Vikan


Vikan - 26.04.1962, Page 16

Vikan - 26.04.1962, Page 16
FALLEGUR OG LETTUR NATTKJ Ó LL Hér kemur snið af einföldum og fallegum náttkjól, sem hvort heldur má sauma saman úr lérefts- eða silki- efni. — Efni í síðan náttkjól, 3,50 m af 90 cm breiðu efni. Efni í stuttan náttkj#, 1,65 m af 90 cm breiðu efni. Byrjið á að búa tiJ sniðið þannig að strika ferninga á pappir, 5x5 cm hvern ferning. Teiknið síðan sniðið eftir skýringarmyndinni og klipp- út. Lengið sniðin eftir vild. Leggið sniðin á tvöfalt efnið og ath. að miðja að framan og aftan komi við tvöfalda brún efnisins og efnið iiggi yíir þræði. Sníðið með 1 cm saumfari. Sníðið nú fram og afturstykki, 1 stk. af hvoru, siðan herðastykki að aftan og framan, 2 stk. af hvoru, síðan pífuna 15 cm breiða og 3 sinnum yfir efnið. Takið annað herðastykki að framan og merkið fyrir götum eftir skýringarmyndinni, klippið með fíngerðum skærum og saurnið með silkitvinna og kappmelluspori. 1 þessi göt er síðar dregið silkiband. Rykkið fram- og afturstykki, svo Þau verði hæfiieg við herðastykkin. Faldið handvegina 1 höndum með rúllufaldi. Saumið saman axlarsauma á herðastykkjum og strauið út. Saum- ið herðastykkin við fram- og afturstykki með röngu mót röngu, ath. að miðjur á stykkjunum mætist. Leggið efri herðastykkin réttu mót réttu við þau neðri og saumið, fyrst hálsmáiið og siðan stykkin niður á nátt- kjólinn. Gjarnan má stinga tæpt í brún við hálsmálið eða sauma mjóa blúndu við. Saumið nú saman hliðar náttkjólsins með skyrtu — eða tvöföldum saúmi. Saumið pifuna saman með tvöföldum saumi, faldið, rykkið, mælið og þræðið við kjólinn, þannig að rykk- ingin verði jöfn allt í kring. Klippið af saumfarinu, þeim megin, sem pifan er, leggið saumfarið af kjólnum yfir og leggið niður við í höndum í vélsporið. Dragið silkiband i götln á herðastykki að framan og hnýtið slaufu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.