Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 124

Fréttablaðið - 19.12.2009, Síða 124
BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Nú í vikunni var trúarhópur með sér-stakan áhuga á kynlífi til umfjöllun- ar í fjölmiðlum. Einn fulltrúi Siðmenntar sagði hópinn „hvert annað költ“. Ummæl- in endurspegla ákveðna vanþekkingu á hugtakinu „költ“. Í umræðunni virðist það aðeins hafa neikvæða merkingu og vera notað um hvaða sértrúarhóp sem er, fyrir- bæri sem réttara væri að nefna „sect“. ÞEIR sem einkum henda költ-hugtakið á lofti í þessari populísku æsiblaðamerkingu eru fyrst og fremst ýmsir „antí-költískir“ hópar, jafnan drifnir áfram af trúar- eða vantrúarofstæki. Það fyndna er að þess- ir hópar hafa einmitt sjálfir öll helstu einkenni „secta“. Þar má nefna ósveigj- anlega hugmyndafræði og neikvæða afstöðu til umheimsins. Þeir sem aðhyll- ast aðrar skoðanir hafa einfaldlega rangt fyrir sér og eiga ekkert erindi inn í hópinn. Ekkert svigrúm er fyrir ólíkar eða frjálslegar túlkanir á sannleikanum sem hópurinn aðhyllist. Í seinni tíð hefur þótt væn- legast að skilgreina trú út frá viðfangsefni sínu, hinstu rökum tilverunnar. Þannig er trú hvert það hugmyndakerfi sem býður svör við spurningum, sem eðli sínu samkvæmt verður ekki svarað á óyggjandi hátt með aðferðum vísindanna. Það að spurningunni er svarað skilgrein- ir trúna, ekki það hvort svarið er já eða nei. Trú þarf því ekki að beinast að veru- fræðilegu fyrirbæri eins og hinum gyðing- kristna og íslamska guði. Slík skilgreining næði ekki yfir búddisma eða önnur guðlaus trúarbrögð. Í akademískri félagsfræði hefur hugtakið „költ“ mun opnari merkingu og varla trú- arlega. Költi má líkja við hlaðborð hug- mynda um andleg efni, sem gjarnan kunna þó að eiga sér trúarlegar rætur, þ.e. veita svör við hinum hinstu spurningum. Af þessu hlaðborði velur síðan hver einstakl- ingur fyrir sig á sínum eigin (költísku) forsendum það sem hentar honum, án þess að því fylgi afdráttarlaus hollusta við eða óbilandi trú á eina lífsskoðun umfram aðra. ÞANNIG mætti t.d. tala um jóga-költ. Þá er átt við að fjöldi fólks af öllum trúar- brögðum og engum iðkar jóga sér til and- legrar og líkamlegrar heilsubótar og það nær ekkert lengra, þótt hugmyndafræði jóga byggi á hindúískum mannskilningi og heimsmynd. Sömuleiðis mætti tala um nýaldarköltið sem naut vinsælda á síðasta áratug, hippaköltið sem átti sitt blómaskeið nokkru fyrr og, já, líka siðmenntarköltið sem um þessar mundir virðist vera í blóma. Költ 10. HVER VINNUR! SMS LEIKUR! SJÁÐU MYNDINASPILAÐU LEIKINN SENDU SMS SKEYTIÐ EST AVA Á NÚMERIÐ 1900! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER LG VIEWTY SÍMI + 4 MIÐAR Á AVATAR + TÖLVULEIKURINN AUKAVINNINGAR: MIÐAR Á AVATAR · DVD MYNDIR · AVATAR TÖLVULEIKIR · FULLT AF GOSI OG MARGT FLEIRA K O M I N Í B Í Ó W W W . S E N A . I S / A V A T A R N Ý R K A F L I Í K V I K M Y N D A S Ö G U N N I ! S T Ó R M Y N D E F T I R L E I K S T J Ó R A T I T A N I C J A M E S C A M E R O N 88 19. desember 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Veistu hvað, ég fékk mér sopa úr því í morgun og þá var allt í lagi með það! Markahæsti leikmaðurinn í 2.deild á árunum 1901 til 1902 hét Chippy Simmons. Var ég að spyrja um það? Ég hélt kannski að þú vildir vita það. Ef ég hefði minnsta áhuga á þessari geðveiku þráhyggju þinni þá myndi höfuðið mitt springa. Hann spilaði með West Brom. Þegiðu! 23 mörk. Palli, ég hef fundið áhugamál sem ég og þú getum átt saman: Myndaalbúm! Ég keypti sérstök skæri, lím, litaðan pappír og horn til að festa myndirnar í og litla sæta límmiða! Vá, hvað ég hlakka til að sökkva mér ofan í endurminn- ingarnar! Og ég sem var að vonast til að gleyma þeim sem fyrst! Nei sko, peningur! Hvað er svona merkilegt við smápening? Veistu ekki neitt! Hann færir þér lukku!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.