Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 78
19. desember 2009 LAUGARDAGUR6
„Vesturgatan er býsna merkileg
gata. Eftir að við opnuðum hér
hafa fjölmargir rölt við og lýst
yfir ánægju sinni með að eitthvað
sé að gerast hérna á svæðinu,“
segir Ari Svavarsson sem ásamt
Ágústu G. Malmquist, eigin konu
sinni, rekur vinnustofuna Níu
heima á Vesturgötu 18. Þau hjón-
in eru bæði myndlistarmenn og
hönnuðir, Nokkrir aðilar sem hafa
starfsemi við Vesturgötuna hafa
tekið höndum saman við að kynna
Vesturgötuna og það líf sem ríkir
við neðri hluta hennar.
Upphafið að þessari kynningar-
starfsemi fólst í því að stofna
sérstaka síðu á Facebook undir
nafninu Uppgötvaðu Vestur-
götuna. Þar geta áhugasamir
skráð upplýsingar um starfsemi
sína og atburði sem staðið er fyrir
við götuna. Þeir sem þegar hafa
skráð sig eru meðal annarra téðir
Níu heimar, Sögur útgáfa, Björg
í bú, Kirsuberjatréð og Kogga,
en nokkrir fleiri aðilar eru með
starfsemi við götuna.
Ari segir að hugmyndin sé í
meginatriðum sú að vekja athygli
á því hversu mikill uppgangur á
sér stað á götunni og einnig minna
á þá sem hafa verið þarna lengur.
„Þetta er sannkölluð menningar-
gata að verða, og um að gera að
vekja athygli á því að miðbærinn
nær hingað upp á Vesturgötuna.
Þeim aðilum sem telja sig eiga
heima í hópnum er velkomið að
hafa samband,“ segir Ari.
Í tilefni af vetrarsólstöðum
mánudaginn 21. desember verður
slegið upp lítilli hátíð í Níu
heimum. „Þegar daginn tekur
að lengja á ný er tilvalið að hafa
það kósí og skemmtilegt saman.
Hátíðir af þessu tilefni hafa verið
þekktar í gegnum tíðina, ekki
síst hjá forfeðrum okkar. Í boði
verða tónlistaratriði, upplestur
góðra bóka og ýmislegt fleira til
skemmtunar og yndisauka,“ segir
Ari.
Hátíðin hefst klukkan 17 og
tekur Ari fram að allir séu að
sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar um dagskrá
verða birtar á Facebook-síðunni
Uppgötvaðu Vesturgötuna.
kjartan@frettabladid.is
Vesturgatan uppgötvuð
Fólk sem hefur starfsemi neðarlega á Vesturgötunni hefur tekið höndum saman um að kynna götuna.
Ari Svavarsson í Níu heimum segir hana á góðri leið með að verða sannkölluð menningargata.
Blásið verður til sólstöðuhátíðar á Vesturgötu á mánudag. Hér eru hjónin Ari Svavarsson og Ágústa Malmquist úr Níu heimum
ásamt þeim Eddu Gylfadóttur og Helgu Björgu Jónasardóttur úr Björg í bú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Við óskum viðskiptamönnum okkar gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs um leið og við þökkum
viðskiptin á árinu sem er að líða.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki