Vikan - 10.01.1963, Page 7
alkunnugt er. En allt kom fyrir ekki. Var Geir á þeirri sko'ðun,
að nauðsynlegt væri að reyna að fá innlenda aflamenn til að
stýra Fanny. Þetta kann að þykja liggja í auguin uppi, en
þá er þess að gæta, að þeir íslendingar, sem höfðu þekkingu
eða hæfileika til að stjórna þilskipi, voru sárafáir og enginn
stýrimannaskóli var til, hann var ekki stofnaður fyrr en mörg-
um árum síðar.
Um þetta leyti var hákarlaveiðin við Vestfirði og Norður-
land ábatasöm útgerð. Hins vegar höfðu hákarlaveiðar ekki
verið mikið stundaðar frá Suðurlandi. Þó höfðu 1- 2 skip
frá Búðum gengið í hákarl með góðum árangri og því líkindi
til, að hægt væri að stunda þær syðra, sem vestra og nyrðra.
En það var sannarlega ekki auðhlaupið að því að finna þann
mann, sem gæti sameinað þetta tvennt —- kunnáttu í stjórn
seglskipa og þekkingu á fiskimiðum. Og þá var það, sem
Geir fréttir, að uppi á Akranesi sé ungur hákarlaformaður
af Vestfjörðum, sem einhverja kunnáttu hafi í stjórn þilskipa.
Það er af Geir að segja, að hann tekur sér far upp á Akra-
nes, til fundar við þennan sjómann. Það fór vel á með þeim
og fluttist sjómaðurinn, sem var enginn annar en Sigurður
Símonarson, til Reykjavíkur og varð nú stýrimaður á Fanny
og svo skipstjóri eftir stuttan tíma.
Það fór, eins og Geir hafði grunað. Þarna var fundinn mað-
urinn, sem var fær um að sameina hina fornu hákarlasjó-
mennsku og þilskipaútveginn. Því nú fóru aflabrögðin að batna
og áhyggjur hvað það snerti voru úr sögunni, eins og dögg
fyrir sólu. Stjórnaði Sigurður síðan þilskipum fyrir Geir í
eina þrjá áratugi, en hann hætti fyrir aldurssakir.
Frásögn JónasarGuðmunds-
sonar, stýrimanns af Sigurði
Símonarsyni, fyrsta íslenzka
skútuskipstjóranum í
Reykjavík.
Það bar í rauninni fleira til, en kunnáttuleysið við veiðarn-
ar. Fanny var óhentugt skip til handfæraveiða. Hana rak hratt
undan vindi og færin vildu fara á glæ. Ennfremur gengu há-
karlaveiðarnar illa, en þær voru helzt stundaðar á henni fyrstu
árin. Voru útgerðarmennirnir orðnir uggandi um sinn hag
og reyndu allt til að auka veiðarnar. Þar á meðal lét
Geir smíða gérstaklega fyrir sig norðlenzkar hákarlasóknir,
en Norðlendingar voru miklar aflaklær og hákarlamenn, sem
EKKI VARÐ skipstjórn Sigurðar Símonarsonar merki-
leg á þann hátt, sem vel er fallið til að skrifa um
sögur. Það er og verður sögulegra að komast á kjöl
á hverri vertíð, vaða brimgarð úr flaki, eða ganga
berfættur einn til byggða, en hafa komizt frá sjó-
men.nskunni án sýnilegra átaka og lífstjóns. Sigurður
gerði lítið af því að hvolfa skipum, eða granda þeim.
Sjóferðir hans voru eins og sannar sjóferðir eru: alls
ekki neitt sögulegar. Þó fór hann eina ferð, sem varð söguleg
á þennan hátt og við hljótum að sannfærast um það, að þá
reyndi á þjálfaðan sjómann, svo ekki verði meira sagt, og í
landi, þar sem ekki er alla jafna spurt um vopnaviðskipti,
heldur leikslok, þá hafði Sigurður fullan sigur þar.
Markús Fr. Bjarnason, fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans
í Reykjavík, var eins og áður var sagt, bróðursonur Sigurðar.
Hann var í æsku á skipinu með Símoni. Árið 1887 var Markús
orðinn skipstjóri hjá Geirsútgerðinni, eins og Sigurður. Voru
þeir við veiðar og öfluðu vel um vorið, en um sumarið voru
þeir fyrir Austfjörðum, sem eins konar móðurskip fynr smá-
báta, keyptu fisk og söltuðu og seldu vistir. Markús var með
skútuna Reykjavík, en Sigurður með Fanny, sem endranær.
Höfðu þessar ferðir til Austfjarða reynzt ábatasamar árinu
áður og var þeim því haldið áfram. Ekkert sögulegt skeði,
fyrr en Fanny lagði af stað heimleiðis í síðustu ferð til
Reykjavíkur. Þá tekur við sá æðisgengni leikur náttúruafl-
anna, sem hér greinir frá. Er þar stuðzt við skýrslu, sem
Framhald á bls. 44.
"1
-ý’
VIKAN 7