Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 142
102 19. desember 2009 LAUGARDAGUR
Yesmine Olsson hefur haft
í mörgu að snúast frá því
að bók hennar Framandi
og freistandi, indversk og
arabísk matreiðsla, kom út
í fyrra. Eftir áramót ætlar
hún að halda matreiðslu-
námskeið í Turninum auk
þess sem Bollywood-sýn-
ing hennar mun hefja þar
göngu sína á ný.
Matreiðslunámskeiðin verða byggð
á bók Yesmine, en hún var nýverið
tilnefnd til alþjóðlegra matreiðslu-
bókaverðlauna og verður gefin út
erlendis á næsta ári.„Ég er oft
beðin um að elda heima hjá fólki og
eftirspurnin hefur verið svo mikil
að ég ætla að halda námskeið eftir
áramót,“ segir einkaþjálfarinn og
matreiðslubókarhöfundurinn Yes-
mine Olsson. Bollywood-sýning
hennar í Turninum var sýnd við
góðar undirtektir í haust, en þar
var matur úr bók hennar, Fram-
andi og freistandi, indversk og
arabísk matreiðsla, borinn fram
undir dans- og söngatriðum.
Fyrir skemmstu var bókin
svo tilnefnd til Gourmand World
Cookbook-verðlaunanna í flokkn-
um besta asíska matreiðslubók-
in og hafa erlendir útgefendur
sýnt henni mikinn áhuga en eins
og Fréttablaðið greindi frá fyrir
skemmstu var Nanna Rögnvald-
ardóttir einnig tilnefnd til þess-
ara sömu verðlauna. „Bókin var á
bókamessunni í Frankfurt í haust.
Hún vakti athygli þar og fólki
fannst áhugavert að búið væri að
gera sýningu byggða á henni. Í
kjölfarið var mér boðið að koma
út á bókamessuna í París í febrú-
ar, bæði að elda og sýna part af
Bollywood-sýningunni,“ útskýrir
Yesmine sem hefur einnig fengið
tilboð frá bókaútgáfum í Þýska-
landi og Frakklandi. „Ég hélt að
ég fengi að taka því rólega um
jólin, en nú er ég að fara á fullt
að undirbúa, ganga frá samn-
ingi við umboðsaðila og svo er
planið að gefa bókina út erlendis
eftir áramót,“ segir hún. „Þetta er
náttúrlega mjög spennandi, enda
er bókamessan í París stærsta
vín- og matreiðslubókasamkoma
í heimi,“ bætir hún við, en þar
verða Gourmand World Cookbook-
verðlaunin afhent.
Matreiðslunámskeið Yesmine
hefjast 14. janúar og munu þau
fara fram í Turninum. „Stefnan
er að kenna fólki að elda heilsu-
samlegan mat með indverskum
kryddum og hvernig nota á krydd-
in til að gera matinn skemmti-
legri. Hópar og saumaklúbbar
hafa fengið mig til að koma heim
og kenna, en þetta verður aðeins
stærra og meira,“ segir Yesmine
sem verður bæði með fyrirlest-
ur og sýnikennslu á námskeið-
inu. „Ég vil auðvitað að allir taki
þátt og svo fær fólk að sjálfsögðu
að smakka afraksturinn,“ segir
hún, en hvert námskeið tekur um
þrjár klukkustundir og er skrán-
ing þegar hafin í Turninum.
Vegna mikillar eftirspurnar
munu Bollywood-sýningarnar
einnig hefja göngu sína þar aftur
eftir áramót og verður fyrsta sýn-
ing 23. janúar. „Það verða alla-
vega fjórar sýningar til að byrja
með. Við finnum að þetta er að
virka. Bollywood á Íslandi er
að koma mjög sterkt inn og fólk
hefur greinilega mikinn áhuga á
því.“ alma@frettabladid.is
Yesmine Olsson í útrás
KENNIR MATREIÐSLU Yesmine heldur matreiðslunámskeið í Turninum eftir áramót
sem verða byggð á bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk
matreiðsla. MYND/KRISTJÁN ELDJÁRN ÞÓRODDSSON
Yfirvöld í Mayfair-hverfinu í London eru að
endurskoða veitingaleyfi leikstjórans Guy Rit-
chie sem á öldurhús í hverfinu. Barinn, The
Punch Bowl, er vinsæll staður á meðal elítunnar
í London og samkvæmt íbúum í hverfinu fylgir
þessu fólki mikill hávaði. Staðnum fylgir svo auk-
inn hávaði, umferð og ónæði frá þeim stóra
hópi ljósmyndara sem bíða fyrir utan
staðinn hvert kvöld.
„Staðurinn fór frá því að vera gamall,
notalegur enskur pöbb yfir í gríðarlega
vinsælan skemmtistað sem fólk hvaðan-
æva að úr heiminum heimsækir,“ var
haft eftir lögfræðingi íbúa Mayfair.
Nágrannar reiðir
út í Guy Ritchie
ÓLÆTI Mikil læti koma frá skemmtistað Guy
Ritchie í Mayfair-hverfinu í London.
Fyrirsætan Gisele Bündchen og eigin-
maður hennar, Tom Brady, eignuðust
son á þriðjudaginn síðasta. Á miðviku-
dag hélt Brady blaðamannafund þar
sem fjölmiðlar spurðu hann spjörun-
um úr um nýfædda soninn. „Það geng-
ur vel, mjög vel. Ég er ánægður með
að þetta skuli vera yfirstaðið,“ sagði
ruðningshetjan og bætti við að hann
væri þó nokkuð þreyttur vegna vöku-
nótta. „Ég er að reyna að koma reglu á
svefninn, sem getur verið erfitt fyrir
nýbakað foreldri að gera. En þetta
gengur vel.“ Hann sagði jafnframt að
hann og kona hans væru enn ekki búin
að velja nafn á drenginn.
Svefnþurfi
EKKERT NAFN Tom Brady segir son sinn og
Gisele Bündchen ekki vera kominn með nafn.
Leikarinn Hugh Grant
kennir sjálfum sér um
að hann sé ennþá ein-
hleypur. Grant, sem
er 49 ára, hefur átt
vingott við margar af
eftirsóttustu konum
heims, þar á meðal
Elizabeth Hurley og
Jemimu Khan. „Ég ætti
að festa ráð mitt. Þetta
er allt mér að kenna,
ég hef átt marg-
ar yndisleg-
ar kærustur,“
sagði Grant.
Fimmtugs-
afmæli hans á næsta ári nálg-
ast óðfluga, en hann óttast
það mjög. „Ég veit ekkert
hvernig ég ætla að glíma við
það.“ Nýjasta mynd Grants
nefnist Did You Hear About
the Morgans? og í henni leik-
ur hann á móti Söruh Jessicu
Parker.
Kennir sér um einveru
HUGH GRANT Leik-
arinn kennir
sjálfum sér
um að hann
sé ennþá
einhleypur.