Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 29

Vikan - 30.11.1961, Side 29
Úrsus með sína sveina. Framhald af bls. 17. Jósefsson liinn sterki, ritstjóri Austra á SeySisfirði. l>að kom fyrir, að þeir gengju berserksgang, hengdu upp lögreglul)jóna og þess- háttar. Það var nú vist oftast eitt- hvað i sambandi við drykkju, en ég stundaði lítt drykkjuslark. — Heldurðu að menn séu eins sterkir og þeir voru áður fyrr? — Ojá, sterkir menn eru til enn. Það reynir bara ekki eins mikið á kraftana núna. Biddu við, ætli ég hafi ekki skrifað eitthvað um róð- urinn í dagbókina. — Heldurðu dagbók? — Já, síðan ég var strákur á Tjörnesi. Hann stóð upp og gekk fram, hnarreistur eins og hann er vanur, til þess að finna dagbókina. En hann hafði ekki skrifað neitt um róðurinn í hana. Það voru mest at- hugasemdir um veðurfar, hitastig og þessháttar. — Hvernig var umhorfs á Sel- fossi, þegar þú komst hingað? — Þá var aðeins Tryggvaskáli, gamla bankabyggingin eins og hún var flutt vestan úr Búðardal og svo Sigtún. Þá var Egill Thorarensen byrjaður að verzla; liafði keypt af tengdaföður sinum. — Einkennilegt, að forlögin skyldu ætla þér stað liér á bökkum Ölfusár. — Jamm, víst er svo. Ég hafði verið syðra um skeið; rafveituþræll og samvinnuskólakennari. Það var auglýst staða hér í bankanum og ég bjóst tæplega við því að verða lengi, það var í janúar 1922. -— Og þú varst gjaldkeri eins og alþjóð á Suðurlandi veit. —• Jú, ég varð gjaldkeri. Var við kassann í 3ö ár og fjóra mánuði betur. Hætti 1958. — Hvernig kunnirðu því að vera sífellt með peninga milli handa? — Það vandist. Kosturinn við starfið var sá, að maður kynntist mörgum mönnum. Það höfðu flest- ir l)ændur einhvjer viðskipti við bankann. — Þekkirðu alla bændur á Suður- landi? — Ekki segi ég það nú kannske, en þeir eru nokkuð margir. — Finnst þér, að þú hafir lent á réttri hillu? — Noh, ég veit ekki. Maður hefði kannske efnazt betur á kaup- mennsku eða einhverju öðru. Laun- in voru alltaf lág í bankanum. Ég var reyndar talsvert hneigður fyrir búskap, en það fór út um þúfur, þegar foreldrar mínir fluttust til Akureyrar. Ég hef alltaf haft eitt- hvert bú hér í Fagurgerði og meðan krakkarnir voru ungir, hafði ég kýr. Þá fékk ég slægjur frammi i engj- um auk þess sem fékkst af túnblett- inum. — Hvað aðhefstu nú, þegar þú ert hættur að telja peninga? — Ég sit á friðarstóli hér í Fag- urgerði og hjálpa oddvitanum slð- degis. Þar fyrir utan skrifa ég ætt- arskýrslur, til dæmis allar ættar- skrár Selfossbyggja og það er all- mikið verk, því þeir eru víða að komnir. Á vetrum iðka ég gegning- ar og hestamennsku en heyskap og burtreiðar á sumnum, eða hvort finnst þér Úthlíðingur að þetta sé ekki allt nokkuð. — Burtreiðar? — Ójá, burtreiðar heita það hér. Það er miklu betra orð en útreiðar. Ég hafði sjö hross i túni í vetur sem leið. Þeir þyrptust að mér, strák- arnir, og það voru burtreiðar og tamningar annan hvern dag úr því komið var fram á útmánuði. — Lestu mikið, Björn? — Aðallega þessar skruddur, sem ég safna úr. — Ættfræðibækur? — Já, það eru doðrantar miklir og eigi við alþýðu skap. Björn sat með dagbókina á hnjánum og fletti í henni, næstum því annars hugar. Allt í einu sagði hann: — Hér hef ég skrifað í dagbókina vísu eina ágæta eftir Kjartan nokk- urn Jónsson, sem við köllum hirð- skáld: Hér er andinn ekki þurr ekkert grand má kenna. Crreitt um sanda Guðmundur gandinn lætur renna. Gott hjá hönum, finnst þér ekki? — Jú, mér finnst lnin ágæt hjá liönum. Er hún úr ferðalagi? — Já, ég tel mig liafa ferðazt mest allra bankamanna, þvi þeir eru margir eigi hestfærir. — Ferð þú með marga til reiðar og ríður illa? — Ónei, ég fer „rólega og með góðri skipan“ eins og þeir sögðu á Sturlungaöld. Þá fóru þeir stund- um óskipulega og árangurinn varð eftir því. — Hefurðu aldrei óskað þess að hafa verið uppi á Sturlungaöld og riðið með alvæpni um héruð? — Ojæja, skyldi það vera. Víst hefi ég á stundum hugsað til þess og hefði það verið ólíkt björgu- legra. — Hefur þú rakta ætt þína aftur til garpa og göfugra víkinga? — Nokkuð liefur mér orðið á- gegnf um það að visu, en allir eiga að geta rakið ættir sína aftur til 1703. Á þvisa ári var manntal en þar fyrir framan þrýtur margar heimildir. Þú hefur kannske tekið eftir því, að Oddaverjar röktu ættir sinar til Skjöldunga eða Danakon- unga, en Ari fróði til Ynglinga í Svíþjóð. Ég hygg, að þeir hafi keppzt um það að gera ættir sinar sem gjöfugastar og við þeim aðferð- um er vissara að gjalda varhygð. En það sýnir, að þeir hafa haft áhuga fyrir ættfræði og að nokkru leyti hefur þetta verið til þess að sanna, að þeir væru eigi af illþýði komnir. — Ég þarf víst varla að spyrja að því, að þér finnst ættfræði heill- andi verkefni. Já, meðan maður heldur ráði og rænu, þá kemst maður ekki frá ætt- fræðinni og mun ég nú skrifa og senda þér ættartölu þina allt til Skjöldunga eður Ynglinga. Að svo mæltu stóðum við upp og gengum út í kvöldsólina, sem glamp- aði á lygnunum i ánni upp við hólm- ana og gyllti Búrfell og Kálfstindana i norðri. Björn sýndi mér hríslurn- ar meðfram heimreiðinni, sem vaxa saman yfir höfði manns og framan við nosturlega umgengin gripaliúsin sagði liann mér deili á nágrönnum sinum og fylgdi greinargóð ættar- skýrsla hverjum. Þar kvaddi ég garpinn af Tjörnesi, sem ætlaði að verða sjóliðsforingi. Ef forlög eru til, þá hafa þau verið honum hlið- holl; Fagurgerði á bökkum Ölfusár er hlýlegri samastaður en nokkur stjórnpallur — jafnvel fyrir mann sem vildi heldur hafa lifað á Sturl- ungaöld. Gísli Sigurðsson. ILMA BÖKUNARVÖRUR Tími kunningjaheimsókna og samkvæma er hafinn. - Húsmæðurnar leggja sig fram með að auðsýna sem mesta gestrisni. - Heima- baksturinn er þar snarastur þáttur. Bökunarvörur sem húsmæðurnar geta treyst eru frumskilyrði fyrir góðum árangri. Ilma lyftiduft, Ilma eggjagult og Ilma kökukrydd verður fyrir valinu enda ber það af. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.