Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 16
 19. desember 2009 LAUGARDAGUR MENNTAMÁL Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mjög sannfærandi rök þurfi að koma til ef stytta eigi kennslu- tíma nemenda í grunnskólum landsins. Hún hefur kallað eftir greiningu á tíu milljarða króna kostnað- arauka innan grunnskólans á undanförnum árum. Samband íslenskra sveit- arfélaga hefur kynnt ráðuneytinu leiðir til að spara 1,5 milljarða á ári á næstu tveim skólaárum. Leiðin sem helst er horft til er að skerða kennslustundir um þrjár til fimm á viku, minnst hjá yngstu bekkjunum. Hagræðing- arkrafa til grunnskólanna er 3,5 milljarðar á ári. Í ljósi þess að grunnskólinn er langstærsti ein- staki kostnaðarliður sveitarfélag- anna er talið að þar sé helsta mat- arholan til sparnaðar. Rökræðan á milli sveitarfélaganna og kenn- araforystunnar um sparnaðar- leiðir stendur yfir en kennarar hafa alfarið hafnað hugmyndum sveitarfélaganna. Katrín segir að í ráðuneytinu sé einungis horft á málið út frá hags- munum nemenda. „Það er okkar hlutverk að standa vörð um þeirra hagsmuni. Sá kostnaðarauki sem hefur orðið í grunnskólanum á undanförnum árum hefur vaxið um tíu milljarða á undanförnum árum og ekki tengst með neinum hætti auknum kröfum ríkisins á hendur sveitarfélögunum. Nú þegar þarf að spara þurfa því að koma til mjög sannfærandi rök til að skera niður kennslustundir hjá nemendum.“ Katrín segist hafa beitt sér fyrir því að kennaraforystan og sveitar- félögin vinni að málinu í sátt. „Það er verið að leita að lausn fyrir öll sveitarfélögin í landinu á sama tíma og staða þeirra er mjög mis- jöfn. Sveitarfélögin þurfa að svara því hvort leiðir þeirra til lausna henti öllum,“ segir Katrín. Kennarar, líkt og Katrín, leggja áherslu á réttindi nemenda. Skerð- ing, í hvaða mynd sem hún yrði, feli í sér að gengið sé á hagsmuni barna sem nú séu á grunnskóla- aldri. Sveitarfélögin hafa hins vegar bent á að lenging skólaárs- ins sé nýtilkomin og vandséð að réttindasviftingin sé mikil. Spurð hvort verið sé að ganga á hagsmuni nemenda í því ljósi að stutt er síðan skólaárið var lengt svarar Katrín með þeim hætti að í alþjóðlegum samanburði sé Ísland rétt í meðallagi hvað varðar þann tíma sem börn verja í skólanum. „Samfélagið hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma og meta þarf skerðingu á kennslu í því samhengi líka.“ svavar@frettabladid.is Skert kennsla krefst sannfærandi raka Menntamálaráðherra segir sitt hlutverk að standa vörð um hagsmuni grunn- skólanemenda. Sveitarfélögin hafa lagt fram leiðir um sparnað innan grunn- skólans. Stytta þarf kennslutíma. Kennarar hafna hugmyndunum alfarið. FOLDASKÓLI Sparnaður hjá grunnskólunum snýst um styttri kennslutíma og því réttindi barna. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Jólabækur á betra verði TI LB OÐ x3 Söknuður Fullt verð 5.890 kr. 2.890 kr. auk 1.000 punkta Punktar gilda þrefalt x3 Punktar gilda þrefalt Skuldadagar eða Ripley’s Fullt verð 5.490 kr. 2.490 kr. auk 1.000 punktax3 Punktar gilda þrefalt Reyndu aftur - bók og CD Fullt verð 8.490 kr. 5.490 kr. auk 1.000 punkta MENNTAMÁL „Ég sem kennari vil koma því skýrt á framfæri að for- ysta Kennarasambandsins hefur ekkert rætt það við hinn almenna félagsmann hvernig hann vill bregðast við fjárhagsstöðu sveitar- félaga. Afstaða forystunnar er alfar- ið á hennar ábyrgð og ég veit ekki til að hún sé bökkuð upp af félags- mönnum,“ segir Sigtryggur Arason, kennari á Akranesi. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands (KÍ), sagði í frétt blaðsins í gær að sparnaðar- hugmyndir sveitarfélaganna, sem nú eru til umfjöllunar í menntamála- ráðuneytinu, væru afleitar og kæmu ekki til greina frá sjónarhóli KÍ. Sigtryggur segir ljóst að kennar- ar, eins og aðrir, verði að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Þeir félagar mínir sem ég hef talað við hafa ekkert á móti því að axla einhverjar byrðar til að létta á sveitarfélögunum þar sem þeir búa. Sú hugmynd til dæmis að stytta skólaárið um tíu daga, og þar komi einhver launalækkun á móti, mælist ekki illa fyrir í mínum hópi. Það er svo með flesta í hinum ýmsu atvinnugreinum að þeir hafa tekið á sig kjaraskerðingu í formi styttri vinnutíma og viðveru á vinnustað. Kennurum ætti ekki að vera vorkunn að taka þátt í því,“ segir Sigtryggur. - shá Kennari á Akranesi vill ekki skrifa undir skoðun kennaraforystunnar: Ekkert verið talað við okkur BREKKUBÆJARSKÓLI Á AKRANESI Hugmyndir kennaraforystunnar um skerðingu kennslutíma hafa ekki verið kynntar kennurum sérstaklega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.