Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 114

Fréttablaðið - 19.12.2009, Side 114
78 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Þ etta byrjaði nú þannig að ég vann hjá Sambandinu og þar var ákveðið að gefa út bók til að leiðbeina fólki við að ferðast um landið. Mér var falið að taka þetta saman, búa þetta til. Þá var ekkert til í þessa veru,“ segir Örlygur um tildrög þess að hann hóf aðkomu að bóka- útgáfu. Þetta var árið 1959. Fyrir hálfri öld. Áður hafði Örlygur verið erind- reki hjá SÍS. Í því fólst að fara um landið, standa fyrir námskeiðum og efna til funda. „Ég hafði komið í hvert einasta þorp og haldið fundi. Ég vissi því nákvæmlega hvaða aðstaða var hvar, hvar hægt var að fá gistingu og mat, hvar verkstæði voru og annað það sem fólk á ferðalögum þarf að hafa upplýsingar um.“ Eigin útgáfa Ferðahandbókin kom út tvö ár í röð á vegum Sambandsins. Hún rokseldist fyrra árið en gekk ekki sem skyldi það síðara. Upp frá því dró úr áhuga stórfyrirtækisins á útgáfunni og um leið höfðu mál æxlast þannig að Örlygur ákvað að láta þar af störfum án þess þó að hafa að einhverju sérstöku að hverfa. Honum datt í hug að yfirtaka útgáfuna og féllust þeir Sambandsmenn á það. „Ég hafði komið mér upp góðum sambönd- um og fékk áfram auglýsingarn- ar frá kaupfélögunum og öðrum. Útgáfan gekk í mörg ár á eftir.“ Örlygur var vakinn og sofinn yfir hugmyndum að útgáfu nýrra bóka og flaug í hug, einn góðan veðurdag, að gefa út uppflettibók um landið. „Þannig varð Landið þitt til. Þetta var fyrst tveggja binda verk sem komu út 1966 og 68. Þorsteinn Jósepsson skrifaði fyrra bindið um byggðir og Stein- dór Steindórsson [langafi blaða- manns] skrifaði um hálendið í seinna bindinu. Svo vann Stein- dór úr þessu heildstætt verk sem að lokum varð sex bindi.“ Vex og dafnar Örlygur gaf út Ferðahandbókina undir merkjum Ferðahandbóka sf. Þegar Landið þitt kom út fannst honum það ekki passa og slengdi saman nafni sínu og sam- starfsmanns síns, Arnar Marinós- sonar. Úr varð Örn og Örlygur og fyrirtækið var komið í jóla- bókaslaginn. „Þar hafði ég ekki verið áður og það varð ekki aftur snúið.“ Útgáfan stækkaði eftir því sem árin liðu og bækurnar voru af fjölbreyttu tagi. „Þá var tískan í barna- og unglingabókum að gefa út bækur um lyklabörn og slíkt. Raunveruleikinn átti að hend- ast framan í börn og unglinga. Ég hafði engan áhuga á þessu en náði í Dagfinn dýralækni, Múmín- álfana og Köttinn með höttinn. Ég vildi gefa út ævintýrabækur því mér fannst nóg að fólk hugs- aði um hversdagsleikann á dag- inn þó það sökkti sér ekki í hann á kvöldin líka.“ Hugsjón réði för Rauði þráðurinn í útgáfu Örlygs er bækur um landið. Til merk- is um það eru Ferðahandbókin, Vegahandbókin, Íslandshand- bókin, Landið þitt Ísland, Reykja- víkurbækurnar, Ferðabók Sveins Pálssonar og Ferðabók Egg- erts og Bjarna. Örlygur segir að eflaust sé þetta sprottið af því að sjálfur ferðaðist hann mikið um landið og það á þeim tíma þegar vegirnir voru aðrir og verri en nú er. „Þá komst maður hægar yfir og sá því meira af landinu.“ Og svo því sé til haga haldið þá viðurkennir hann fúslega að hafa heldur viljað gefa út bækur sem höfðu tilgang. Hugsjónir réðu meiru um útgáfu en viðskipti. Syrtir í álinn Lesendur tóku bókunum vel en aðrir forleggjarar voru ekki jafn hrifnir. „Meðan ég var ekki með alltof margar bækur var ég ekki fyrir neinum en það breytt- ist þegar þeim tók að fjölga,“ segir Örlygur. „Á þessum tímum voru tveir pólar í bókaútgáfu; Mál og menning vinstra megin og Almenna bókafélagið hægra megin. Þeir eignuðust sameigin- legan óvin í Erni og Örlygi. Það var mér dýrt.“ Útgáfa tveggja stórvirkja réðu þar mestu um. Ensk-íslensku orða- bókarinnar og Alfræðiorðabókar- innar. Örlygur rifjar upp sögur af þeim ævintýrum. „Sören Sörenson hafði unnið að ensk-íslenskri orða- bók og bauð mér að gefa hana út. Ég fékk Jóhann Hannesson, skóla- mann og einhvern besta ensku- og íslenskumann sem uppi var, til að leggja mat á hvort handrit Sör- ens væri nothæft. Hann hélt það nú og sagði ekki taka nema þrjár til fjórar vikur að koma þessu í setningu. Jóhann vann að því en heldur gekk það hægt svo ég spurði hann hvort eitthvað væri að. Nei, sagði hann, bara svolitlir byrjunarörðugleikar. Ég sagði honum sem var að ef þetta gengi svona þá tæki þetta sex ár. Að þremur mánuðum liðnum komst ég að því að þetta tæki ekki sex ár heldur níu. Þá loksins viður- kenndi Jóhann að þetta væri ekki alveg eins gott og til hefði staðið. Þá réðum við fólk og á endanum var feikilegur fjöldi manna að störfum við bókina. Ég hefði auð- vitað átt að hætta við. Á endanum kostaði þetta gífurlega peninga. Jafn mikið og hús Rafveitunnar við Suðurlandsbraut sem þá var að rísa.“ Lá vel við höggi Ensk-íslenska orðabókin seldist vel en fyrirtækið var skuldum vafið. Þá kom Örlygi til hugar að ráðast í aðra viðamikla útgáfu til að grynnka á skuldunum. „Ég ætlaði að láta Alfræðiorðabók- ina leysa vandann. Hún seldist vel en ég stóð höllum fæti og lá vel við höggi. Það hefði tekið mig þó nokkurn tíma að vinna mig út úr þessu og ég þurfti skilning og velvilja. Hvorugt var fyrir hendi því tiltekin öfl voru ákveðin í að koma Erni og Örlygi í hendurnar á Máli og menningu. Þetta var erfiður tími og þessu lauk með því að ég missti fyrirtækið.“ Fréttir af fágætu myndasafni Síðasta stóra verkið sem Örlyg- ur gaf út var Úr torfbæjum inn í tækniöld. Þriggja binda rit um þróun mannlífs á Íslandi á önd- verðri 20. öld. Í bókunum er fjöldi ljósmynda sem Þjóðverjinn Bruno Schweiz- er tók á ferðum sínum um landið á fjórða áratugnum. Eins og svo margt í sögu Örlygs frétti hann af tilvist mynda Brunos fyrir til- viljun. „Magnús Bjarnfreðsson kom alltaf til mín fyrir jól og keypti bækur. Ein jólin kom hann og verslaði og þegar hann var að ganga út úr dyrunum tók ég eftir að hann hafði gleymt stafnum sínum við borðið. Ég fór því á eftir honum og um leið og hann þakkaði mér fyrir sagði hann mér að hann væri að taka niður endurminn- ingar íslenskrar konu sem giftist til Þýskalands og varð innlyksa í stríðinu. Já er það, sagði ég, en lét ekki í ljósi mikinn áhuga. Já, sagði Magnús, og maðurinn hennar var hér á Íslandi í tvö sumur og tók einhver ósköp af myndum. Það vakti áhuga minn og strax eftir jól var ég kominn austur á Kirkjubæjarklaustur þar sem konan bjó á elliheimili. Hún hafði þó nokkuð af myndun- um hjá sér og ég gerði mér strax grein fyrir að þarna væri stór- merkilegt safn á ferðinni. Það leið svo ekki langur tími þar til ég var kominn til sonar hennar í Þýskalandi sem var með allar myndirnar og ég fékk leyfi til að nota þær í bókina.“ Nóg að gera Örlygur situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í bígerð er endur útgáfa Íslandshandbókar- innar á næsta ári. Þá verður liðin hálf öld frá því að fyrsta bókin undir hans stjórn kom út. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu en svona er þetta,“ segir Örlygur. „Annars er ég líka að vinna að gönguleiðar lýsingum um Viðey að beiðni borgaryfirvalda. Ég var beðinn um það fyrr á árinu og fékk þau fyrirmæli að þetta mætti ekki taka meira en mánuð og mætti ekki vera styttra en tveir klukkutímar. Ég sökkti mér í þetta og þegar upp var staðið voru þetta sextíu eða sjö- tíu klukkutímar. Nú glími ég við að stytta.“ Viðey stendur nærri hjarta Örlygs. Þar er hann jú fæddur. Hann segir eyna vannýtta, hún sé illfær, vegurinn um hana lélegur og landbrot mikið. „Svo er hún ekki lengur beitt og er því orð- inn slíkur sinuflóki að stórhættu- legt er að fara út í móana nema þú viljir brjóta þig. „Það þarf því að beita hana, laga stígana og stöðva landbrotið og svo má efla þar allt starf svo fleiri kjósi að njóta hennar.“ Örlygur ætlar að taka því rólega á afmælisdaginn, hann vill engin læti af því tilefni. Fær til sín fjölskyldu og nánustu vini. „Maður þakkar bara fyrir að vera lifandi,“ segir Örlygur að lokum. Útgefandi í hálfa öld Örlygur Hálfdánarson var um árabil einn umsvifamesti bókaútgefandi landsins. Hann hefur gefið út mörg stórvirki sem gagn- ast landsmönnum við leik og störf. Útgáfan var ekki alltaf dans á rósum eins og Björn Þór Sigbjörnsson komst að þegar hann spjallaði við Örlyg í tilefni áttræðisafmælis hans á mánudaginn kemur. Þó að um hafi hægst er Örlygur ekki sestur í helgan stein. ÞAKKAR BARA FYRIR AÐ VERA LIFANDI Örlygur Hálfdánarson hefur marga fjöruna sopið um ævina. Á áttræðisafmælisárinu undir- býr hann endurútgáfu Íslandshandbókarinnar og vinnur að gönguleiðarlýsingum um Viðey fyrir borgaryfirvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég ætlaði að láta Alfræðiorðabókina leysa vandann. Hún seldist vel en ég stóð höllum fæti og lá vel við höggi. Það hefði tekið mig þó nokkurn tíma að vinna mig út úr þessu og ég þurfti skilning og velvilja. Hvorugt var fyrir hendi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.