Vikan - 10.01.1963, Qupperneq 10
ÞAÐ ÞARF MEIRA EN PENINGA, TIL AÐ DREPA
LEIKGLEÐINA. SAMA HUGSJÓNIN, SEM HALDIÐ
HAFÐI STARFSEMI LR UPPI UNDANFARIN ÁR,
HÉLT í ÞVÍ LÍFINU, ÞÓTT KEPPINAUTUR VÆRI
FÆDDUR.
Þegar Þjóðleikhúsið lók til starfa, töldu margir, a<5 nú væru dagar Leik-
félags Reykjavíkur taldir. Fæstum datt í hug, að tvö Jeikhús gætu þrifizt
í Reykjavík, auk ]>ess varð sú breyting á með tilkomu Þjóðleikhússins, að
skilyrði mynduðust fyrir leikara landsins til þess að lifa af listgrein sinni.
Þjóðleikthúsið lióf að borga leikstörfin svo rikulega, að þeir, sem þar voru
á samningi, þurftu ekki á annarri vinnu að halda, til þess að framfleyta
sér og sínum. Það að auki lijó húsið stórt skarð I hópinn, sem árum saman
hafði haldið uppi starfsemi Leikfélagsins.
En það þarf meira en peninga til þess að drepa leikgleðina. Fæðing
Þjóðleikhússins olli ekki dauða Leikfélagsins, í trássi við þá reglu, að eins
dauði sé annars brauð. Sama hugsjónin, sem lialdið hafði starfsemi LR uppi
undanfarin ár, hélt í því lifinu, þótt keppinautur væri fæddur. Ungt fólk
og efnilegt fyllti skörðin, og Leikfélagið hélt áfram að skemmta gestum sinum
í Iðnó, rétt eins og áður. Og oft á tímum hefur Þjóðleikliúsið orðið að sætta
sig við það, að leikrit Leikfélagsins væru betur sótt og gengju lengur en þess.
Enn gengur þetta á sama hátt. Leikfélagið heldur uppi mikilli og góðri
starfsemi, án þess að geta borgað starfskröftum sínum nema örlitla þóknun,
brot af ])ví, sem lalið er sæmilegt leikarakaup. Og enn hefur Leikfélagið
góðum Icikurum á að skipa. Margir þeirra verða jafnframt að stunda aðra
vinnu, til þess að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum.
Við skulinn skreppa og spjalla svolítið við þrjá kunna leikara úr þess-
um hópi.
Við mætum Jóni Sigurbjörnssyni í anddyri Útvarpshússinsj og urðum hon-
um samferða inn i lyftuna. Þegar hurðin var nærri komin að stöfum ú eftir
okkur, kom roskinn, grannvaxinn maður þjótandi, reif liurðina upp og spurði:
ÞORSTEINN O. STEPHENSEN.
— Hvert ætlið þið?
— Við ætlum að finna Þorslein Ö.
— Hann er uppi á sjöttu hæð.
Svo fengum við að halda áfram. Þorsteinn var ekki við, þe'gar við
komum, svo við snerum okkur að Jóni Múla í staðinn, og fengum
að heyra Friedrich Gulda spila jass. Þegar því lauk, var Þorsteinn
kominn.
— Ég hef alltaf stundað önnur störf jafnhliða leikstörfunum,
sagði liann. — Það er orðið langt síðan ég byrjaði hjá Ríkisútvarp-
inu, fyrst við þularstörf, var framan af aðstoðarþulur og stundaði
jafnframt skrifstofustörf. Ég man aldrei ártöl, og get þess vegna
ekki sagl ykkur, hvenær ég gerðist aðalþulur, en i þessu starfi,
starii leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins, hef ég verið í fimmtán ár.
Jafnframt Iief ég litillega stundað þýðingar. Iíkki margar hækur,
en dálítið af leikritum, hæði fyrir útvarpið og Leikfélagið. Jú, ég
úef leikið nokkuð með Leikfélaginu, einkum á árunum eftir að Þjóð-
leikhúsið tók til starfa, en ég hef ekki verið mikið á sviði nú síð-
ustu árin.
Það gefur auga leið, að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera
heima, þegar maður vinnur fulla vinnu á daginn, og er svo að leika
eða æfa á kvöldin. Það er nú svo með okkur leikarana, að okkar
lifnaðarhættir verða dálitið óvenjulegir.
Okkar störf hjá Leikfélaginu eru mjög lágt launuð. Við reynum
að vísu að borga ölluin, hvort sein ]iað eru leikarar eða aðrir starfs-
menn, en ef miðað er við vinnutima og erfiði, erum við áreiðan-
10 VIKAN