Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 108
72 19. desember 2009 LAUGARDAGUR vera að horfa á Spaugstofuna og segja: Nei heyrðu, þetta er ekki gott stöff!“ Það er mismunandi fílingur í þátt- unum. Dagvaktin er til dæmis meira drama en hinar tvær seríurnar. Í hvern- ig „fílingi“ er bíómyndin? „Hún er beggja blands. Það er hægt að hlæja svolítið og gráta svolítið. Ég held að konur muni gráta yfir þessari mynd. Það kom mér svolítið á óvart þegar ég horfði á hana hvað hún er mikið drama. Til að svipta hulunni af þessum ágæta manni (Georgi) þurfti góðan slatta af drama.“ Er Georg ekki aðalmálið í þessari mynd? „Jú, og hann er aðalpersónan í öllum þáttunum. Hann leiðir þetta áfram og án hans myndi ekkert gerast.“ Bjarnfreðarson er fyrsta íslenska framtíðarmyndin og gerist sjö árum eftir síðasta Fangavaktarþátt- inn. Sirka 2016 sem sagt. Jón segir að það sé lítið verið að vinna með framtíðardagsetninguna. „Það eru engir fljúgandi rafmagnsbíl- ar eða neitt,“ segir hann og flissar. „En það eru mörg flassbökk. Það eru fimm ungir rauðhærðir strákar sem leika Georg á ýmsum aldri. Sonur minn og nafni leikur þann yngsta. Það þurfti að breyta honum aðeins fyrir þetta. Hann þurfti að safna hári og við þurftum að klippa hann með koppaklippingu. Hann var rosalega spenntur fyrir að leika Georg því hann hélt að það yrði rakað- ur skalli á hann. En hann fékk móhík- ana-rönd í staðinn svo hann var alveg sáttur.“ Helvítis harkið Ákveðnu tímabili er lokið í lífi Jóns. Georg Bjarnfreðarson ætti að vera horfinn úr lífi hans og svo missti hann nýlega vinnuna á auglýsingastofunni. Hvað tekur við? „Nú, það eru stjórnmálin og Besti flokkurinn! Það eru sveitarstjórnar- kosningar næsta vor og ég stefni á borg- arstjórastólinn. Það er einhver milljón kall á mánuði sem eru langhæstu laun sem ég hef nokkurn tímann haft. Ég er að setja saman lista, þarf þrjátíu og tvo á hann. Draumastaðan er að hinir flokkarnir standi og falli með mér. Þá ætla ég að segja: Ég er til í að vera með þeim sem eru til í að leyfa mér að vera borgarstjóri. Svo verð ég bara í lausa- mennsku og þarf ekkert að mæta á fundi því þeir vilja hvort sem er ekkert að ég mæti á fundi. Þetta verður eins og í Réttó í gamla daga. Ef ég mætti ekki í tíma fékk ég aldrei mínus í kladdann af því að það voru allir bara ánægðir yfir því að ég væri ekki þarna. En ég hef engan áhuga á að staldra þarna við. Ég stefni á Alþingi. Alþingismenn eru með 570 þúsund kall á mánuði í grunnlaun og svo eru alls konar aukasporslur ofan á. Þetta er í kringum milljón, held ég. Það er allavega mjög góður peningur í þessu.“ Æviminningabók Jóns, Indjáninn, kom út fyrir nokkrum árum og átti að vera fyrsti hluti trílógíu um uppvaxt- arárin. Það gengur eitthvað seinlega að koma með næstu bækur, en Jón er þó byrjaður á næstu bók sem heitir Sjóræninginn og síðasta bókin geng- ur undir vinnuheitinu Núpur í tölvunni hjá Jóni. „Ég er búinn að vera að skrifa, en það er bara enginn peningur í þessu. Maður þarf alltaf að vera að vinna með.“ Eða sækja um rithöfundarlaun? „Einmitt. Ég er örugglega búinn að sækja tíu sinnum um þau en fæ aldrei krónu. Mér finnst ég ætti að fá milljón á mánuði – mér er alveg sama frá hverj- um – til að geta gert þessa hluti. Ég fór ekki að vinna í auglýsingabransanum af hugsjón. Það var bara til að hafa í mig og á.“ Saknarðu auglýsingabransans? „Ég sakna hans eins og hann var. Þegar allir áttu nógan pening og maður gat farið til Portúgals og tekið upp aug- lýsingar. Hann er ekki svoleiðis leng- ur og það verður langt þangað til það kemur aftur. Þetta var í fyrsta skipti síðan ég var tvítugur sem ég hafði verið í 9-5 vinnu. Ekki í þessu helvítis harki endalaust. Maður var alltaf að spyrja sig: Hvað á ég að gera næst? Maður getur aldrei haldið upp á jólin af því maður hefur alltaf svo miklar áhyggjur af því hvað maður eigi að fara að gera eftir áramót!“ Ertu þá með áhyggjur af því hvað þú ætlar að gera næst? „Ég er alltaf með þær áhyggjur enda veit ég ekkert hvað ég ætla að fara að gera næst. Það vantar ekki að ég er með fullt af hugmyndum. Ég er búinn að viðra hugmyndir hér og þar, en það er ekkert komið á fast. Svo það er bara hark. En ef ég væri borgarstjóri og fengi mína milljón á mánuði þá væri þetta þægilegra. Þá gæti ég slakað á og klárað bókina mína og farið til útlanda. Virkilega farið að pródúsera dót.“ Á KROSSGÖTUM Hulunni er svipt af Georgi í Bjarnfreðarsyni. JÓN GNARR UM HIN HLUTVERKIN SÍN Valli í Íslenska draumnum „Hann var nú bara skammsýnn, tak- markaður og sjálfsöruggur bjáni. Ennþá meiri lúði en Tóti.“ Júlli í Maður eins og ég „Ég man nú varla eftir honum, mér fannst þetta svo slæm mynd.“ Yfirkennarinn í Tvíhöfða „Þessi er mikill snillingur. Einn af mínum elstu karakterum og mér finnst mjög vænt um hann. Hann er náttúr- lega algjörlega siðblindur og snarklikk- aður. Mjög spennandi náungi.“ Umferðar-Einar „Hann er hluti af stærra karaktera-gall- eríi. Þetta eru allt ofsalega góðir karlar. Umferðar-Einar er einn og svo er annar sem er alltaf faðmandi fólk í Bónus af því það er svo yndislegt. Þetta eru menn sem alltaf sjá það jákvæða í öllu og eru snyrtilegir og nákvæmir og næst- um því með Asperger-heilkenni.“ Graða konan „Ég er með nokkrar kerlingar, til dæmis Gröðu konuna og reiðu konuna í dúettinum Plató. Graða konan er ofsalega mikil kona, sem gæti unnið í félagsmálum, en svo breytist hún allt í einu í dónakerlingu. Hún byrjar alltaf rólega en svo er hún stökkvandi inn á klósett að fróa sér eða missandi sig yfir strípisjói þar sem allsberir karlar eru að dansa.“ Ertu búinn að undirbúa þig mikið áður en þú hringir „í“ Smásálina? „Jú stundum, en yfirleitt er þetta ekkert undirbúið. Bestu karlarnir sem hafa komið hafa orðið til algjörlega á staðn- um. Oft erum við með útgangspunkt. Það myndast mjög sérstakt samband á milli okkar Sigurjóns í þessum símtölum og ég heyri alltaf á honum hvort ég sé að fara of hægt eða megi dvelja lengur í því sem ég er að gera. Ég veit aldrei sjálfur hvort eitthvað sé fyndið eða ekki á meðan ég er að gera það. En ég heyri það svo vel á Sigurjóni því hann er svo brútal.“ GOTT AÐ FÆRA FÓLKI HVÍLD FRÁ LEIÐINDUNUM „Ég og Pétur erum einfaldlega bestu gaman- leikarar þjóðarinnar. Það er bara þannig.“ Ég fór ekki að vinna í auglýsinga- bransanum af hugsjón. Það var bara til að hafa í mig og á. FRAMHALD AF SÍÐU 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.