðferð-
inni við umbun-
ina. Vandamál-
ið er reyndar
gamalt í hett-
unni. Á átjándu
öld umbunaði
hollenska Aust-
ur-Asíufélagið
starfsmönnum sínum eftir því sem
efnahagsreikningurinn stækkaði.
Breska félagið sem rekið var með
hliðstæðu nafni og í sama tilgangi
notaði hins vegar hreinan hagnað
til kaupaukaviðmiðunar. Því fyrra
vegnaði betur í fyrstu. Það síðara
hafði lengra úthald.
Seinni spurningin lýtur að því
hvort og eftir atvikum hvernig þeir
sem mest fór fyrir í útrásinni megi
halda áfram þátttöku í íslensku
atvinnulífi. Sumir hafa viljað banna
þátttöku þeirra með öllu. Aðrir hafa
til að mynda viljað takmarka banka-
þjónustu við þá. Enn aðrir hafa ekki
talið spurninguna gilda.
Nú hefur fjármálaráðherra sam-
þykkt tillögu iðnaðarráðherra um að
veita megi sérstakar skattaívilnanir
til fyrirtækis sem að stórum hluta
er í eigu eins þeirra sem ábyrgð ber
á Icesave-málinu og þeim þungu
byrðum sem leggjast á skattborg-
arana af þeim sökum. Hér er líka
veitt afgerandi og skýrt svar við
siðferðilegu álitaefni.
Ætli menn að víkja sér undan að
svara spurningum af þessu tagi
og koma sér hjá að draga glöggar
markalínur er hætt við að þeir kom-
ist ekki úr sporunum við endur-
reisnina. Ugglaust verða ekki allir
á einu máli um niðurstöðuna. Þau
efnahagslegu rök sem ráðherrarn-
ir færa fram sýnast hvað sem öðru
líður vera álíka þung á metaskálun-
um og siðferðilegu mótrökin. Flest
bendir því til að þessar ákvarðanir
séu í ásættanlegu jafnvægi.
Svör um siðferðileg álitamál
Þau svör sem fjármálaráð-herra hefur nú gefið er fróð-legt að meta út frá fleiri en einni pólitískri hlið. For-
dæmisgildið er ein þeirra.
Ekki er loku fyrir það skotið að
kaupaukakerfi í endurreistum ríkis-
banka geti valdið erfiðum saman-
burði annars staðar í ríkiskerfinu
þar sem nauðsynlegt hefur verið að
hagræða með lækkun launakostnað-
ar. Fyrirfram er ekki ástæða til að
ætla að fjármálaráðherra gefist upp
fyrir hefðbundnum samanburðar-
rökum á þessu sviði en þau geta gert
honum varnarbaráttuna erfiðari.
Eitt fyrirtæki í eigu útrásar-
víkings hefur nú fengið skatta-
ívilnanir. Fordæmisgildið felst í því
að við svo búið sýnist þeirri spurn-
ingu vera svarað hvort fyrirtæki í
þeirra eigu eigi almennt að njóta
hliðstæðrar bankafyrirgreiðslu og
gengur og gerist í bankaviðskiptum.
Þær háværu deilur sem staðið hafa
um þau efni gætu þar með fjarað út
að því gefnu að siðferðisviðmiðin
séu almenn en ekki sértæk.
Af viðbrögðum má ætla að ráð-
herra úr röðum Sjálfstæðisflokks-
ins hefði tekið svipaðar ákvarðanir.
Það er hins vegar önnur pólitísk hlið
að sennilega hefði hann átt í vök að
verjast eða jafnvel alls ekki kom-
ist upp með þær í ljósi þess sem á
undan er gengið. Öllu hefði þá verið
snúið á hvolf. Aðeins hefðu verið sett
lóð á siðferðilegu vogarskálarnar en
ekki þær efnahagslegu.
Ekki þarf mikla hugmyndaauðgi
til að ætla að núverandi heilbrigðis-
ráðherra hefði talið það þjóna rétt-
látum málstað í stjórnarandstöðu að
stýra mótmælum með þeim kröfum
að heilbrigðisstéttir ættu tilkall til
sömu umbunar og bankamenn. Þjón-
usta þeirra hefði við þær aðstæður
verið talin jafngilda níutíu milljarða
króna virðisauka í banka.
Nú eru rokkarnir þagnaðir. Sú
pólitíska hlið málsins sýnir að frá
ákveðnu sjónarhorni getur verið
kostur að hafa VG við ríkisstjórnar-
borðið.
Pólitísku hliðarnar
Við ríkisstjórnarborðið hefur VG viðurkennt mikil vægi gamalla íhalds-úrræða eins og aðhalds-
aðgerða í ríkisfjármálum. Ýmsir
forystumenn ríkisstjórnar flokkanna
sýnast á hinn bóginn vera reikulli í
rásinni gagnvart sveitarsjóðunum
en ríkissjóði.
Augljóst er að ríkisstjórnar-
flokkarnir hafa ekki sama skilning
á aðhaldi í opinberum rekstri sveitar-
félaga þar sem þeir sjálfir eru í
minnihluta. Það sést meðal annars á
málflutningi þeirra í Reykjavík þar
sem mestir hagsmunir eru í húfi.
Öllu alvarlegra er þó að ríkis-
stjórnin sjálf lætur sjónarmið
hagsmunahópa ráða afstöðu sinni
þar sem andstaða þeirra snýr
að sparnaðar aðgerðum sveitar-
félaganna. Þegar kemur að óskum
sveitar félaganna um sparnað í
skólamálum bregður ríkisstjórnin
þannig fyrir sig gömlu rökræðunni
úr stjórnarandstöðu.
Slík ósamkvæmni getur bent til
að völdin skipti meir en árangurinn.
Hún getur líka átt sér skýringu í
einhvers konar pólitískri samvisku-
veiki í baklandi ríkisstjórnarflokk-
anna. Sé svo er stjórnin veikari en
þingstyrkurinn segir til um.
Ósamkvæmni er veikleikamerki
V
onlítil staða Álftaness frammi fyrir fjallháum skuld-
um hefur beint athyglinni að almennt bágbornu ástandi
minni sveitarfélaga í landinu.
Þegar sveitarfélag fær meira en 50 prósent sinna
tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er augsýnilega eitt-
hvað mikið bogið við forsendurnar sem menn gefa sér að baki því
að viðhalda áfram slíkri rekstrareiningu. Alltof mörg sveitarfélög
eru í þeim sporum að vera upp á sjóðinn komin á þennan hátt.
Sjálfsagt leiða tiltölulega fáir útsvarsgreiðendur í þéttbýli að því
hugann að töluverður hluti af útsvarinu þeirra rennur ekki til þess
bæjarfélags sem þeir búa í, heldur til minni sveitarfélaga. Útsvar
þéttbýlisbúanna er þannig notað til að niðurgreiða með beinum
hætti þjónustu annars staðar, í stað þess að greiðslan sé nýtt í þágu
þeirra sem reiða hana af hendi.
Á þessu ári greiddu Reykvíkingar til dæmis ríflega 2,4 milljarða
í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til að setja þá tölu í samhengi þá var
gert ráð fyrir um 2,3 milljarða króna sparnaði í endurskoðaðri
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár.
Það þýðir aftur að ef Reykvíkingar hefðu haft útsvarið fyrir
sig, þá hefðu þeir ekki þurft að skera neitt niður, en samt átt 100
milljónir króna eftir ef enginn hefði verið Jöfnunarsjóðurinn.
Auðvitað er hér dregin upp mjög einfölduð mynd, en hún segir
samt margt um hvernig álögunum er skipt.
Sveitarfélög í landinu eru nú 77 talsins. Þar af eru 30 með færri
en 500 íbúa og 15 með 500 til 1.000 íbúa. Ekki þarf að fara mörgum
orðum um að þessi minni sveitarfélög eru fæst sjálfbær, tölurnar
tala sínu máli.
Í sumar samþykkti ríkisstjórnin verkáætlun sem fékk nafnið
20/20 – Sóknaráætlun fyrir Ísland og á að vera liður í efnahagslegri
endurreisn þjóðarinnar, eins og þar segir.
Fulltrúar Sóknaráætlunarinnar gerðu víðreist í haust og ræddu
meðal annars löngu tímabæra hugmynd um róttæka fækkun
sveitarfélaga, úr 77 í 17. Ef þessi tillaga verður að veruleika, verða
Vestfirðir til dæmis eitt sveitarfélag og höfuðborgarsvæðið tvö til
þrjú, í stað þeirra sjö sem eru þar nú.
Þessar breytingar hanga að sjálfsögðu saman við endurskipu-
lagningu á opinberri þjónustu og hvernig verkaskiptingunni milli
ríkis og sveitarfélaganna er háttað. Hluti af því er að tryggja að
sveitarfélögin verði nægilega burðug til að standa undir þeim
verkefnum sem þeim er ætlað. Nokkuð hefur skort á þá hlið mála
undanfarin ár.
Hugmyndin að baki Sóknaráætluninni er að hún sé þverpólitískt
verkefni, unnið með þátttöku allra stjórnmálaflokka í nánu samráði
við sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins.
Það er mikið þjóðþrifamál að sú samstaða náist. Í raun er mark-
mið verkefnisins þannig vaxið að óþarfi á að vera að óttast annað,
en reynsla undanfarinna mánaða gefur þó því miður fullt tilefni
til svartsýni.
Þörf er á þverpólitískri samstöðu.
Róttæk fækkun
sveitarfélaga
JÓN KALDAL SKRIFAR