Vikan


Vikan - 26.04.1962, Qupperneq 24

Vikan - 26.04.1962, Qupperneq 24
Ungfrú Yndisfríð Hvnr er örkin hnns NÓ*? SíSast þegar clregiS var hlaut verðlaunin: G'UÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Rauðalæk 41, Reykjavík. Enn er þaS Örkin lians Nóa, sem ungfrú YndisfríS hefur falið i blaSinu. Kannski í einhverri mynd- inni. ÞaS á ekki aS vera mjög erfitt aS finna hana og ungfrú YndisfríS heitir góSum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Simi Er athyglisgáfan i lagi? Svo virðist sem teikningarnar séu báðar eins, en látið nú ekki blekkjast! í rauninni hefur teiknarinn breytt neðri teikningunni i sjö at- riðum. Reynið nú að finna þessar sjö breytingar áður en þið flettið upp lausninni, sem er á bls. 43. 24 VIKAN Eartha Kitt. Dansmærin varð fræg söngkona. Hún dansaði með hinum fræga dansflokki Kathryn Dunham og ferðaðist um heiminn. Einn góðan veðurdag þegar flokkurinn var í París datt henni í hug að reyna að syngja. Flokkurinn yfirgaf Paris en hún varð kyrr, fékk vinnu sem söngkona og söng skömmu síðar inn á hljómplötu lagið „Under the bridges of Paris“, sem náði metsölu, og síðan hverja plötuna á fætur annarri. Hún heitir Eartha Kitt, auðvitað kannast allir við hana. Nú syngur hún ekki lengur inn á plötur sem ná metsölu. Eins og margar stórar stjörnur kemur hún fram i næturklúbb- um og sjónvarpsþáttum í nokkra mánuði á ári. Um þessar mundir hefur Eartha komið fram á næturklúbb og haía allir grætt, gestirnir góða skemmtun, klúbburinn mikla peninga og blaða- mennirnir hverja myndina annarri betri, eins og t. d. þá sem fylgir þessari, þvi Eartha er að sögn þeirra, sem séð hafa hana stórglæsi- legur kvenmaður. Paul Anka. Paul Anka: The bells at my wedding og Loveland. Að sjálfsögðu eru bæði lögin eftir Paul Anka, sem einnig semur textana. Þannig hefur það verið með allar þær plötur, sem Paul hefur sungið inn á undanfarin ár, og fyrir bragðið er Paul sagður vera tekjuhæsti unglingur í heiminum, þvi flestallar plötur hans hafa náð metsölu. Fyrra lagið á þessari plötu stenzt ekki sam- anburð við mörg fyrri lög höfundarins, það er hins vegar þessi létti blær yfir síðara lag- inu og er ekki ólíklegt að það eigi eftir að ná vinsældum. Söngurinn hans Anka er orðinn hrjúfur á köflum og röddin hefur lækkað, þetta hefur líklega haft sitt áð segja, því á hann hefur vart heyrzt minnzt á vinsælda- listanum undanfarna mánuði. E'n þó vinsældir hans hraki eitthvað sem söngvara, þá mun hann áreiðanlega halda áfram að semja lög, þessi einföldu, en skemmtilegu lög, sem við höf- um heyrt á undanförnum árum. Platan fæst í Fáikanum, Laugavegi. Chubby Checker. Chubby Checker: Oh, Susannah og Pony time. Konungur twist-laganna er hér í essinu sínu. Þó eru þetta hvorttveggja lög, sem hann söng inn á plötu fyrir ári síðan, þegar enginn hafði heyrt minnzt á twist. En síðan twist náði vinsældum og Chubby Checker náði heimsfrægð þá hafa fyrri plötur hans verið gefnar út á ný og hvarvetna náð metsölu. Bæði eru lögin upplögð til að dansa twist eftir, er þetta ein bezta twistlaga platan, sem komið hefur hing- að.Söngur Chubby er alltaf frískur ogskemmti- legur. Platan fæst í Fálkanum, Laugavegi. Gamla myndin. Þessi mynd var tekin fyrir eilefu árum af tríói Ólafs Gauks, sem fór i hljóm- leikaferð um landið með skemmtiflokki er nefndist „Stjörnukabarettinn". Ólafur Gaukur Þórhalls- son, gítar (leikur nú í hljóm- sveit Andrésar Ingólfsson- ar), Kristján Magnússon, píanó (starfar nú sem blaða- ljósmyndari en leikur lítið sem ekki í hljómsveitum), Jón Sigurðsson, bassi (leik- ur í Sinfóníuhljómsveitinni og er auk þess útsetjari og stjórnandi æfinga Lúdó- sextettsins og hljómsveitar Andrésar Ingólfssonar).

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.