Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 138
98 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
Fimmtán lög reyna með
sér í janúar í íslenska
Eurovision-forvalinu. Hald-
in verða þrjú undanúrslita-
kvöld og áhorfendur kjósa
tvö lög áfram í hvert skipti.
Sex lög keppa því til úrslita
6. febrúar og eitt fer til
Noregs í maí. Lagahöfundar
og flytjendur eru blandað-
ur hópur lengra kominna
og byrjenda í bransanum.
Sumir eru að taka þátt í
Eurovision í fyrsta skipti,
aðrir hafa komið við sögu
áður.
Fyrsta undankeppnin fer fram 9.
janúar. Þar verður boðið upp á þrjár
söngkonur og tvö söngvara. Hin
sextán ára Karen Pálsdóttir stígur
á stokk með lag Bryndísar Sunnu
Valdimarsdóttir og Daða Georgs-
sonar, In the Future. Írís Hólm, sem
var í X-factor í söngflokknum Gís og
hefur sungið með Bermuda, syng-
ur lag hljómborðsleikarans Birgis
Jóhanns Birgissonar og bolvíska
söngkonan Kolbrún Eva Viktors-
dóttir syngur lag eftir eiginmann
sinn, Harald Gunnar Ásmundsson,
You Are the One. Matthías „Papi“
Matthíasson er á heimavelli og
syngur lag Akureyringsins Matthí-
asar Stefánssonar, Out of Sight, og
Sigurjón Brink syngur You Knock-
ed Upon My Door eftir Jóhannes
Kára Kristinsson. Allt á ensku, sem
sagt, fyrsta kvöldið.
Hinn 16. janúar verður boðið upp
á tvær hljómsveitir, tvo söngvara og
eina söngkonu, Sigrúnu Völu Bald-
ursdóttur, sem syngur I Believe in
Angels eftir Halldór Guðjónsson.
Edgar Smári Atlason syngur Now
and Forever eftir Albert G. Jónsson
og Jógvan Hansen syngur lag Ósk-
ars Páls og Bubba. Það er á ensku
og heitir One More Day. Hljómsveit-
irnar tvær syngja báðar á íslensku.
Menn ársins flytur Gefst ekki upp
eftir Harald V. Sveinbjörnsson
og Hvanndalsbræður taka Gleði
og glens eftir Rögnvald „gáfaða“
Rögnvaldsson.
Áfram heldur Eurovision-stuðið
síðasta undankvöldið 23. janúar. Þá
verður boðið upp á tvær söngkon-
ur og þrjá söngvara. Arnar Jóns-
son, áður í Lúxor, syngur annað
lag Jóhannesar Kára Kristinsson-
ar í keppninni í ár, Þúsund stjörn-
ur. Sigurjón Brink syngur eigið
lag, Waterslide. Sjonni Brink er
sem sé tvöfaldur í Eurovision í ár.
Þá ætlar Steinarr Logi Nesheim
úr Kung Fú og Dead Sea Apple að
syngja eigið lag, Every Word. Anna
Hlín syngur Komdu á morgun til
mín eftir Grétar Sigurbergsson og
Hera Björk virðist ætla að syngja á
frönsku, allavega viðlagið, því lag
hennar og Örlygs Smára heitir Je
Ne Sais Quoi.
drgunni@frettabladid.is
Gott bland í Eurovision-pokanum
FIMMTÁN LÖG
Menn ársins, Sjonni
Brink, Hera Björk, Jóg-
van og Arnar Jónsson,
eru meðal þeirra sem
takast á í Eurovision-
keppninni eftir áramót.
Hjá Handverkshúsinu
færðu allt til að skapa
þitt eigið handverk.
Vélar, verkfæri, hráefni
og námskeið - jafnt fyrir
byrjendur sem og lengra
komna.
Kíktu í heimsókn,
heitt á könnunni!
Vefverslun:
handverkshusid.is
Reykjavík
Bolholt 4, Sími: 555 1212
Akureyri
Kaupangi Sími: 461 1112
Twilight-stjarnan Taylor
Lautner er strax kominn með
plan B ef leikferillinn fer í vask-
inn; hann er búinn að taka einka-
þjálfarapróf.
Taylor er ein heitasta stjarna
heims um þessar mundir og
hreint gríðarlega vinsæll,
sérstak lega á meðal unglings-
stúlkna.
Hann ku vera að búa í haginn
þar sem leikferillinn endist ekki
að eilífu og ætlar því að kenna
fólki að rífa í lóðin eins og hann.
Úr Twilight í
einkaþjálfun
MASSAÐUR Taylor Lautner er lærður
einkaþjálfari.
Óskarsakademían birti í vikunni lista
yfir lög sem eiga möguleika á Óskars-
tilnefningu. 63 lög eru á listanum og
þar á meðal er Disney-barnastjarnan
Miley Cyrus.
Miley samdi lagið Don‘t Walk
Away ásamt John Starks og Hillary
Lindsay fyrir kvikmyndina Hannah
Montana. Hún er þar með komin
í samkeppni við marga af helstu
smellahöfundum heims og vin-
konu sína, Taylor Swift.
Ljóst er að ef hún Miley yrði
tilnefnd myndi það vekja gríðar-
lega athygli. Þrátt fyrir ungan
aldur er hún mjög umdeild og
erlendir fjölmiðlar myndu hafa
nóg að gera að fjalla um valið.
Miley gæti fengið Óskar
LAGAHÖFUNDUR Miley Cyrus á
möguleika á Óskarstilnefningu í ár.