Vikan


Vikan - 30.11.1961, Side 39

Vikan - 30.11.1961, Side 39
DE LUXE STEREO Hér gefnr að líta stofnprýði sem ank hins glæsilega útlits er yndisanki hverjum Jjeim sem kröfur gerir til frábærra tóngæða. Hinar kunnu norsku útvarpsverksmiðjur EDDA RADIO hafa nnnið sér stöðn meðal allra fremstu viðtækjasmiðja heims. Með þessu nýja viðtæki „Haugtiissa 4“ hefur náðst nýr áfangi í hljómi og tóngæðum þannig að hin einstöku hljóðfæri koma skýrt fram þótt um stórhljómsveitir sé að ræða. Hinir 8 nýju NOVAL-lampar eru jafnvígir 16 venjulegum útvarpslömpum. Kynnið ykkur þetta frábæra tæki. EDDA RADIO „Haugtiissa 4“ f SKEIFUKASSA sem unnnin er af framúrskarandi fagmönnum úr völdu efni. SKEIFUSTÍLL • SKEIFUGÆÐI • SKEIFUSKILMÁLAR um, gagnsæum veggjum, svo enginn geti beitt marghleypunni til þess að neyða hina til samstarfs. Þegar til kemur, verður þessum flugskeytum einnig komið fyrir í járnbrautarlest- um, svo unnt verður að flytja þau úr stað. Ein meginhættan af þessum nýju flugskeytum, varðandi slysa- skot, er í Því fólgin að skeytið er svo sjálfvirkt, að mistök geta leitt til þess, að þaö taki til sinna ráða. Að undanförnu hefur dr. Stern unn- ið að þvi með starfsmönnum sínum að leita uppi hugsanlegar veilur i ör- yggiskerfinu til þess að koma í veg fyrir vangárstyrjöld. 1 rauninni er þarna um svo marga möguleika að ræða, að menn sundlar við. Tæknin getur brugðizt Þegar minnst varir, tækin þegar mest riður á — og menn- irnir líka. Svo er Það annað — allar þessar öryggisráðstafanir hljóta að gera sjálft varnarkerfið seinvirkara ef til þarf að taka, en styrkur þess er fyrst og fremst undir því kominn að það sé nægilega skjótvirkt. Kenn- edy forseti hefur því farið þess á leit við þjóðþingið, að það veiti nægi- legt fé til þess að gera aðvörunar- kerfið sem viðbragðsskjótast, og þá einnig varnarkerfið með því að hraða og auka smíði Polaris-flugskeytanna og Minuteman-eldflauganna, svo þær geti sem fyrst leyst hinar eldri, eins og Atlas-eldflaugarnar af hólmi, og loks til þess að gera fjarskiptakerfin, sem tengja allar aðalstöðvar, sem ör- uggust og skjótvirkust, svo enginn foringjanna þar þurfi að kviða þvi, að stöðvar hans verði úr leik vegna þess að orðsending forsetans nái ekki til hans, ef styrjöld brýzt út fyrirvara- laust. Samt sem áður er þeirri spurningu enn ósvarað, hvort komið verði í veg fyrir að radartækin í aðvörunarstöðv- unum sjái ofsjónir, eins og talið er að hafi valdið andartaks hættu á van- gárstyrjöld þann 5. október, 1960, en t>á reyndist um endurkaststruflanir frá tunglinu að ræða. Og hvað um spennuna, sem skapazt getur við það, að skotið verði fyrir slysni á loft til- tölulega litilli kjarnorkusprengju án þess hún hæfi nokkurt mark, og Rúss- ar svari með því að skjóta á loft stærri sprengju, án þess að miða á sérstakt skotmark — og Bandaríkja- menn svari í sömu mynt og þannig koll af kolli, og sífellt stækki sprengj- urnar? Getur sú spenna, sem þannig skapast fyrir „meinlaust" slysaskot, þá leitt til styrjaldar fyrr en varir? Og hvað um það, ef Rússar gera sig líklega til að taka Berlín, og Bandarikjamenn senda kjarnorku- sprengjuflugvélar sínar að yztu tak- mörkum og skotbúa kjarorkueld- flaugar sínar á meðan úrsllt eru ráð- in? Fara Rússar þá eins að, skotbúa kjarorkueldflaugar sínar og senda kjarnorkusprengjuflugvélar út að yztu mörkum? Og hvernig færi, ef einhver sprengjuflugvélanna yrði að lenda til að taka eldsneyti og yrði þannig freistandi skotmark? Mundi leikur þessi verða stöðvaður áður en verra hlytist af, eða bjóða hættunni óafturkallanlega heim? Við þessum spurningum eru engin óyggjandi svör. Sérfræðingarnir vona, að Washington yrði ekki fyrir neinni eyðileggingu, ef illa tækist til, og að öll fjarskiptatæki héldust virk. En hvernig færi ef ekki næðist samband við forsetann — ef hann væri lát- inn eða talinn látinn? Ég lagði þessa spurningu fyrir nokkra háttsetta menn. Þeir töldu, að ef Þannig vildi til einmitt þegar i odda skærist, myndu hvorki duga lög né kerfi Þá kæmi fyrst og fremst til greina hver hefði þrek og þor til að senda rás- merkið, og hverjir hlýddu þvi eða ekki. Talið var liklegast og heppilegast, að annaöhvort landvarnamálaráð- herrann eða æðstu menn herráðsins sendu þá rásmerkið. Hvernig færi svo, ef æðsti íoringi I einhverjum að- alstöðvunum, til dæmis flughersins, teldi sig hafa aðeins stundarfjórðung til að bjarga þjóðinni? Fróðir menn á þessu sviði telja líklegt að hann mundi þá gefa merki um að láta til skarar skríða og því verða hiýtt — svo framarlega, sem hann hagaði sér ekki á neinn hátt óvenjulega. Þótt mótsagnarkennt kunni að virðast, þá er talið að hinn stóraukni kjarnorkuskeytavigbúnaður Banda- rikjamanna og Rússa hafi að vissu leyti aukið öryggi gegn vangárstyrjöld í för með sér. Sérfræðingarnir álíta, að báðir aðilar hafi sett viss takmörk, til þess að koma í veg fyrir að styrjöld geti brotizt út fyrir vangá, sem svari því að ekki verði tafarlaust svarað í sömu mynt þótt fimm kjarnorku- eldflaugar hæfi mark og valdi dauða um allt að milljón manna — forsetinn mundi ekki gefa rásmerkið fyrr en liðin væri að minnsta kosti hálf klukkustund, er skæri úr um Það hvort um vangá hefði verið að ræða eða ekki. Vonir standa og til um að öryggið aukist stöðugt; báðir aðilar verði svo sterkir, að þeir vilji ekki eiga neitt á hættu. Bn svo eru þaö nýju kjarnorku- veldin, Frakkland og Rauða-Kína — hvað verða Þau lengi að taka upp kjarnorkuvopn, og hvernig munu þau haga öryggisráðstöfunum í Því sam- bandi. Þegar allt kemur til alls, virð- ist ekki nema um eina „örugga örygg- isráðstöfun" að ræða — algera af- vopnun. En þá kemur það til, að annar aðilinn getur ekki lagt frá sér öll vopn nema hinn geri það líka. Hafa Rússar eins miklar áhyggjur og Bandaríkjamenn af því að styrjöld kunni að brjótast út fyrir vangá? Um það verður ekki sagt með vissu, en líklegt má teljast, að þar eð um gerskipulagt lögregluveldi er þar að ræða, sé eftirlitið með mönnunum við rofana ekki síður nákvæmt þar. Og Rússar eru þeir raunsæismenn, að þeir gera sér fyUilega grei* fyrir þvl, að slysaskotin geta haft í för með sér gereyðingu þeirra eigin lands. En eru þeir nægilega miklir raun- sæismenn til að gera sér grein fyrir að þessi hætta hlýtur alltaf að vofa yfir hjá þeim, ekki síður en okkur? Verða þeir því að lokum fáanlegir til að semja um afvopnun tortryggn- islaust? Or því kann að fást skorið næstu mánuðina. Peter Wyden. þýtt úr Saturday Evening Post. Svarti kötturinn. Framhaid af bls. 19. — Þetta er Mallory leynilög- reglumaður, mig langar til að tala við yður, ef þér megið vera að þvi. Gamall karl, sem heitir Rossiter hefur verið myrtur. — Hvað segið þér — David Rossiter. í Gullregnshúsinu. Ég var þar i gær. — HúshjáJpin hans sagði okkur það — hún kom aftur þangað til að sækja innkaupatösku, sem hún hafði gleymt — og fann hann myrt- an. Hún minntist á nýja erfðaskrá. — Það er alveg rétt, ég er ein- mitt að ganga frá henni. Ég er hræddur um að ég geti ekki gefið yður miklar upplýsingar, ég veit ekki mikið um hann — en þér eruð velkominn hingað ef þér haldið að ég geti orðið að einhverju liði. — Þakka yður fyrir, ég kem undir eins. Korteri siðar opnaði Liddle fyrir leynilögreglumanninum og lögreglu- þjóni, sem hann kannaðist við. Hann las erfðaskrána, sem hann hafði samið eftir fyrirmælum gamla mannsins, upphátt fyrir leynilög- reglumanninn. V l li A N 31) -

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.