Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 62
62 19. desember 2009 LAUGARDAGUR V ið Jón Óttar vorum á ýmsum gestalist- um heima á Íslandi á þessum tíma og borðuðum bæði með norsku og spönsku konungshjónunum, til dæmis. Það var reyndar saga að segja frá því þegar við vorum boðin í veislu með spönsku konungs- hjónunum. Þá vorum við á ferð um landið með Stöð 2, Stöðin á staðnum. Ég var þar í gervi sjón- varpspersónunnar Beggu frænku og við vorum búin að vera á Aust- urlandi og komin á Höfn í Horna- firði þegar við þurftum að drífa okkur í veisluna, Ómar Ragn- arsson bauðst til að fljúga með okkur. Það var ótrúlega slæmt veður og gat á flugvélinni þannig að það rigndi ofan á Jón Óttar í vélinni og hann var orðinn renn- blautur. Hávaðinn var ærandi og skýin sífellt lægra á lofti. Í grennd við Kirkjubæjarklaustur var skyggnið orðið nánast ekkert og við urðum að lenda á Mýrdals- sandi. Ég var mjög fegin, því ég hafði verið skíthrædd í rellunni. Helga, eiginkona Ómars, kom á móti okkur og við hittumst við Skógafoss þar sem hún tók við okkur og keyrði okkur í bæinn en þá tók ekki betra við. Hún hafði greinilega verið í rallakstri, ekk- ert síður en Ómar, og keyrði brjál- æðislega.“ Framhjáhald var kornið sem fyllti mælinn Eftir nákvæmlega ár í hjónabandi skildi leiðir þeirra Jóns Óttars og Elfu. Eflaust hafa erfiðleikarnir við rekstur Stöðvar 2 tekið sinn toll en erfiðleikarnir í sambandinu voru þó djúpstæðari og náðu lengra aftur í tímann. „Þótt við vildum bæði að þetta samband gengi var alltaf einhver misskilningur í gangi á milli okkar og það sem verra var, við náðum aldrei að ræða málin. Ég hafði ekki viljað ganga í hjóna- band fyrr en ég væri viss um að við værum tilbúin í það og ég hélt við værum það, en það reyndist ekki rétt. Að sumu leyti vorum við mjög vond hvort við annað, en að mörgu leyti vorum við líka góð hvort við annað. Okkur kom langbest saman þegar við vorum á ferðalögum saman, en samt man ég að ég var oft mjög einmana á þessum ferða- lögum. Það var eins og eitthvað vantaði sem við gátum ekki sett fingurinn á. Þetta var vandi sem við gátum aldrei leyst. “Auðvelt er að afgreiða sambúðarvandamálin með því að orðrómur sem þráfald- lega var á kreiki um að Jón Óttar héldi framhjá Elfu hafi grafið undan sambandinu. Hún segir að ekki sé auðvelt að átta sig á hversu mikil áhrifin hafi verið vegna þess að framhjáhaldið hafi ekki verið staðfest og hann hafði ávallt neit- að því. Þegar upp úr slitnaði fór hins vegar ekki á milli mála að framhjáhald hans var kornið sem fyllti mælinn. „Innst inni vissi ég að hann var að halda framhjá mér, en hann varð alveg brjálaður þegar ég spurði hann hreint út og sagði að þetta væri allt í huganum á mér. Það sagði mér enginn frá því að hann héldi fram hjá mér þótt marg- ir vissu af því. Ég fékk grunsemd- ir mínar ekki staðfestar fyrr en ég sá bílinn hans fyrir utan heim- ili ungrar stúlku sem mig grunaði að hann ætti í sambandi við. Þegar hann var þar fyrir utan alla nóttina þurfti ég ekki frekari vitnanna við. Þrátt fyrir að margir hafi haldið að það væri Vala Matt sem kom upp á milli okkar var það ekki hún sem hann var að heimsækja þessa nótt. Í rauninni veit ég ekkert hvort hún kom við sögu á meðan við vorum gift eða ekki, það eina sem ég veit er það að hún var alltaf komin í minn stað um leið og við hættum saman. Jón Óttar var mikill sjarmör Mér fannst mjög sorglegt barnanna okkar vegna að hjónaband okkar skyldi ekki lifa. Mér finnst mjög leiðinlegt að hafa misst samband við Solveigu dóttur Jóns Óttars, en það var óhjákvæmilegt að slíta öll tengsl við Jón Óttar til þess að halda ekki áfram í sama mynstr- inu. Jón Óttar var aldrei betri við Karl Axel en einmitt þegar var að slitna upp úr okkar sambandi, hann var svo góður pabbi þegar hann tók sig til. Mér fannst mjög erfitt að svipta Karl Axel föðurn- um sem hann þurfti á að halda. Mér er mjög minnisstæð mynd- in af Jóni Óttari þegar hann var kominn með Solveigu, Karl Axel og dóttur hennar Völu öll saman og var hinn fullkomni pabbi fyrir þau öll. Eins átti hann auðvelt með að heilla ömmu mína, Vigdísi, alveg upp úr skónum, enda gat hann verið mjög sjarmerandi, það fer ekkert á milli mála. Hún átti lengi erfitt með að trúa því að það væri ég sem hefði hætt við hann en ekki öfugt. Hann hringdi í hana eftir að við hættum saman og fór meðal annars til hennar til að reyna að fá hana til að sannfæra mig um að ég ætti að taka hann aftur. Hann hafði reyndar samband við flesta vini mína, Fíu, Pálu, Mary, Borg- hildi og fleiri en Borghildi tókst honum ekki að heilla. Margir af þeim sem féllu fyrir sjarma hans trúðu því að ég væri vonda konan sem misskildi hann. Ég þekkti það alveg hvað hann gat verið sann- færandi og eitt af því sem fékk mig til þess að falla aftur fyrir honum áður en við giftum okkur var einmitt allt þetta fallega sem hann sagði við mig. Sumu gleymi ég aldrei, eins og þegar hann sagði að hann vildi að hann gæti skor- ið þessa ást til mín úr hjarta sínu, því hann væri svo kvalinn. Hver getur staðist slík orð? Jón Óttar var mikill sjarmör og ætti skilið að fá verðlaun fyrir það. Ég hef verið spennt fyrir mörgum mönn- um en ég held að engum hafi tekist að fanga mig eins sterkt á sjarm- anum og hann. Annað sem bræddi mig alltaf var þegar hann sagði að Stöðvar 2 ævintýrið væri allt gert fyrir mig. „Þetta er mín gjöf til þín,“ sagði hann og að hann myndi ekki hafa gert þetta fyrir nokkurn annan. Þungbær reynsla Elfa lítur núna á þetta sem skjall sem hún hafi fallið fyrir, en í ævi- minningum Jóns Óttars er þess reyndar getið oftar en einu sinni að upphaflega hugmyndin að lista- miðstöðinni í Sigtúni, sem seinna varð að Stöð 2, hafi orðið til vegna þess að hann vildi skapa Elfu verk- efni þegar hún var atvinnulaus. Elfu var á margan hátt eins inn- anbrjósts og eftir að hún missti Kristján, skilnaðurinn og síðan atvinnumissirinn nokkru seinna varð henni þungbær reynsla. Enn á ný var hún „týnd“ og í þetta sinn gekk jafnvel enn verr að leita aftur að sjálfri sér. Sviðsljósið sem var í kringum brúðkaupið og vænting- arnar sem hún hafði átt um sam- búðina gerðu skellinn jafnvel enn meiri. Hún hafði haldið að þau Jón Óttar næðu saman, þótt marg- ir hefðu spáð hinu gagnstæða og því var ósigurinn enn meiri. „Ég hitti Jón Óttar seinast þegar við vorum að ganga frá skilnaðinum árið 1991. Ég kom heim frá Kan- ada til þess að selja eigur mínar og ljúka því sem eftir stóð til að skiln- aðurinn gengi í gegn. Við hittumst í Perlunni og allt fór mjög vel fram á milli okkar. Síðan hef ég ekki séð hann og ekki fylgst neitt sérstak- lega með honum, en auðvitað frétti ég af og til af því sem hann er að gera.“ Ævintýralegt lífshlaup Leikkonan Elfa Gísladóttir var áberandi í íslensku menningarlífi. Hún gekk að eiga sjónvarps stjórann Jón Óttar Ragnarsson árið 1989 en hjónabandið entist aðeins í ár. Fréttablaðið fékk að skyggnast í kafla úr ævisögu Elfu sem er skráð af Önnu Ólafs- dóttur Björnsson. GLÆSILEGASTA PARIÐ Í BÆNUM Elfa og Jón Óttar í stofunni heima í Skaftahlíð. BRÚÐKAUP ALDARINNAR Elfa og Jón Óttar 14. maí 1989 ásamt Karli Axel syni Elfu og Björgu Ellingsen móður Jóns Óttars. NÚVERANDI EIGINMAÐUR Elfa ásamt Tom en saman búa þau norðan við Seattle í Bandaríkjunum. Innst inni vissi ég að hann var að halda framhjá mér, en hann varð alveg brjálaður þegar ég spurði hann hreint út og sagði að þetta væri allt í huganum á mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.