Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 142

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 142
102 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslu- námskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýn- ing hennar mun hefja þar göngu sína á ný. Matreiðslunámskeiðin verða byggð á bók Yesmine, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslu- bókaverðlauna og verður gefin út erlendis á næsta ári.„Ég er oft beðin um að elda heima hjá fólki og eftirspurnin hefur verið svo mikil að ég ætla að halda námskeið eftir áramót,“ segir einkaþjálfarinn og matreiðslubókarhöfundurinn Yes- mine Olsson. Bollywood-sýning hennar í Turninum var sýnd við góðar undirtektir í haust, en þar var matur úr bók hennar, Fram- andi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, borinn fram undir dans- og söngatriðum. Fyrir skemmstu var bókin svo tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokkn- um besta asíska matreiðslubók- in og hafa erlendir útgefendur sýnt henni mikinn áhuga en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu var Nanna Rögnvald- ardóttir einnig tilnefnd til þess- ara sömu verðlauna. „Bókin var á bókamessunni í Frankfurt í haust. Hún vakti athygli þar og fólki fannst áhugavert að búið væri að gera sýningu byggða á henni. Í kjölfarið var mér boðið að koma út á bókamessuna í París í febrú- ar, bæði að elda og sýna part af Bollywood-sýningunni,“ útskýrir Yesmine sem hefur einnig fengið tilboð frá bókaútgáfum í Þýska- landi og Frakklandi. „Ég hélt að ég fengi að taka því rólega um jólin, en nú er ég að fara á fullt að undirbúa, ganga frá samn- ingi við umboðsaðila og svo er planið að gefa bókina út erlendis eftir áramót,“ segir hún. „Þetta er náttúrlega mjög spennandi, enda er bókamessan í París stærsta vín- og matreiðslubókasamkoma í heimi,“ bætir hún við, en þar verða Gourmand World Cookbook- verðlaunin afhent. Matreiðslunámskeið Yesmine hefjast 14. janúar og munu þau fara fram í Turninum. „Stefnan er að kenna fólki að elda heilsu- samlegan mat með indverskum kryddum og hvernig nota á krydd- in til að gera matinn skemmti- legri. Hópar og saumaklúbbar hafa fengið mig til að koma heim og kenna, en þetta verður aðeins stærra og meira,“ segir Yesmine sem verður bæði með fyrirlest- ur og sýnikennslu á námskeið- inu. „Ég vil auðvitað að allir taki þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu að smakka afraksturinn,“ segir hún, en hvert námskeið tekur um þrjár klukkustundir og er skrán- ing þegar hafin í Turninum. Vegna mikillar eftirspurnar munu Bollywood-sýningarnar einnig hefja göngu sína þar aftur eftir áramót og verður fyrsta sýn- ing 23. janúar. „Það verða alla- vega fjórar sýningar til að byrja með. Við finnum að þetta er að virka. Bollywood á Íslandi er að koma mjög sterkt inn og fólk hefur greinilega mikinn áhuga á því.“ alma@frettabladid.is Yesmine Olsson í útrás KENNIR MATREIÐSLU Yesmine heldur matreiðslunámskeið í Turninum eftir áramót sem verða byggð á bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla. MYND/KRISTJÁN ELDJÁRN ÞÓRODDSSON Yfirvöld í Mayfair-hverfinu í London eru að endurskoða veitingaleyfi leikstjórans Guy Rit- chie sem á öldurhús í hverfinu. Barinn, The Punch Bowl, er vinsæll staður á meðal elítunnar í London og samkvæmt íbúum í hverfinu fylgir þessu fólki mikill hávaði. Staðnum fylgir svo auk- inn hávaði, umferð og ónæði frá þeim stóra hópi ljósmyndara sem bíða fyrir utan staðinn hvert kvöld. „Staðurinn fór frá því að vera gamall, notalegur enskur pöbb yfir í gríðarlega vinsælan skemmtistað sem fólk hvaðan- æva að úr heiminum heimsækir,“ var haft eftir lögfræðingi íbúa Mayfair. Nágrannar reiðir út í Guy Ritchie ÓLÆTI Mikil læti koma frá skemmtistað Guy Ritchie í Mayfair-hverfinu í London. Fyrirsætan Gisele Bündchen og eigin- maður hennar, Tom Brady, eignuðust son á þriðjudaginn síðasta. Á miðviku- dag hélt Brady blaðamannafund þar sem fjölmiðlar spurðu hann spjörun- um úr um nýfædda soninn. „Það geng- ur vel, mjög vel. Ég er ánægður með að þetta skuli vera yfirstaðið,“ sagði ruðningshetjan og bætti við að hann væri þó nokkuð þreyttur vegna vöku- nótta. „Ég er að reyna að koma reglu á svefninn, sem getur verið erfitt fyrir nýbakað foreldri að gera. En þetta gengur vel.“ Hann sagði jafnframt að hann og kona hans væru enn ekki búin að velja nafn á drenginn. Svefnþurfi EKKERT NAFN Tom Brady segir son sinn og Gisele Bündchen ekki vera kominn með nafn. Leikarinn Hugh Grant kennir sjálfum sér um að hann sé ennþá ein- hleypur. Grant, sem er 49 ára, hefur átt vingott við margar af eftirsóttustu konum heims, þar á meðal Elizabeth Hurley og Jemimu Khan. „Ég ætti að festa ráð mitt. Þetta er allt mér að kenna, ég hef átt marg- ar yndisleg- ar kærustur,“ sagði Grant. Fimmtugs- afmæli hans á næsta ári nálg- ast óðfluga, en hann óttast það mjög. „Ég veit ekkert hvernig ég ætla að glíma við það.“ Nýjasta mynd Grants nefnist Did You Hear About the Morgans? og í henni leik- ur hann á móti Söruh Jessicu Parker. Kennir sér um einveru HUGH GRANT Leik- arinn kennir sjálfum sér um að hann sé ennþá einhleypur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.