Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 37

Vikan - 30.11.1961, Side 37
lnzunni, sem sker úr aO allt sé með felldu. Ég spurðl Wisman hvaö gerast mundi, ef hann reyndi að komast yfir dulmálsorðin og senda hau áleið- is sem rásorö. „'Éer yrði skotinn til bana á staðnum," svaraði hann, og Það leyndi sér ekki að hann átti við að kúlurnar myndu koma úr skamm- byssum hinna vopnuðu samstarfs- manna sinna. Þá víkur málinu að flugvirkjunum, sem stöðugt eru á eftirlitsflugi, inn- an þeirra takmarka, sem þau mega ekki fljúga yfir án sérstakrar skip- unar um að fara beina leið að skot- mörkum sínum og láta til skarar skríða. Um borð í sérhverju þeirra er „þeirra" brot af dulmálssetning- unni. Eða eins og Wisman komst að orði — þeir hafa part úr kökunni, en við höfum hana alia. Um leið og við sendum þeim alla setninguna, sjá þeir hvar þeirra rásorð fellur inn í, ann- ars er rásorðið þeim með öliu gagns- laust. Af sex manna áhöfn um borð i hverri flugvél eru það þrír, sem bera rásorðið á sér, og þeir verða aliir að taka á móti sendingunni og bera saman bækur sínar, og fullvissa sig um að ailt sé með felldu. Að því loknu verða þrír af áhöfn- inni, hver á sínum ákveðna stað, og hver með sinn aðstoðarmann að vinna saman í nokkrar minútur að fram- kvæmd sex atriða. sem krefjast ýtr- ustu nákvæmni, áður en unnt er að varpa virkri sprengju. Séu ekki öll þessi atriði framkvæmd til fullnustu, ailar leiðslur settar í samband og ailir hemlar leystir, er sprengjan ó- virk. Eh hvað mundi gerast ef þrír eða fleiri af áhöfninni yrðu á eitt sáttir um að fljúga að áður tilteknu skotmarki og láta virka sprengju falla? Sem betur fer getur flugvirkið ekki vikið af leiö án þess aö vart verði i eftirlitsstöðvunum. Öllum sér- fræðingunum bar saman um, að ef slíkt gerðist, mundu bandarisk yfir- völd tafarlaust. tilkynna þeim sovézku það eftir dipiomatiskum leiðum,' og biðjast um leið mikillega afsökunar — áður en flugvirkið hefði komizt nálægt skotmarki sínu. Flugvirkið yrði Því skotið niður, annaðhvort af bandariskum flugvélum eða rúss- neskum, áður en nokkurt mein yrði að. „Það yrði svo látið iiggja í þágn- argildi", sagði einn af þeim háttsettu i flughernum. Það er því óhugsandi að nokkur siík flugvél gæti valdið styrjaldará- tökum. Eins manns flugvélar hafa aldrei nein kjarorkuvopn meðferð- is. En það eru ekki lengur flugmenn- irnir einir, sem hafa yfir kjarnorku- sprengjum að ráða. Eða með öðrum orðum — flugvélarnar eru ekki leng- ur einu kjarnorkusprengjuberarnir. Það er haft fyrir satt að tuttugu og sjö Atlaseldflaugar, sem draga 6.300 mílur, standi rásbúnar í ýmsum flug- stöðvum í Bandarikjunum; á Bret- landi er komið fyrir sextíu Thor-eld- flaugum, sem draga 1500 mílur; tveir kafbátar eru í förum, hvor um sig búinn 16 Polarisflugskeytum, og auk þess hafa ýmis bandarísk herfylki er- lendis yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Kjarnorkuvígbúnaðurinn eykst hröðum skrefum. Innan skamms verða fullbúnar tíu Atlas-skotstöðvar til viðbótar, hver um sig með níu kjarnorkueldflaugum. Titan-eldflaug- arnar, sem draga 6000 mílur, verða fullgerðar í sumar, og um fjörutíu og fimm Jupiter-flaugar, sem draga 1500 mílur, verða staðsettar í ýmsum bandamannaríkjum Evrópu. Gert er ráð fyrir að nýr Polarisskeytakafbát- ur veröi tekinn í notkun með nokk- urra mánaða millibili næstu þrjú árin. Fyrstu „Minuteman“-eldfiaugarnar af 500 — en þær draga heimsálfanna á milli, verða settar 1 skotstöðu áriö 1962. Af þróun þessari leiðir að stööugt Frunhald á juecta aiSo. olivetti AUDIT 402 BÓKHALDSVÉLIN * * * * IÐNAÐUR OG VERZLUN VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD — REKSTURSBÓKHALD — LAUNABÓK- HALD og BIRGÐABÓKHALD. BANKAR O G SPARISJÓÐIR FÆRSLA Á SPARISJÓÐSSPJÖLDUM — ÁVÍSANASPJÖLD — HLAUPAREIKNINGSFÆRSLUR. BÆJAR OG SVEITARFÉLÖG ÚTSVARA OG SKATTAFÆRSLUR — FÆRSLA Á TRYGGINGAGJÖLDUM — ALMENNT BÓKHALD. SJÚKRASAMLÖG, VÁTRYGGINGAFÉLÖG IÐGJALDAREIKNINGAR — IÐGJALDAfTILKYNNINGAR — BÓTA- GREIÐSLUR O. FL. OLIVETTI AUDIT 402 ER ÓDÝRASTA BÓKHALDSVÉLIN Á MARKAÐNUM. HÚN GETUR UNNIÐ 4 ÓSKYLD VERKEFNI í HVERJUM STJÓRNKAMBI. AUDIT 402 ER FULLKOMIN BÓKHALDS- VÉL, STERK OG ÖRUGG OG ER SELD MEÐ EINS ÁRS ÁBYRGÐ. FULLKOMIN VIÐHALDSÞJÓNUSTA Á EIGIN VERKSTÆÐI TRYGGIR LANGA ENDINGU OG ÓDÝRAN REKSTUR. AUDIT 402 KOSTAR AÐEINS KR. 59.780.00. G. HELGASON & MELSTED H.F. RAUÐRÁRSTÍG 1. — SÍMI 11644. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.