Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 22
22 19. desember 2009 LAUGARDAGUR Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ skrifar frá Kaupmannahöfn kolbeinn@frettabladid.is Tugþúsundir komu til Kaup- mannahafnar til að reyna að bjarga jörðinni í tvær vikur í desember. Sumir sátu að samningum, aðrir héldu fyrirlestra og mikill fjöldi hrópaði skoðanir sínar. Kolbeinn Óttarsson Proppé var rekald í straumi alþjóðaráðstefnunnar. Úff, bíllinn bíður fyrir utan og rútan fer eftir fimmtán mínútur. Er allt komið í töskuna? Jæja, þetta verður að duga, það hlýtur allt að vera hérna. Ég má ekki missa af þessu. Hlutirnir hafa líka tilhneig- ingu til að reddast og svo hlýtur að vera núna. Erfitt er að segja að blaðamaður Fréttablaðsins hafi byrjað för sína á loftslagsráðstefnuna á rólegan og yfirvegaðan hátt. Eftir á að hyggja er þó erfitt að sjá að annað upphaf hefði verið betur við hæfi. Ráð- stefnan var ekki ósvipuð pökkun- arferlinu. Þrátt fyrir að lokafrest- urinn væri ljós – ég vissi að rútan færi frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 5.40 og löngu var vitað að ráðstefnunni lyki 18. desember – virtust bæði ég og alþjóðasamfélag- ið halda að tíminn liði hægar eftir því sem lokapunkturinn nálgaðist. Á endanum hentum við einhverju saman í tösku og á blað og von- uðum að þetta myndi duga. Task- an reyndist innihalda allt sem ég þurfti í Kaupmannahöfn en tíminn einn mun leiða í ljós hvort samning- urinn gerir slíkt hið sama. Það er Íslendingurinn! Kaupmannahöfn gerði sitt til að blekkja mig við komuna. Sólin skein og séð út um glugga Kastrup virtist veðrið hið ágætasta. Hefði ég haft stuttbuxur hefði ég farið í þær; í staðinn fór ég úr þykku peysunni og pakkaði í tösku. Ekki gáfulegt. Úti var skítkalt, svo kalt að borgaryfirvöld töldu nauðsyn- legt að dreifa salti um götur og gangstéttir – óvíst er til hvers því ekkert var svellið. Ég hafði óljósa hugmynd um hvert ég væri að fara, niður Isted- gade og að einhverjum garði. Þetta hlyti að hafast. Istedgade er stórfurðuleg gata. Að mestu leyti er hún eins og hvert annað stræti í Kaupmannahöfn. Á 300 metra kafla breytist hins vegar allt. Kynlífsbúðir, vændiskonur og eiturlyfjasalar taka yfir. Líkt og er víst lenskan á alþjóða- ráðstefnum hafði kynlífsiðnaður- inn fylgt í kjölfarið. Vændiskonur, hvaðanæva að úr veröldinni, stóðu í kuldanum. Allar voru þær tilbún- ar að spjalla þar til í ljós kom að kynnin yrðu ekki nánari. Á næstu dögum kynntumst við hins vegar vel því ég gekk um götuna að lágmarki tvisvar á dag. „Það er Íslendingurinn!“ hrópuðu sumar þegar ég nálgaðist og sögðu kol- legum sínum að ekkert fé væri hér að fá. Ein stúlkan var frá Gvatemala og sagði mér eitt kvöldið að hún hefði komið til Spánar í von um betra líf. Öll vinnutilboðin reynd- ust hjóm eitt og nú var hún flutt á milli staða og látin sofa hjá körlum fyrir borgun. Við vorum sammála um að mannskepnan væri skepna, en deildum um loftslagsmál. Hún vildi gjarnan að það hlýnaði. Ef við töluðum of lengi nálgaðist skugga- legur maður og við kvöddumst og ég hélt áfram. Á endanum komst ég í Møgelt- øndergade, þar sem mín beið dýna á bedda. Í herberginu við hliðina voru ungir róttækir Danir sem voru á móti kerfinu; líka því kerfi að á nóttunni skyldi sofið, enda slíkt ekki fyrir alvöru róttæk- linga sem þá vilja hafa hátt. Það er bara eitthvað sem blaðamenn frá Íslandi heimta. Biðraðirnar Af einhverjum undarlegum ástæð- um ákvað ég að sýna fyrirhyggju og skrá mig á ráðstefnuna strax á laugardegi, þó að ég ætlaði ekki að hefja störf fyrr en daginn eftir. Það reyndist happaspor því næstu daga voru biðraðir í innskráningu frá sjö upp í tólf tíma. Í metróinu hitti ég unga konu frá Úsbekistan sem var á vegum Sameinuðu þjóðanna að fjalla um umhverfisfræðslu í skólum. Þetta sló taktinn fyrir það sem koma skyldi, fólk frá öllum heims- hornum með ólíkan bakgrunn og aðstæður. Allt saman komið til að gera sitt besta til að gera jörðina að betri stað. Það er ólýsanlegt að koma inn í Bella Center; kraðak af fólki, biðraðir hingað og þangað, nokk- ur tungumál sem þú kannast við og fjöldi tungumála sem þú hefur ekki hugmynd um hvaðan koma. Svona hlýtur þetta að hafa verið þegar Róm var höfuðborg heims- ins. Og í miðjunni stendur þú stóreygður. Hvert sem litið er eru biðraðir. Það eru biðraðir til að komast inn í bygginguna og komast út úr henni. Í fatahengið, skjalaafhendinguna, inn í blaðamannaaðstöðuna, eftir kaffi, eftir mat, inn á klósettið, inn á básinn inni á klósettinu. Alls staðar er fólk. Varla getur verið mikið mál að redda þessum lofts- lagsmálum fyrst hægt er að halda utan um svona ráðstefnu, þó með þeim hnökrum sem á urðu. Svo skrifarðu bara Og svo er bara að fara að skrifa. Á hverjum morgni er dagskrá dags- ins gefin út og þú hugsar þér gott til glóðarinnar; þar finnurðu veg- vísinn þinn, þetta er ekkert mál. Jú, þetta er smámál. Dagskráin er í tveimur hlutum og um sex- tíu síður að lengd. Þá er að finna blaðamannafundina, þar hlýtur að vera hægt að finna eitthvað. Nóg er af þeim. Á hálftíma fresti eru haldn- ir blaðamannafundir í aðalher- berginu og stundum annar um leið í öðrum sal. Frá klukkan átta á morgnana til tíu á kvöldin. Að lágmarki eru 29 blaðamannafund- ir á dag, bara í aðalsalnum. Hinir bætast við. Og í ofanálag er alltaf verið að hringla með fundina; Afr- íkuríkin mæta ekki, Yvo de Boer stekkur inn, Kínverjar koma seint, Bandaríkjamenn alls ekki. Fyrir utan blaðamannafundina eru síðan hliðarviðburður, mál- stofur um hitt og þetta, fyrirlestr- ar og umræðuhópar. Sendinefnd- irnar eru opnar til viðtals. Þá eru ótal félagasamtök að kynna mál- stað sinn og líka fyrirtæki í græna iðnaðinum að kynna nýjustu upp- finningu sem bæta mun heiminn. Þú situr einn innan um fimmt- án þúsund manns og veltir því fyrir þér hvernig í ósköpunum þú átt að skrifa um þetta, hvernig er hægt að finna einn vinkil á þetta kraðak. Fýsíkin er ekkert flókin; ef þú hlustar á John Kerry tala um möguleikana á því að Banda- ríkjaþing samþykki frumvarp um loftslagsmál hlustarðu ekki á sama tíma á Yvo de Boer frá Sam- einuðu þjóðunum fara yfir hvernig viðræður ganga. Í ofanálag liggja fréttastjór- arnir í símanum og virðast telja það smáatriði að koma þessu öllu frá sér. Ekkert mál vinur, þú færð tvær síður í dag. Fyrirgefðu herra de Boer, getið þið sett pásu á ráðstefnuna meðan ég klára að skrifa? Er þetta svo flókið? Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, var sprok- settur þegar hann tók við sem for- seti ráðstefnunnar fyrir að kunna ekki tungutakið. Þekkja ekki skammstafanirnar. Ég skil Lars Løkke Rasmussen. COP, UNFCCC, CMP, MRV, CIB, REDD, CDM, ATS, GEO, EDF, ÖBU, CIGI, CEEP, IATP … æ, ég nenni ekki meiru. Og allar hinar tölurnar. Banda- ríkin vilja draga útblástur gróður- húsalofttegunda saman um sautj- án prósent árið 2020. Miðað við árið 2005. Það þýða fjögur pró- sent. Miðað við árið 1990. Evr- ópusambandið vill tuttugu pró- sent árið 2020. Miðað við 1990. Kína er að lofa tíu prósentum. Japan 25. Miðað við hvaða ár var það aftur? Svo er Evrópa tilbúin að fara í þrjátíu prósent. Ef hinir eru með. Miðað við 1990. Ekki 2005. Eða já. Markmiðið er að jörðin hlýni ekki meira en um tvær miðað við fyrir iðnbyltingu. Til þess að það náist þarf aðgerðir strax. En tvær gráður á jörðinni þýða um 3,5 gráður á sumum svæðum Afr- íku. Þess vegna vill Afríka 1,5 gráður. Skuldbindingarnar saman þýða hins vegar að hlýna mun um 3,5 gráður á jörðinni, ef ekki er meira gefið eftir. Hvað þýðir það í Afríku? Hættið þessu rugli Blaðamannamiðstöðin ein og sér er á við meðalíþróttahöll. Bara fyrir prentmiðlana. Annað eins er fyrir sjónvarps- og útvarps- stöðvar. Óformleg talning sýnir að pláss er fyrir 1.586 blaðamenn hérna. Og ef þú mætir eftir 10 er erfitt að fá sæti. Fyrir utan mið- stöðina sitja menn einnig með far- tölvurnar að skrifa; yfirleitt fólk frá félagasamtökum sem ekki er með blaðamannapassa en heldur úti vefsíðu. Menn eru misáhugasamir um blaðamannafundi. Allir vilja heyra hvað Bandaríkin, Kína, Evrópusambandið, Indland og Afríka hafa að segja. Yvo de Boer er beinlínis stjarna; menn hlaupa til þegar hann talar. Enda er hann skemmtilegur og valdamesti maður í umhverfismálum í heim- inum. Við vorum fimm að hlusta á Ekvador og ég var bara þarna vegna þess að ég hafði farið í vit- laust herbergi og vildi ekki gera þeim það að fara út. Áhugavert engu að síður. Sendinefndirnar hafa hálftíma. Þær sem lítið vilja segja mæta seint, tala lengi og leyfa eina spurningu, oftar en ekki er búið að ákveða hver fær spurninguna. Aðrir leyfa langar umræður og þá er eins gott að hafa skammstafan- irnar á hreinu. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hefði komið með beittar spurning- ar og rekið Hillary Clinton á gat. Reyndin er sú að hinar örfáu til- raunir mínar til að fá orðið urðu til einskis. Sem er kannski eins gott. Það eina sem mig langaði til að spyrja var: Hvað er eigin- lega að ykkur? Af hverju hætt- ið þið ekki þessu rugli og bjargið jörðinni minni? Alsírbúinn sem leiðir samninga- nefnd Afríku orðaði það betur: Á meðan þið leikið ykkur með tölur deyr Afríka. Er ekki bara einfaldast að fara út á göturnar með mótmælendun- um? Það er einföld leið til að tjá pirring sinn. Verst að þeir líta allir á mig sem fulltrúa valdsins og vilja ekkert með mig hafa. Hvað svo? Og nú eru menn á lokametrun- um með samning. Ljóst er að ekki næst lagalega bindandi samn- ingur, en pólitísk viljayfirlýsing er möguleg. Og það væri nokkuð gott. Það að 130 þjóðarleiðtogar segist ætla að gera eitthvað þýðir nokkuð. Þannig að þrátt fyrir að fólk finnist sem enn er ekki búið að kveikja á hve mikilvæg málefni eru rædd á þessari ráðstefnu fer því fækkandi. Hlýnun af manna- völdum er ekki tilbúningur, held- ur vísindi. Það sagði Obama mér í gær. Og þá er bara að pakka saman, sinna kvabbi samstarfsmanna sem vantar hitt og þetta úr Kaup- mannahöfn og vona að sú hreyf- ing sem augljóslega er komin á alþjóðasamfélagið í loftslagsmál- um skili sér áður en það er orðið um seinan. Svo er bara að ræða við ritstjór- ann um að senda mig til Mexíkó í júlí; þar gætu hlutirnir gerst. Misskipulagt kaos í Köben BELLA CENTER Fimmtán þúsund manns, frá öllum heimshornum, fylltu ráðstefnuhöllina í tvær vikur. Kannski tókst þeim ekki að leysa vandann sem steðjar að jörðinni, en allir eru þó ákveðnir í að halda áfram að reyna. NORDICPHOTOS/AFP VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 Opið: Mán. til fös. kl. 9 - 18 Laugard. kl. 10 - 16 Sunnud. kl. 12 - 16 JÓLASERÍUR 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM JÓLASERÍUM GERIÐ VERÐSA MANBUR Ð28.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.