Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 9
Hár maður, ljóshærður, í jakka- fötum, kom inn í skyndingi. Hann var móður og áhyggjufullur á svip. „Gott kvöld, Riddle majór. Ég heyrði það utan að mér, að hr. Ger- vase hefði skotið sig, svo að ég flýtti mér hingað, Snell segir mér, að þetta sé satt. Það er ótrúlegt! Ég get ekki trúað því!“ „Það er alveg satt. Leyfið mér að kynna yður. Þetta er Lake höfuðs- maður, ráðsmaður hr. Gervase á höfuðbólinu. Hr. Hercule Poirot, sem þér hafið sjálfsagt heyrt nefnd- an.“ Það birti yfir andliti Lakes, eins og honum væri þetta eins konar óvænt ánægja. „Hr. Hercule Poirot! Það var alveg óskaplega gaman að fá að kynnast yður. Að minnsta kosti. ..“ Hann þagnaði, brosið hvarf — hann varð áhyggjufullur og órólegur á svip. „Það er ekkert — grunsamlegt, er það herra?“ „Hvers vegna ætti það að vera nokkuð grunsamlegt, eins og þér kallið það?“ spurði lögregluforing- inn hvasst. „Ég á við, af því að hr. Poirot er hér. Já, og af því að þetta virðist vera svo ákaflega ótrúlegt!“ „Nei, nei,“ flýtti Poirot sér að segja. Ég er ekki kominn hingað vegna dauða hr. Gervase. Ég var kominn hingað áður, — sem gestur.“ „Ó, einmitt það. Skrýtið, að hann skyldi ekkert minnast á það, að þér væruð væntanlegur, þegar við vorum að líta yfir reikninga í dag.“ „Þér hafið oftar en einu sinni notað orðið „ótrúlegt", Lake höfuðs- maður,“ sagði Poirot hæglátlega. „Eruð þér þá svo ákaflega hissa á því, að hr. Gervase skuli fremja sjálfsmorð?" „Já, vissulega er ég það. Vitan- lega var hann snargeggjaður; það munu allir vera sammála um það. En þrátt fyrir það, þá get ég bók- staflega ekki ímyndað mér að hann hafi getað hugsað sér að heimurinn gæti staðizt án hans.“ „Já,“ sagði Poirot. „Þetta er mjög athyglisvert." Og hann leit viður- kenningaraugum á hinn djarfmann- lega og gáfulega unga mann. Riddle majór ræskti sig. „Fyrst þér eruð kominn, Lake höfuðsmað- ur, vilduð þér kannski fá yður sæti „Mjög geðugur maður“, sagði Hercule Poirot. „Já, ágætis náungi og fær í sinni stöðu. Hann er hvers manns hugljúfi“. „Hann var ekkert dapur eða hnugginn?" „Nei, nei, hann virtist í bezta skapi. Það hefur legið mjög vel á honum einmitt um þessar mundir, af því að hann er að rita sögu ætt- arinnar.“ „Hvað er langt síðan hann byrj- aði á því?“ „Hann byrjaði fyrir eitthvað sex mánuðum." „Var það þá, sem ungfrú Lingard kom hingað?“ „Nei. Hún kom fyrir svona tveim mánuðum, þegar hann hafði komizt að raun um, að hann var ekki fær um það sjálfur, að annast nauðsyn- legar rannsóknir." „Og þér teljið, að það hafi legið vel á honum?“ „Já, alveg óskaplega! Honum fannst raunverulega að ekkert í heiminum skipti neinu máli annað en fjölskylda hans.“ Allra snöggvast brá fyrir beiskju í rödd unga mannsins. SAKAMÁLASAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE 4. HLllTI SPEGILL og svara fáeinum spurningum." „Sjálfsagt, herra.“ Lake tók sér sæti gegnt hinum tveimur. „Hvenær sáuð þér hr. Gervase síðast?“ „í dag, rétt fyrir klukkan þrjú. Það þurfti að líta yfir nokkra reikn- inga og ræða um nýjan leiguliða á eitt býlið.“ „Hve lengi voruð þér hjá honum?“ „Ef til vill hálfa klukkustund." Hugsið yður vandlefea um, og segið mér, hvort þér tókuð eftir nokkru óvenjulegu í fasi hans.“ Ungi maðurinn hugsaði sig um. „Nei, það held ég varla. Það kann að vera, að hann hafi verið í ofur- litlum æsingi en það var ekkert óvanalegt hjá honum.“ „Hr. Gervase hefur þá ekki, að því er þér bezt vitið, haft neins konar áhyggjur?“ Það leið dálítil — aðeins örlítil — stund áður en Lake höfuðsmaður svaraði. „Nei.“ Skyndilega skaut Poirot fram spurningu: „Þér haldið ekki, að hr. Gervase hafi haft neinar áhyggjur vegna dóttur sinnar?" „Dóttur sinnar?“ „Já, ég sagði það.“ „Ekki svo ég vissi til,“ sagði ungi maðurinn ofurlítið þrjózkulega. Poirot sagði ekki meira. „Jæja, þakka yður fyrir, Lake. Þér vilduð kannski hinkra svolítið við, ef ég kynni að þurfa að spyrja yður einhvers.“ „Að sjálfsögðu, herra.“ IJann reis á fætur. „Get ég gert nokkuð?“ „Já, þér gætuð sent brytann hingað. Og kannski þér vilduð kom- ast eftir því fyrir mig, hvernig frú Chevenix-Gore líður, og hvort ég gæti fengið að tala við hana fáein orð núna, eða hvort hún sé of illa fyrir kölluð.“ Ungi maðurinn kinkaði kolli og gekk út hröðum og ákveðnum skrefum. „Mjög geðugur rnaður," sagði Hercule Poirot. „Já, ágætis náungi og fær í sinni stöðu. Hann er hvers manns hug- ljúfi.“ FIMMTI KAFLI. „Fáið yður sæti Snell," sagði Riddle majór vingjarnlega. Ég þarf að spyrja yður heilmargra spurn- inga, og ég býst við, að þetta hafi verið mikið áfall fyrir yður.“ „Já, herra, það hefur það vissulega verið. Þakka yður fyrir, herra.“ Snell settist svo hæversklega, að hann hefði í rauninni alveg eins getað haldið áfram að standa. „Þér hafið verið hér nokkuð lengi, er ekki svo?“ „Sextán ár, herra, alltaf síðan hr. Gervase — ja — settist að hér, ef ég má svo segja.“ „Ó, já, auðvitað, húsbóndi yðar ferðaðist mikið um ævina.“ „Já, herra. Hann fór í leiðangur til norðurheimskautsins og margra annara merkilegra staða.“ „Og getið þér nú sagt mér, Snell, hvenær þér sáuð húsbónda yðar síðast í kvöld?“ Framhald á hls. 4(i VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.