Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 6
6 19. desember 2009 LAUGARDAGUR BRUNI Talsverðar skemmdir urðu á báðum íbúðum í tvíbýlishúsi í Vestmannaeyjum aðfaranótt föstu- dags eftir að húsráðandi í kjallara sofnaði út frá eldamennsku. Kona sem býr á efri hæðinni vaknaði klukkan fjögur um nóttina við reykjarlykt og kom íbúanum í kjallaranum til bjargar. Erfið- lega gekk að vekja hann, en þau voru komin út þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Þegar slökkvilið kom að var eng- inn eldur í húsinu, sem er þriggja hæða timburhús, en reykræsta þurfti báðar íbúðir. - bj Sofnaði út frá eldamennsku: Talsvert tjón af völdum reyks REYKUR Íbúi á efri hæð vaknaði við reykjarlykt og gat komið húsráðanda í kjallaranum út. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FÆREYJAR Hjálparstofnanir í Fær- eyjum segja að þörf Færeyinga á aðstoð fyrir jólahátíðina sé meiri í ár en í fyrra. Harðara sé í ári hjá fleiri fjöl- skyldum, en sér í lagi hjá einstæð- um mæðrum. Fjórðungi fleiri fá pakka frá Hjálpinni, segir Leif Erik Nicklasen við Sósíalinn. Alls 170 fjölskyldur. Frá SMS-verslunarmiðstöðinni, sem er að hluta til í eigu Íslend- inga, fóru 133 fjölskyldur með mat- arpakka eða gjafakort í ár, en SMS gaf ekki fátækum í fyrra. - kóþ Kreppan kemur víða við: Færeyingar fá meiri jólahjálp EFNAHAGSMÁL Bætt hefur verið inn möguleika á að fletta upp kennitölum til að kanna hvort þær hafi verið skráðar á vefsíðu InDefence-hópsins. Þar stendur yfir undirskrifta- söfnun þar sem skorað er á for- seta Íslands að synja lögum um Icesave staðfestingar þegar Alþingi hafi samþykkt lögin. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé hægt að fletta upp eigin kennitölu til að kanna hvort hún hafi verið ranglega skráð. Tæplega 34.500 höfðu skrifað undir áskorunina á vef InDefence um miðjan dag í gær. - bj Breyting á söfnun InDefence: Hægt að fletta upp kennitölu LÖGREGLUMÁL Rannsókn Fjármála- eftirlitsins (FME) á meintum inn- herjasvikum Baldurs Guðlaugsson- ar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, einskorðað- ist í upphafi við atburði í september í fyrra. Við endurupptöku málsins síðasta sumar, í kjölfar ábendinga, beindist rannsóknin að atburðum sem gerst höfðu fyrir september. Þetta skýrir hvers vegna fund- argerðir samráðshóps Seðlabank- ans um fjármálastöðugleika frá því sumarið 2008, sem síðan hafa reynst innihalda mikilvægar upp- lýsingar, voru ekki skoðaðar áður en fyrri rannsókn var hætt. Þetta segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fundargerðirnar hefðu ekki verið teknar til athugunar í fyrri rann- sókn þrátt fyrir að Jónas Fr. Jóns- son, sem var forstjóri FME, hefði setið í samráðshópnum. Ábending sem barst í sumar um efnisatriði í fundargerðunum varð til þess að FME hóf rannsókn málsins á ný. Gunnar segir að rannsóknin hafi þá verið víkkuð út og ákveðið verið að taka lengra tímabil til skoðun- ar, sem síðan hafi leitt til þess að sérstakur saksóknari rannsaki nú málið. Gunnar vildi í samtali við Frétta- blaðið í gær ekki leggja mat á það hvort Jónas hefði átt að láta víkka út rannsóknina þegar í upphafi í ljósi þeirra upplýsinga sem hann bjó yfir eftir setuna í samráðs- hópnum. Gunnar segist ekki vilja fara í „díalóg við fyrrverandi for- stjóra um málið fram og til baka“. Þó væri hefðbundið að frumrann- sókn á meintum innherjasvikum tæki fyrst og fremst til daganna í kringum meint brot. Í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér vegna fréttar blaðsins í gær sagði hann að þegar hann hefði látið af störfum forstjóra FME hefði rannsóknin á máli Baldurs ekki verið komin á það stig að vera á borði forstjóra. Fundargerðir sam- ráðshópsins hefðu verið í skjalaskrá FME og hann hefði bent rannsak- endum á að kynna sér efni þeirra. Fullyrðing Jónasar um fundar- gerðirnar stangast á við það sem kom fram í máli Björns Þorvalds- sonar saksóknara við málflutning í héraðsdómi í vikunni. Þar sagði Björn, að því er segir í Viðskipta- blaðinu, að FME hefði þangað til nú í sumar ekki haft aðgang að fund- argerðunum. Ekki hafa fengist skýringar á þessu misræmi. Fréttablaðið sendi Jónasi fyrirspurnir um málið í gær en fékk ekki svar. stigur@frettabladid.is Fyrri rannsókn FME bundin við haustið Fundir sem fram fóru sumarið 2008 voru ekki skoðaðir í fyrri rannsókn FME á máli Baldurs Guðlaugssonar vegna þess að rannsóknin einskorðaðist við atburði í september. Málið var aldrei á borði forstjóra í minni tíð, segir Jónas Fr. Jónsson. BALDUR GUÐLAUGSSONGUNNAR Þ. ANDERSEN „Þegar undirritaður lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra. Fundargerðir svo- nefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum. Jafn- framt benti undirritaður rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins. Það er annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem átti sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að ég vék úr starfi, og lauk þá án frekari aðgerða.“ YFIRLÝSING JÓNASAR FR. JÓNSSONAR JÓNAS FR. JÓNSSON STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin staðfesti í gær samning um stofnun sendi- nefndar Evrópusambandsins á Íslandi. Í samningnum er fjallað um lögformlega stöðu sendinefndar- innar og margvíslegar heimild- ir hennar. Þá er kveðið á um að hún skuli njóta þeirra réttinda, forréttinda og friðhelgi, og vera bundin af þeim skyldum, sem Vínarsamningurinn um stjórn- málasamband kveður á um. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er stefnt að því að tólf starfsmenn verði á skrifstofu sendinefndar ESB á Íslandi. Að líkindum verða sjö þeirra fast- ráðnir starfsmenn sambandsins í Brussel en fimm verða ráðnir á Íslandi. Leitað er að húsnæði fyrir nefndina, sem helst vill vera í miðborg Reykjavíkur, nærri helstu stjórnsýslubyggingum. Nefndin tekur til starfa á Íslandi í byrjun nýs árs. Yfir- maður hennar og sendiherra Evrópusambandsins verður Timo Summa, sem verið hefur starfs- maður á stækkunarskrifstofu þess. Er hann Finni eins og yfir- maður hans hjá ESB, Olli Rehn. Evrópusambandið starfrækir sendiráð eða -nefndir í um 130 ríkjum heimsins. Ísland hefur til þessa heyrt undir sendiráð þess í Ósló en stofnað er til starfsem- innar hér nú í ljósi aðildarum- sóknar Íslands. - bþs Sendinefnd ESB nýtur forréttinda og friðhelgi samkvæmt Vínarsamningnum: Tólf manns á Íslandsskrifstofu ESB HÖFUÐSTÖÐVAR ESB Leit stendur yfir að húsnæði fyrir sendinefnd sambandsins á Íslandi. Rósa vill fyrsta sætið Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sækist eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Rósa hefur setið í bæjarstjórn frá síðustu kosningum. HAFNARFJÖRÐUR SJÁVARÚTVEGSMÁL Fimmtán þjóðir veiddu meiri fisk en Íslendingar á árinu 2007. Kína er langsam- lega stærsta fiskveiðiþjóðin, en í næstu sætum eru Perú, Indónes- ía og Bandaríkin, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Fiskveiðar virðast þó mikil- vægari fyrir Ísland en aðrar þjóðir sem veiddu yfir eina millj- ón tonna árið 2007, og langmest veitt hér á landi sé miðað við hina frægu höfðatölu. Á Íslandi voru veidd 4.600 tonn fyrir hvern landsmann árið 2007, en næst á eftir komu Noregur þar sem veidd voru 500 kíló, og Perú þar sem veidd voru 250 kíló á hvern landsmann. - bj Mestu fiskveiðiþjóðir heims: Ísland nær sex- tánda sætinu LÖGREGLUMÁL Stjórn Lögreglu- félags Suðurlands óttast afleið- ingar mikils niðurskurðar og fækkunar lögreglumanna sem boðuð er í umdæminu á næsta ári. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórnarfundi á miðvikudag. Fækka á lögreglumönnum á vakt og getur það komið niður á starfsöryggi lögreglumanna, sem og öryggi íbúa og gesta sýslunnar, segir í ályktuninni. Fækkun lögreglumanna mun óhjákvæmilega minnka þjón- ustustig, sem er bagalegt þegar innbrotum og öðrum verkefnum fjölgar í kjölfar efnahagsþreng- inga, segir þar enn fremur. - bj Lögreglufélag Suðurlands: Óttast fækkun lögreglumanna Er hægt að ráða við fjárþörf þjóðarbúsins án þess að breyta skattkerfinu? Já 58,6% Nei 41,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru of mörg sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.